Vikan


Vikan - 17.06.1971, Qupperneq 20

Vikan - 17.06.1971, Qupperneq 20
SAGA ZEPPELIM* LOFTEARMMA Þau voru stærstu fuglarnir, sem nokkru sinni höfðu flogiS um loftin blá. Ekkert hafði verið til líkt þeim, áður en þau komu til sögunnar, og ekkert hefur líkzt þeim, eftir að hið síðasta þeirra fórst. Hvað sem um loftförin má segja, hljóta þau að teljast eitt djarfasta flugafreksögunnar... Graf Zeppelin var happasælast af loftförunum. Það hélt uppi fastri flugátælun um sex ára skeið milli Evrópu og Suður-Ameríku. Árið 1936 hafði það flutt 13000 farþega í 575 slysalausum ferðum. Loft- farið fór einnig víðar um heiminn og kom meðal annars hingað til íslands. Það var 1. júlí árið 1931 og þótti mikill viðburður. Þessi mynd er tekin af Graf Zeppelin yfir Reykjavík. Hið mikla þýzka loftfar, Graf Zeppelin, kom í '' gær til Reykjavíkur og sveimaði um stund yfir bænum og nálægum héruðum og sneri síðan aftur heimleiðis. Loftfar- ið flutti hingað póst, og var hann látinn síga til jarðar á Öskjuhlíð, þar sem hún er hæst. Þótti þetta nýstárleg sjón og fylgdust Reykvíkingar af miklum áhuga með ferðum hins stórfenglega loftfars". Þessi frásögn er tekin úr „Öldinni okkar“ og er dagsett 2. júli 1931. Á þeim tíma voru loftförin álitin stórmerkileg uppfinning, sem hafa mundi geysimikla þýðingu fyrir flug- ið í framtíðinni. Nú eru þau hins vegar jafn rækilega út- dauð og geirfuglinn blessað- ur. Ungt fólk þekkir naumast orðið Zeppelin, nema sem nafn á pophljómsveitinni frægu. En hvernig voru Zeppelin-loftför- in? Þau voru svo löng, að skugg- inn af þeim skyggði heilar húsaraðir. Þau höfðu nægilegt gas til að hita upp litla borg mánuðum saman. Niðri í klef- um sínum fluttu þau sirkusdýr, skemmtibáta. jafnvel flugvél-, ar. Farþegarnir fóru í skemmti- göngu um þiljurnar eða flat- möguðu í mjúkumstólumreyk- salanna. Loftförin líktust hvölum og lutu stjórn eins og kafbátar. Þau voru stærstu fuglarnir, sem nokkru sinni höfðu flogið um loftin. Ekkert hafði verið til líkt þeim, áður en þau komu til sögunnar, og ekkert hefur líkzt þeim, síðan hið síðasta þeirra fórst. Hvað sem um loftförin má segja, hljóta þau að teljast eitt djarfasta flugaf- rek sögunnar, þótt það sé fyr- ir löngu fallið í skugga síðari afreka. Hinn 6. maí árið 1937 sveif stór grár fugl drynjandi yfir austurströnd Banda- ríkjanna. Þetta var Hinden- burg, stærsta og fullkomnasta flugfar, sem nokkru sinni hef- ur tekið sig á loft. Þetta var hraðskreiðasta og þægilegasta farartækið á þess- um tíma. Úthafsskipin, sem hraðast gengu, voru næstum helmingi seinni í förum. Enn voru tvö ár, þar til flugvélar, sem fluttu farþega og farang- ur, komu til sögunnar. Hindenburg hafði lagt af stað frá Frankfurt hinn 3. maí. Far- þegarnir gengu um borð oglétu samtímis af hendi eldspýtur sínar og vindlakveikjara. Með- al farþega var Joseph Spah, frægur fimleikamaður á heim- leið úr sýningarferð í Evrópu, skáldkonan Margaret Mather á leiðinni heim til New Jersey og 33 aðrir. Áhöfninni stjórn- aði loftskipstjórinn Max Truss. Ekki varð vart við neina illa fyrirboða, þegar skipunin hljómaði: „Á loft“. Þetta var ævintýraferð, sem ástæða var að hlakka til og öll hugsánleg skilyrði til að njóta. Stærð flugfarsins var ótrú- lega mikil. Það var 135 fet á breidd í miðjunni og 804 fet á lengd. Og ekki var síður á- hrifamikið að svipast um inn- an í því. Enda á milli lá mjór alúminíum-gangur fyrir ofan kjölbitann. Ekki var talið nauðsynlegt að hafa nein hand- rið, því að farartækið haggað- ist varla. Aðeins styrktarvírar og þunn grind var á milli far- þeganna og Atlantshafsins, 600 fet fyrir neðan. Frá stafni flug- farsins sá maður aftur eftir hinni vönduðu, blámáluðu „beinagrind". — „Þetta líkist einna helzt dómkirkju", varð einum farþeganna að orði. Grindinni til styrktar voru 50 alúminíumhringir. Hringunum héldu föstum 35 flatir bitar og þéttriðið net af stálvírum. Það þurfti fimm og hálfa milljón hnoðnagla til þess eins að festa hringana við bitana. Þetta risaflugfar flaug ekki eins og fugl eða flugvél. Það flaut á loftinu. Flothæfni þess stafaði frá 116 aðskildum gas- klefum, afarstórum pokum eða sekkjum, sem voru að lögun 20 VIKAN 24. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.