Vikan


Vikan - 17.06.1971, Qupperneq 26

Vikan - 17.06.1971, Qupperneq 26
r GLYMUR DANS Viötal við Sigríði Þ. Valgeirsdóttur, kennara og stofnanda Þjóðdansafélags Reykjavíkur, í tilefni af 20 ára afmæli félagsins, sem er 17. júní Meðfylgjandi myndir eru teknar á sýninqu félagsins í Háskólabíói í fyrra mánuði. MYNDIR: EGILL SIGURÐSSON TEXTI: ÓMAR VALDIMARSSON Fyrir nákvæmlega 20 árum eða þann 17. júní árið 1951, kom saman hópur fólks og stofnaði Þjóðdansafélag Reykjavíkur. Aðalhvatamanneskjan að stofnun félagsins var Sigríður Þ. Valgeirsdóttir, kennari, og í tilefni 20 ára afmælisins heim- sóttum við Sigríði og ræddum við hana um aðdragandann að stofnun félagsins og starf þess. Þegar við höfðum komið okkur þægilega fyrir og þegið kaffi og meðlæti, varð okkur á að spyrja hverjir það hefðu verið sem stóðu að stofnun félagsins. „Jú,“ svaraði Sigríður, „ég skal viðurkenna að það var ég sem boðaði fund til að stofna félagið. Það voru kunningjar og fyrrverandi nemendur mínir frá íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni, sem áttu það sam- eiginlegt að hafa áhuga á þjóð- dönsum og þjóðlegum verð- mætum. En strax á stofnfund- inum kom í ljós, að áhuginn var svo mikill, og fleiri kusu að vera með en voru á þessum fyTsta fundi, að við boðuðum til framhaldsstofnfundar um haustið og var hann mjög fiöl- mennur.“ „En hvað hefur þú sjálf dans- að þjóðdansa lengi? „Ja, eiginlega síðan ég var átta eða níu ára gömul. Lengst af var ég nemandi Ásthildar Kolbeins, sem var ein þeirra kvenna sem stjórnuðu sýning- unni á Þingvöllum Alþingis- hátíðarárið. Ásthildur stjórnaði og sýn- ingarflokki á vegum ung- mennafélagsins Velvakanda í mörg ár eftir það, og dansaði ég lengi með þeim hópi. Síðar dansaði ég þjóðdariSa erlendis í nokkúr ár.“ „En hver var þá tilgangur félagsins? Að viðhalda þeim áhuga sem fyrir var og glæða hann hjá fleirum?“ „f lögum félagsins frá 1951 er tilgangur félagsins talinn í þremur liðum: Að vekja áhuga á in-nlendum og erlendum þjóðdönsum og stuðla að kennslu þeirra og út- . breiðslu. Að safna og skrá dansa, kvæði og lög og að stuðla að áhuga á og endurvakningu islenzku þjóðbúninganna. Tilgangurinn með stofnun fé- lagsins var því víðtækari en að- eins að viðhalda þeim vikivök- um sem til voru, þótt það væri vissulega einn þátturinn. Söfnun og skrásetning dansa, danskvæða og laga var ofar- lega í mínum huga frá upphafi. Eflaust var ég þar undir áhrif- um frá Lucile Czarnowski, sem er vel þekkt sem þjóðdansa- safnari vestan hafs. Sem nem-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.