Vikan


Vikan - 17.06.1971, Qupperneq 25

Vikan - 17.06.1971, Qupperneq 25
Ómar Valdimarsson ROGER GLOVER verk eftir Jon Lord, „Con- certo for Group and Orch- estra“. í því verki setur Lord fram skoðanir sínar á því ,,bili“ sem á að ríkja á milli þessara tveggja tegunda tón- listar, popps og klassíkur. I fyrsta þætti verksins berjast hljómsveitirnar tvær um völd- in og áhrifin, en smátt og smátt hliðra báðir aðilar til og áður en varir leika saman „Group“ og „Orchestra" af miklum sannfæringarkrafti og maður gerir sér grein fyrir því litla sem þarf til að brúa bil. Ekki aðeins þetta umrædda bil heldur mörg fleiri. Lord hefur látið svo um mælt, að hann hafi lengi verið búinn að ganga með hugmynd- ina að verkinu í maganum og sennilega hefði ekki orðið af því að það hefði verið samið, hefði hann ekki haft þá trú á félögum sínum sem hann hafði. Þeir hvöttu hann til dáða jafnframt því sem hann studdi þá og draumurinn varð að veruleika. Jon Lord er einstaklega snjall hljóðfæraleikari og er með eitt skemmtilegasta org- el-„sánd“ sem maður heyrir. Hann er líka góður píanóleik- ari, kompónisti og útsetjari. Malcolm Arnold lét þau orð falla skömmu eftir konsertinn fræga, að sjaldan hefði nokk- ur komið sér svo á óvart sem Jon Lord . . . sem stundum er kallaður „My sweet Lord“! Ian Gillain er þó sjálfsagt þekktastur þeirra félaga hér og vinsælastur um leið — fyr- ir frammistöðu sína í hlutverki Krists í rokkóperunni stór- kostlegu „Jesus Christ — Superstar". Gillain hsfur ekki mikið raddsvið og hefur sjálf- ur sagt, að annaðhvort verði hann að syngja af sama styrk og aðrir tala, eða þá að arga. Hvort tveggja gerir hann af stakri prýði. Hann semur flesta texta hljómsveitarinnar og er örugglega einn skemmti- legasti söngvari í heiminum í dag — á sínu sviði, NB! Skömmu eftir að konsertinn fræei var haldinn í Albert Hall í London hélt hljómsveit- in til Bandaríkjanna og þar flutti hún „Concerto for Group and Orchestra“ öðru sinni. Við- tökur voru stórkostlegar sem fyrr og af 10.000 manna áheyr- endafjölda var um það bil helmingurinn yfir fimmtugt. Að flutningi loknum, en „Orchestra" í þetta skiptið var Fílharmóníuhljómsveitin í Los Angeles, stóðu áheyrendur á fætur (skemmtilegur siður þegar fólk er mjög hrifið — og við ættum að taka upp) og fagnaði ákaft. Aður en flutningur verksins hófst, léku DEEP PURPLE tvö lög, rokklög, og vöktu mikla athygli. Ekki var það þó sízt gítarleikarinn, Ritchie Blackmore, sem síðan hefur verið ákaflega mikils metinn vestanhafs — og víðar — og n?ði cinn gapnrýnandi að þarna væri fundin nýja gítar- hetjan langþráða, sem hefði „tvöfaldan hraða og tækni Al- vins Lee (10 years after) en ekki nema á að gizka helming- inn af þeim dýrðarljóma sem umlykur Lee.“ Trommuleikarinn, Ian Paice, er yngsti meðlimur hljómsveit- arinnar, aðeins tæplega tví- tugur. Hann er einnig, eins og félagar hans, með gott og sjálf- stætt ,,sound“, skemmtilega teknískur og nægir í því sam- bandi að benda á frammistöðu hans í „percussion“-kaflanum á „Concerto". Bassaleikarinn, Roger Glov- er, er „þögli maðurinn“ í hljómsveitinni, en frábærlega góður hljóðfæraleikari. Vita- skuld hefur hann líka þróað IAN GILLAN með sér sjálfstætt „sound“, enda er orðið svo mikið um hæfileikamikla hljóðfæraleik- ara, að þeir verða að skera sig úr með tæknikunnáttu og þar kemur „soundið" til sögunnar. Hingað koma DEEP PURPLE frá Frakklandi og fara strax á laugardaginn til Bretlands, þar sem þeir eiga að koma fram á tónleikum eftir rétta viku. í haust fara þeir í hljómleika- ferð um heimaland sitt, en í fvrra mánuði voru þeir í Astralíu og í næsta mánuði halda þeir til Bandaríkjanna á nýjan leik. Áður en það verð- ur hafa þeir þó hugsað sér að ljúka við næstu LP-plötu sína. Vinsælustu lög DEEP PURPLE hérlendis hafa verið „Black Night“, „Strange Kind of Woman“ og „Into the Fire“, sem var á „DEEP PURPLE IN ROCK“, LP-plötu þeirra sem kom út fyrir ári síðan og er tvímælalaust ein bezta rokk- plata sem út heíur komið. VIKAN og íslendingar bjóða DEEP PURPLE velkomna til íslands og við þökkum Invi- bergi Þorkelssyni fyrir fram- takið. 24.TBL. VIKAN 25

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.