Vikan


Vikan - 03.06.1971, Blaðsíða 45

Vikan - 03.06.1971, Blaðsíða 45
Wiither bríhiíl Þríhjólin vinsælu alltaf fyrirliggjandi. Einnig reiðhjól í öllum stærðum. Ármúla 3 - Reykjavík - Sími 83570 Umboð fyrir: Álafoss hf., Vefarann hf., og Oltíma hf., Útvegum teppi hvaðanæva úr heiminum hún gleymdi því, að hún gat enn stokkið frá. En hjarta hennar barðist ótt og títt, þeg- ar hún steig yfir þröskuldinn á herbergi hans og vissi, að nú var um seinan að flýja. Leigubíllinn beygði inn Lundaveginn á tveim hjólum. Hann hentist til á veginum og Anna þrýstist lengra inn í hornið. Hún sat grafkyrr, máttvana og í hnipri. Hún þorði ekki að bæra á sér; ekki að setjast aftur teinrétt í sætinu. Hún hafði verið svo heppin að ná í bíl. Það var oft erfitt á þessum tíma nætur, en hún óskaði mest, að hún hefði farið fótgangandi heim. Þegar bíllinn ók svona fyrir horn fann hún, hvernig ógleðin var á ná yfirhöndinni. En það var ekki aðeins vín- ið, sem hún hafði drukkið. Það hafði ekkert komið fyrir. Hún rifjaði þetta upp aftur og aft- ur og hvíslaði orðin. Bílstjór- inn heyrði ekki til hennar og það hefði engu máli skipt, þótt svo hefði verið. Hann heyrði áreiðanlega svo margt á ferð- um sínum, að hann festi ekki hugann við það. Hún huldi andlitið í höndum sér. Hvað hafði hún gert? Hvernig hafði þetta atvikast? Hendur Yngva í hári hennar, á brjóstum hennar . . . Hún var orðin það gömul, að hún hefði átt að vita betur — hún hefði átt að skammast sín eins Ofj barinn hundur, blygðast sín fyrir sjálfa sig. Og Yngvi . . . hvað hélt hann um hana? Nú, karlmaður er alltaf karlmað- ur, en samt . . . Hvar stóð það skrifað, að leyfilegt væri að haga sér jafnómerkilega og mann lysti við aðra menn. Að taka hann eins og staðgengil annars . . . og svo seinna að hlaupast blátt áfram á brott eins og hann væri holdsveikur. — Við erum komin, sagði bílstjórinn og nam staðar við gangstéttina. — Það kostar níu og fimmtíu! Hún náði í tíukróna seðil og fimmkróna seðil og lagði það í hönd hans, flýtti sér út úr bílnum og hrasaði að tröppun- um. — Heyrðu, þú þarna! hróp- aði hann á eftir henni. — Þú átt að fá til baka! Hún leit ekki um öxl, band- aði bara frá sér hendinni til að sýna honum, að hann gæti lagt af stað og opnaði útidyrn- ar. Heim. Komin heim. Bara að Kristján svæfi — það væri bezt, að hann svæfi — og hún fengi að fara í steypibað án þess að svara spurningum hans. Fengi að finna heitt vatnið leika um líkamann, þótt klukk- an væri orðin svona margt og hitnaði aftur. Kannski hætti henni þá að vera svona óglatt. Kannski gæti hún áttað sig. Eða var betra. að hann væri vakandi, svo að þau gætu rætt þetta í eitt skipti fyrir öll? Hún gekk hægt upp tröpp- urnar, fet fyrir fet. Og smám saman með hrynjandi í takt við göngulagið vaknaði hugur hennar og hugsanirnar birtust. Rödd Yngva. Augu Yngva. Snöggur, heitur bjarminn, þeg- ar hann vissi, að hún var ein heima ekki aðeins í kvöld — heldur oft. Þrá hans eftir að vera hjá henni - - æsandi ótti hennar og vínið, sem þrumaði innan við gagnaugun — vildi, en gat ekki — rödd Yngva, dýpri en áður — tilhugsunin um Kristján, sem hafði farið beint frá annarri konu til hennar. Hún vildi ekki vera einmana, vildi ekki láta loka sig úti! Og svo þessi grimmi- lega skýra innsýn, þegar það var næstum um seinan — hún gat það ekki! Hún varð aldrei annað en eins manns kona! Hún tilheyrði Kristjáni. Hún gat aldrei hefnt sín. Það var sama, hve særð og örvænting- arfull hún var - hún gat það ekki. Hún hafði snúið sér frá Yngva, afsakað sig með kvef- töflum og áfengi, sagzt vera veik, næstum beðizt afsökun- ar — og svo hafði hún flúið. Hún hafði ekki getað litið á hann, vissi ekki, hvort hann hefði verið sár eða reiður, hvort hann skildi hana eða ekki. Það var líka sama, ekk- ert skipti máli. Hún gat ekki verið ótrú, svo einfalt var það. Ekkert hafði gerzt, allt var við það sama. Hugsuninni sló eins og eldingu niður í huga hennar og hún nam staðar í miðjum stiganum og kreppti hnúana um handriðið. Ekkert myndi breytast. Kristj-án héldi áfram að leika sér með hverri, sem hann vildi. en hún sjálf yrði -— skilin eftir. Alveg eins og í Fram, fram fylking, sem þau voru vön að leika í jóla- boðum bernsku hennar. Grimmilegra en nokkuð ann- að. Anna er okkar síðust og verður tekin höndum. En það var ekki rétt að eng- inn vildi hana. Yngvi hafði þráð hana, það myndu kann- ski aðrir vilja það. En hún vildi það ekki, hún gat það ekki. Kristján var sá eini fyrir hana, svo auðvelt var það. Hún gat ekki bundizt neinum öðr- um. En Kristján gat leikið sér við allar konur, sem hann hitti. Það gerði honum ekkert, hon- um fannst það leikur einn. Eitthvað, sem maður lék sér að í friði og ró og hætti svo við, sem eitthvað, sem engu máli skipti og yrði aldrei mark- vert. Nema fyrir hana: Önnu, konu Kristjáns. Reyndu að sá efasemdum í huga hans, hafði Kristín sagt. Leyfðu honum að finna, hvern- ig það er, þegar svokallaður ektamaki manns kemur frá öðrum til manns. Átti hún að reyna að látast? Fyrir Kristj- áni að minnsta kosti. Leika 22. TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.