Vikan


Vikan - 17.06.1971, Page 4

Vikan - 17.06.1971, Page 4
í fyrsta sinn á íslandi: STRING HILLUSAMSTÆÐURNAR sem fóru eins og eldur í sinu og slógu í gegn í flestum Evrópulöndum á síðustu árum Einfalt, nútímalegt, ódýrt og splunkunýtt Pírn - umboðíð HÚS OG SKIP á horni Nóatúns og Hátúns Sími 21830 _______________________________ PÓSTURINN Vilhjálmur Vilhjálmsson Heill og sæll, Póstur! Mig langar að spyrja þig nokk- urra spurninga: 1. Er Vilhjálmur Vilhjálmsson, söngvari, giftur? 2. Hvað er hann gamall? 3. Hvar á hann heima? 4. Verður kosið um „Fulltrúa ungu kynslóðarinnar" í ár? Svo þakka ég allt gamalt og gott og óska Póstinum og Vik- unni alls góðs í framtíðinni. Með fyrirfram þökk. Táningur. 1. Já, hann er giftur. 2. Hann er 26 ára, fæddur 11. apríl 1945. 3. Sem stendur er hann búsett- ur í Luxembourg, þar sem hann er flugmaður. 4. Það er búið, en að vísu án þátttöku Vikunnar. Gerði ég rétt Kæri Póstur! Eg þakka þér fyrir allt gamalt og gott. Ég leita til þín í mikl- um vandræðum og þyrfti að fá svar sem fyrst ef hægt væri. Ég er nýlega orðin 15 ára og er mjög hrifin af strák og hef ver- ið lengi. Hann er 17 ára og við vorum saman fyrir skömmu. Ég er hrein mey og sagði honum það, en þar sem ég var mjög drukkin (þó skömm sé frá að segja) var ég til í allt. Á síð- ustu stundu áttaði ég mig og hætti við það. Ég veit að hann hefur verið mjög svekktur eða þá reiður út í mig, því við vor- um orðin mjög æst og hann tal- aði svo lítið vig mig á eftir. Gerði ég rétt í að láta hann hætta á síðasta augnabliki og láta hann sitja eftir með sárt ennið? Nú bið ég þig, kæri Póstur, að ráða fram úr þessu fyrir mig og segja mér hvernig ég á að bregðast við næst þeg- ar ég sé hann. Með fyrirfram þökk. BÞ. Þín vegna qerðir þú rétt í að hætta á síðasta augnabliki, en sjálfsagt ekki hans vegna. Hitt er annað mál, að það er eigin- lega öruggt, að hvorugt ykkar hefði notið þessara samfara, þú vegna ótta og sársauka og hann vegna snennings. Það sem hefði verið rétt fyrir þig að gera var að hætta áður en þið voruð komin svona langt, og þá hefðu leiðindin engin orðin. Við viljum lika ráðleggja þér að bíða um nokkurn tíma enn, því 15 ára gömul stúlka nýtur kynlífs aldrei fullkomlega. Til þess vantar þig ekki einungis líkamlegan fullþroska, heldur og andlegan. Því skaltu, næst þegar þú hittir hann, láta sem ekkert sé og ef hann er eitthvað skrftinn', þá skaltu einfaldlega tala við hann og spyrja hann hvað sé að. — Síðan skaltu útskýra málið frá þínum sjónarhóli og reyna að komast að samkomulagi við hann. En það er nú einu sinni þannig með karlmennina, að þeir eiga alltaf ver með að halda aftur af sér en kvenfólkið . . . Hárgreiðslunám Kæra Vika! Nú ætla ég að spyrja þig nokk- urra spurninga! 1. Hvaða menntun þarf að hafa til að komast að sem hár- greiðslunemi? 2. Hvað þarf maður að vera gamall? 3. Hvað tekur námið langan tíma? 4. Hvað kostar það? 5. Er mikil eftirspurn eftir hár- greiðslunemum? Frekja. 1. Miðskólapróf, það er að segja að hafa lokið 3. bekk í gagnfræðaskóla. 2. 17 á ra. 3. 3 ár. 4. Ekkert. Meistarinn borgar þér aftur á móti kaup (sem að vísu er lítið) allan tímann sem þú ert að læra. 5. Nei. Marqir sækjast aftur á móti eftir að komast að sem nemar. Une, feiminn os ástfangin Elsku Póstur! É'r er í voðalepum vanda stödd, oq lannar að biðia þig, sem ert svo anzi glúrinn, að hjálpa mér. Það er nefnilega þannig að ég er alveg dauðskotin í strák (en það er ég ekki oft) og er svo lítið inn í svona málum, að ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að gera til að vekia áhuga hans á mér. Ég hef nokkrum sinnum tekið eftir því að hann 4 VIKAN 24.TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.