Vikan


Vikan - 17.06.1971, Blaðsíða 22

Vikan - 17.06.1971, Blaðsíða 22
ÞAR.TIL dauoinn AÐSKILUR —• Ég er Helen ... ég ... er konan hans. Það var eins og blæja legðist yfir augu gömlu konunnar. Augun urðu daufleg eins og skýjaður himinn. — Madame, sagði gamla kon- an, svo lágt að það heyrðist varla. — Raoul sonur minn dó fyrir tíu árum. pjelen fannst sem hún missti allan mátt. Hversvegna sagði þessi kona að Raoul hefði dáið fyrir tíu árum? Það var ómögulegt. En ef það var satt. . hver var þá þessi Raoul hennar? Hver var þessi maður sem hún hafði gifzt og hélt því fram að hann væri fæddur og uppalinn í Avignon? Frú Heugot leit á Helen. -— Madame, ég veit ekki hversvegna þér komið til mín, en ég skal segja yður það seiyi ég veit. Synir mínir tveir, Ar- mand og Raoul, voru óaðskilj- anlegir. Armand vildi fara í Útlendingahersveitina. Hann hafði alltaf haft svo mikla æv- intýraþrá og vildi bjóða hætt- unum byrginn. Raoul sagði: „Ég verð að fara með honum, mamma, Armand þarf einhvern til að líta eftir sér, það veiztu“. Raoul minn litli sagði þetta ... og svo dó hann í Algier, en Armand kom aftur. Gamla konan faldi andlitið í höndum sér og kiökraði. — Fyrirgefið mér, madame, — en ég hefi ekki náð mér eftir það ennþá. Armand er þó bróðir Raouls, hugsaði Helen. Með öðrum orð- um hann var bróðir Raouls og vinur mannsins míns. Það gæti verið að hann gæti gefið ein- hveria skýringu á því hvernig þetta hangir saman. — Madame. sagði hún í bæn- arrómi. — Viliið þér biðja son yðar að tala við mig? Móðir Armands gekk fram og kal'aði upo stigann. — Armand, þsð er kominn gestur! Andartaki síðar kom hann stökkvandi niður stigann. Hann var ber að ofan, í bláum vinnu- buxum. Lítill verndargripur hékk í mjórri festi um háls hans. Þegar hann kom auga á Hel- en, nam hann snöggt staðar og eitt andartak gat hann ekki dulið undrun sína. Svo rétti hann úr sér og brosti út undir eyru. — Madame! Þetta kemur mér sannarlega á óvart. Hvaða erindi eigið þér til Avignon? — Ég er að reyna að fá ein- hverja vitneskju um fortíð Ra- ouls. En móðir yðar heldur því fram að Raoul sé dáinn. — Hún á við Raoul bróður minn, madame. — En. en myndin frá Al- gier, af yður og bróður yðar við hliðinga á hengda mannin- um . — Það voruð þá þér sem stál- uð myndinni í íbúðinni minni í París! hrópaði Armand. — Já, það er rétt, þessi mynd var tek- in rétt áður en bróðir minn dó. — Hvernig má það þá vera að ég hafi gifzt sama mannin- um mörgum árum síðar, þeim sem stóð við hlið yðar. Andlit- ið er það sama og — Yður skjátlast, það er ekki sami maðurinn, tók Armand fram í fyrir henni. — En ef þér viljið vita eitthvað meira, þá kostar það peninga. — Hvað ertu að segja? sagði móðir hans reiðilega. — Þér getur ekki verið alvara! — Vertu róleg, mamma. Frú- in veður í peningum og getur vel séð af svolitlu handa okk- ur. — Hve mikið kostar sann- leikurinn? spurði Helen fok- vond. — Fimm þúsund. — Það er samþykkt.. — Wvenær fæ ég Deningana? — Þér getið feneið bá strax ef bér komið með mér i bank- ann. É" hrinei til Zúric hog læt senda neninga strax. — Ágætt, sagði Armand og settist niður. — Það er ekki svo afleitt að semja við yður. — Hver er Raoul? spurði Helen. — Ég á við þann mann sem ég er gift. — Gamall vinur minn úr Út- lendingahersveitinni. Hann og bróðir minn voru svo líkir, að það var varla hægt að þekkja þá í sundur. Og svo átti Jean að fara fyr- ir. . . . — Jean? spurði Helen. — Það er hið upprunalega nafn mannsins yðar ... Ég man ekki einu sinni hvert eftir- nafnið var. . . . En Jean átti að koma fyrir herrétt, kærður