Vikan


Vikan - 17.06.1971, Síða 8

Vikan - 17.06.1971, Síða 8
„SPENNA ARANNA VAR MIKIL" Rætt við Bjarna M. Gíslason, rithöfund, sem helgaSi sig baráttunni fyrir endurheimt handritanna í rúmlega tuttugu ár. Dagana 21. og 22. apríl voru fánar dregnir við hún um land allt til heiðurs kærkomnum gestum, sem færðu okkur hand- ritin heim. Gestirnir voru nær eingöngu danskir stjórnmála- menn eða fyrrverandi og nú- verandi ráðherrar, og það var auðséð á andlitssvip manna hjá Hótel Sögu, þar sem gest- irnir bjuggu, að þeim var fagn- að af heilum hug. En það var einn íslendingur meðal þeirra, Bjarni M. Gíslason, rithöfund- ur, og menn tóku eftir því, að hann og dönsku gestirnir röbb- uðu saman eins og gamlir kunningjar. Margir hafa ugg- laust spurt, hver hann væri, þessi íslendingur. Vikuna lang- aði til að svara þeirri spurn- ingu og lagði því leið sína upp á Hótel Sögu til að ná tali af Bjarna. En hann aftók með öllu að ræða um sjálfan sig á slíkri stundu. Hins vegar birt- um við á öðrum stað nokkur æviatriði hans, samantekin úr ýmsum áttum. Bjarni Gíslason ræddi ofur- lítið um handritamálið almennt þá stuttu stund, sem við höfð- um til umráða. — Geturðu ekki sagt okkur eitthvað um handritabaráttu þína og hvers vegna þú byrj- aðir á henni? — Æ, farið þið nú ekki að spyrja mig um þetta. Ég er ekki í þeirri stemningu núna að hugleiða liðna baráttu fyr- ir endurheimt handritanna. — Þegar ég sá Eddu og Flateyj- arbók bornar í land, vatnaði ég hreinlega músum. Spenna áranna hefur verið mikil, og það leystist eitthvað úr læð- ingi, sem líktist heill, dæma- lausri heill. Þar sem ég stóð þarna lagði danskur maður höndina á öxl mér og sagði: „Ég skil þig vel, Bjarni." Þetta var Jens Otto Krag, fyrrver- andi forsætisráðherra Dana, og hann bætti við: „En án stuðn- ings jafnaðarmannaflokksins danska hefði þetta aldrei tek- izt.“ Og það voru orð að sönnu. Þessum stærsta stjórnmála- flokki Dana og leiðtogum hans eigum við mest að þakka. En fylgdi ekki flokkur Jörgen Jörgensens okkur líka að málum? — Jújú, en það er lítill flokkur, og auk þess höfðu kratarnir alltaf aðalvöldin í þeirri stjórn, þar sem Jörgen Jörgensen var kennslumála- ráðherra. Bjarni M. Gíslason er fæddur á Stekkjarbakka í Tálknafirði 7. apríl 1908. Foreldrar hans voru Gísli Bjarnason úr Arnarfirði og kona hans, Ingveldur Jónsdóttir úr Tálknafirði. Stekkjarbakki er nú í eyði, en var eitt mesta örreytiskot þessa lands. Pví fylgdi ekkert tún, engin beit og enginn fær lendingar- staður við sjávarsíðuna, enda drukknaði faðir hans, á meðan Bjarni var í vöggu. Þegar móðir hans dó nokkrum árum seinna, var Bjarna komið i fóstur hjá frænd- fólki sínu á Hvallátrum í Rauða- sandshreppi. Hann dvaldist þar til tólf ára aldurs, en fór þá til frænd- fólks síns í Reykjavík. Skyldmenni hans voru fátæk, og engum datt í hug að setja hann til mennta. En árið 1933, þegar hann var 25 ára gamall, réðist hann í það sjálfur að mennta sig, fór til Danmerkur og hefur verið búsettur þar síðan. Hann stundaði tvo vetur nám á Danebod Folkehöjskole á Als, Suð- ur-Jótlandi, tvo vetur á Askov og lauk síðar námskeiði á Den inter- nationale höjskole í Helsingör. Við sambandsslit íslands og Dan- merkur 1944 gerðist Bjarni ötull málsvari íslendinga, og frá 1947 helgaði hann sig lausn handrita- málsins. Um margra ára skeið stóð styr um nafn hans í sambandi við handritin. Hann hefur gefið út skáldsögur og ljóð og fræðibækur um ísland. En frægastur varð hann fyrir handritabókina „De islandske hándskrifter", sem gefin var út 1954 og aftur 1955. Hún var svar við nefndaráliti dönsku prófessoranna, og má segja, að hún kollvarpaði rökum þeirra um að neita Islandi um handritin. Við útkomu hennar bauð ríkisstjórn Ólafs Thors Bjarna til íslands. Bjarni Benediktsson, sem þá var menntamálaráðherra, fagn- aði honum og tveimur öðrum gest- um með hádegisverðarboði í ráð- herrabústaðnum og þakkaði einnig fyrir bókina í Morgunblaðinu 25. sept. 1954. Þegar Bjarni Gíslason kom aftur til Danmerkur, hljóp mikill hiti í handritamálið. Hann skrifaði í blöð og ferðaðist um landið og flutti fyr- irlestra um þjóðleg tengsl íslands við handritin. Hvaða áhrif þetta hefur haft fær maður grun um í skrifum sumra andstæðinga hans. Fyrrverandi ráðherra Viggo Starcke segir blátt áfram í einni af greinum sínum, að Bjarni hafi blekkt ótal manna og íagt tálsnörur fyrir lýð- háskólamenn. Annar andstæðingur hans, prófessor Westergárd-Nielsen, lætur þess getið í einni af greinum sínum, að tilgangslaust sé að loka dönskum blöðum fyrir honum, því að þá þjóti hann bara í blöð á hin- um Norðurlöndunum og skrifi þar. Svo hart fylgdi Bjarni málinu eftir upp á eigin ábyrgð og án þess að nokkur bæði hann um það. Árið 1961 sendi hann frá sér nýja bók um handritamálið, „Danmark — Island og hándskriften“. Skömmu seinna var tillagan um að færa ís- landi handritin sem gjöf samþykkt á danska þjóðþinginu í fyrsta sinn. En Poul Möller setti lykkju á band- ið hjá Jörgen Jörgensen með mót- mælaundirskrift 60 þingmanna, svo að lögin gátu ekki gengið í gildi, fyrr en eftir nýjar kosningar, sem fram fóru 1965. Þá tók K. B. Ander- sen við af Jörgen Jörgensen, og lögin voru samþykkt á nýjan leik. Eftir að danska gjafatillagan kom fram á sjónarsviðið brýndi Bjarni brandinn miklu minna en áður og stuðlaði að því, að danskir íslands- vinir önnuðust málflutninginn. Á sama hátt beittu íslenzk stjórnar- völd sér fyrir því að skapa velvilja og skilning gagnvart okkur með því að gera hlut þeirra sem stærstan. Samt sem áður gleymdi enginn Bjarna Gíslasyni, og stjórn íslands hefur sýnt honum heiður og þakkir á vegum þjóðarinnar. Við heim- komu fyrstu handritanna var hann sæmdur stórriddarakrossi fálkaorð- unnar. ★ 8 VIKAN 24. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.