Vikan - 03.06.1971, Page 46
AARHUS - DANSKT FORM - ÍSLENZK GÆÐI
Sófasett á teak fótum, eða stálfótum með snúningsási á
stólnum. Sófi 4ra sæta, sófi 3ja sæta, sófi 2ja sæta. Stóll,
hár, stóll, hár með ruggu, stóll, lár.
Myndalistar með efnisprufum fyrirliggjandi. Skrifið eða
hringið eftir upplýsingum.
Áklæði: Moher pluss, Dralon pluss, danskt ullar, belgiskt
ullar + spun rayon, íslenzkt ullar eða Dralon.
Önnur áklæði eftir vali.
HUSGAGNAVERZLUNIN
AUÐBREKKU 59
SÍMI: 42400
■^■'■^ ■ gk SIMI: 42400
DuNAkúpavogi
leik, reyna að vera önnur en
hún var, eins og hinar kon-
urnar, ekki hin trúa eiginkona,
sem unni manni sínum. Reyna
að vera léttúðug kona í stað-
inn. Reyna að minnsta kosti
að vera kona, sem gseti borg-
að aftur í sömu mynt!
Ef hann liti nú á hana og
spyrði: -— Hvar hefurðu ver-
ið? Þá ætlaði hún að reyna
það.
En þannig fór ekki. Hún
þurfti ekkert hlutverk að leika,
því að áhorfendur voru engir.
Kristján var kominn heim, en
hann lá í hnipri i rúminu sínu
og svaf eins og steinn. Hann
heyrði ekki, þegar hún stakk
lyklinum í skrána, heyrði ekki,
þegar hún kom inn í herberg-
ið. Hann svaf eins og lítill
drengur og andaði djúpt og
jafnt.
Þarna stóð Anna. Hún stóð
við hliðina á honum og virti
fyrir sér dökkt hár hans og
hálfopnar varir — hann var
að fá undirhöku. Hana langaði
allt í einu til að skella uppúr.
Óróleiki, örvænting, vanlíðan
og sjálfsásakanir — allt varð
þetta að engu. Eiginkonan kom
heim undir morgun og eigin-
maðurinn steinsvaf í rúminu
sínu og gerði sig ekki líklegan
til stórátaka. Þá var ekkert um
annað fyrir hana að gera, en
skreiðast upp í sitt eigið rúm
og reyna að sofna. Var það
ekki þetta, sem var kallað
„tragikómískt“? Það var víst
bezt að hlæja að öllu saman?
Annars færi hún að hágráta.
Anna gerði hvorugt. Hún lá
glaðvakandi í rúminu allt þang-
að til dögunin bærði á sér að
baki rennitjaldanna. Hún bærði
ekki á sér, lá aðeins kyrr og
hlustaði á andardrátt Kristj-
áns. Og seint og um síðir
heyrði hún, að hann var vakn-
aður.
„Halló!“ sagði hann syfju-
lega. „Ég sá miðann á eldhús-
borðinu í gær. Leitt, að Ek-
ander gat ekki beðið eftir mér.
Sagði hann eitthvað? Á ég að
hringja í hann eða . . . ?
Anna beit sér á vör. — Nei,
hann . . . hann ætlar að tala
við þig. Svo bætti hún við eft-
ir andartakshik: — Er það að-
eins þetta, sem þú vilt vita?
Langar þig ekkert að frétta,
hvert ég fór?
„Jú . . . jú, jú. En þú sagðist
ætla út. Skemmtirðu þér vel?
Þú komst víst heldur seint?
— Já.
Hvað gerði kona, sem vildi
gera manninn sinn afbrýði-
saman, láta hann þjást ögn af
því, sem hún hafði sjálf þjáðst
af, einmanaleika, ósigri? Hún
vissi það ekki með vissu, en
hún sagði lágt: — Ég hitti
mann í gærkveldi . .. .
Dauðaþögn ríkti um stund.
Hún sá undrunarglampa í aug-
um hans. Datt honum líka í
hug, að hún hefði goldið í
sömu mynt? En það hafði al-
drei komið fyrir fyrr. Hann
þagði.
— Er þér það eitthvað á
móti skapi? spurði hún og
heyrði sjálf, að rödd hennar
var skræk. — Hvers vegna
mátti ég það ekki?
Hann þagði enn.
— Kannski mér þyki líka
skemmtilegt að fara út. Kann-
ski mig langi líka til að . . .
Röddin brást henni og hún
leit undan. Hún gat ekki sagt
þetta.
— Anna litla mín, sagði
Kristján. — Er það ekki eins
og það á að vera? Við höfum
alltaf verið sammála um, að
þetta væri leyfilegt. Að við
myndum ekki rífast um það.
Og ég . . .
Hann lauk ekki heldur við
setninguna.
Já, ég veit það, veit það,
veinaði innra með Önnu. Ég
veit það nákvæmlega. Þú hugs-
ar: ég hef gert það sama marg-
sinnis og ég ætla að gera það
aftur, ef ég vil. Það verður
kannski meira að segja auð-
veldara fyrir mig hér eftir en
hingað til, þegar ég veit að þú
. . Og svo er þetta aðeins
smávægilegur viðburður, sem
skiptir engu og getur ekkert
eyðilagt okkar á milli.
En ég get ekki ltið það þess-
um augum og það finn ég full-
vel núna. Eg get það alls ekki.
Ég vil ekki hafa það svona.
— Svo þér stendur á sama,
hvað ég geri? stundi hún.
— Það voru ekki mín orð,
svaraði hann dræmt. — Ég —
já, ég get ekki beinlínis sagt,
að ég sé hrifinn. En þú veizt,
hvað þetta skiptir litlu máli.
Það er ekki til einskis, sem
Frakkar kalla þetta „la baga-
telle“. Og þeim finnst það líka
vera það.
— Þeir hugsa svo rökrétt,
sagði hún rám.
Hún leit enn undan, en gat
ekki hugsað sér að horfa á
hann. Nei, hann hafði ekki
orðið afbrýðisamur, bara leið-
ur. Hann fann ekkert til ör-
væntingarinnar yfir ósigrinum
og niðurlægingunni, ekkert af
viðbjóðinum á — að tveir ættu
konu, tvær áttu sama mann.
Viðbjóðurinn fyllti hug hennar.
— Geturðu ekki reynt að
46 VIKAN 22. TBL.