fyr- ir að hafa skotið gísl. Ég bauð honum að ná í skilríki bróður míns, sem var fallinn fyrir nokkrum vikum, svo hann gæti komizt undan. Þannig er það þá, hugsaði Helen, næstum því kæruleysis- lega. Ég er gift manni, sem gengur undir nafni annars manns. Og ég var jafnvel ham- ingjusöm með honum á tíma- bili, já, ég elskaði hann og treysti honum. En það var eitt, sem hún þurfti að spyrja um. — Hafið þér ekki verið gest- ur okkar í Zúrich, Armand? Borðuðuð þér ekki kvöldmat hjá okkur fyrir nokkrum vik- um síðan? ■— Jú, auðvitað gerði ég það. Hversvegna spyrjið þér? — Og var ung stúlka, sem heitir May-Lin, með yður? — Auðvitað. Munið þér ekki eftir því? — Ég vildi aðeins fá það staðfest, sagði Helen, hálf vand- ræðalega. Það var þá ekki draumur. Maðurinn hafði að- eins reynt að gera allt til að hún héldi sig hafa séð ofsjónir. — Komið þá, við skulum fara í bankann, sagði hún, — ég hefi ekki meira að gera hér í Avignon. 'T'indar Jurafjallanna voru *• baðaðir í síðdegissólinni og skuggarnir farnir að lengjast niðri í dalnum. Helen sat í garðinum fyrir utan lítið veitingahús. Hrað- brautin var langt í burtu. Það var komið logn og þarna var fnðsælt. Mjög friðsælt. Helen vissi að hún þurfti á fríði að halda til að geta náð sír eftir þau ósköp sem yfir hana höfðu dunið og hér var sxrn blessunarlega rólegt. Hún varð líka að taka af- stöðu til þess sem Armand hafði °a<?t henni. Hún tók glasið sem stóð á bnrðinu við hlið hennar og tók vænan sopa af hinu ljúffenga, létta rauðvíni. Hún hafði ætl- að að aka beint til Zúrich, en henni lá ekkert á. Nú vissi hún það mikið að hún gat getið í eyðurnar og það var aukaatriði hvenær hún færi aftur til Zúr- ich. Hún leit á lága, hvítkalkaða veitingahúsið, sem einu sinni hafði verið mylla. Það var bú- ið að kveikja á barnum, sem var rétt við dyrnar og þar stóðu. tveir ungir menn. Annar var ljóshærður en hinn dökkur og báðir í ferðafötum. Þeir höfðu verið í veiðiferð og voru ný- búnir að fá veitingamanninu veiði dagsins til að steikja handa þeim gestum sem þarna voru. Helen var farin að hlakka til að fá ferskan urriða. Hví ætti hún ekki að dvelja á þessum stað í nokkra daga, kannske nokkrar vikur? Fara í langar gönguferðir, sofa út, slaka á. . . . gleyma.... Það var að verða kalt. Helen stóð upp ag gekk að bílnum til að sækja jakka. Grár kettling- ur skokkaði á eftir henni og strauk sér við fætur hennar. Helen brosti, beygði sig nið- ur og tók kettlinginn upp. — Ertu félagslyndur, vinurinn? Kettlingurinn miálmaði og sleikti hendur hennar. ' — Ertu svangur? Bíddu, ég skal vita hvort ég á ekki eitt- hvað handa þér. Helen opnaði hanzkahólfið og tók baðan súkkulaðiplötu. Hún hafði alltaf súkkulaði með sér, sem hún nartaði í þegar hún ók bílnum. Kettlingurinn mal- aði værðarlega í kjöltu henn- ar. Helen braut súkkulaðið í smábita og hélt þeim í lófa sér. Kettlingurinn malaði og þefaði af bitunum og fór svo að maula þá í sig. — Nú verður Grisette á hæl- unum á yður meðan þér eruð hér. frú Bertram, sagði herra Faure, veitingamaðurinn, sem var kominn til að bera inn far- angurinn úr bílnum. — Konan mín hefir alið hana á súkku- laði og rjóma og nú vill hún ekkert annað. í sömu andrá læsti köttur- inn klónum í handlegginn á Helen. Helen hljóðaði af sárs- auka og fleygði dýrinu frá sér. — Hvað er þetta? Herra 'R'pure horfði undrandi og hneykslaður á Helen. — Mon D'en! Grisette, hvað er að þér? Og feiti maðurinn kraup á kné og rétti höndina til kattar- ins. Framháld á hls. 33. 22 VIKAN 24.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.