Vikan


Vikan - 17.06.1971, Page 29

Vikan - 17.06.1971, Page 29
manni að hægt sé að dansa dansana á sama hátt og gert var fyrir til dæmis 200 árum, slíkt væri óhugsandi, en við megum vissulega ekki vanmeta þann þjóðararf sem við eiguvn í dönsum, vikivakaleikjum, dans- kvæðum og þjóðlögum. Alls hafa verið skráðir yfir 100 dansar sl. 10 ár. Um það bil % hlutar eru gömlu dansarnir, sem til eru í ýmsum afbrigðum eftir byggðarlögum. Söfnunin gengur seint, þar sem þetta er algjör tómstundavinna og sjaldnast aðstaða til að ferðast nema annað hvert ár og þá ekki nema fáar vikur.“ „Þið ferðist þá um og leitið uppi dansa?“ „Já. Ég hefi fengið með mér Mínervu Jónsdóttur, íþrótta- kennara, sem er sérstaklega lærð í að skrifa danslýsingar með alþjóðlegum merkjum, sem hægt er að lesa úr á svipaðan hátt og maður les nótur. Viðtöl eru tekin upp á segulbönd og danslýsingar í merkjum skráð- ar um leið og dansarnir eru dansaðir og þá skrifa ég líka langhendis lýsingar. Saman- burður á svo að tryggja að rétt sé skráð.“ „Hvar er það hélzt sem þið finnið dansa? Á elliheimilum og sveitabœjum?“ „Já, við leitum helzt til elztu borgaranna. Við vorum til dærr- is i Skaftafellssýslu í fyrra og svo höfum við verið í Húna- vatnssýslu, Eyjafirði, Eyrar- bakka, Hafnarfirði og víðar. Við éigum heilmargt eftir, erum rétt að byrja.“ „Svo það verður framtíðar- verkefni félagsins að halda þessu áfram?“ „Ég vona það. Hvort verður farið inn á eitthvað nýtt að auki, veit ég ekki, en ég gæti svo sem hugsað mér að fara inn á þá braut sem ég hafði ætlað mér 3—4 árum áður en Þjóð- dansafélagið var stofnað, að iðka hér þjóðlegan listdans.“ „Ef við snúum okkur aðeins aftur að búningunum: Er œtlun ykkar að gera þá almennari en þeir eru?“ „Viðleitni okkar hefur stefnt óbeint að því, en beint að því að fá hentugri búninga fyrir dansinn. Við ákváðum strax að reyna að fara algjörlega eftir fyrirmyndum og var þjóðminia- vörður og starfsmenn hans ákaflega hjálplegir í þeim efn- um. Búninganefndir hafa starf- að innan félagsins í mörg ár og svo er enn, og leyfi ég mér að fullyrða, að þar hefur unnizt mikið á. Lögð er áherzla á að nota ull í búninga í staðinn fyrir silki. Einnig er nú farið að vefa svuntur, prjóna skotthúf- ur og gera skó. Búningurinn er orðinn allur annar — allavega á dönsurunum og líklega gætir óbeinu áhrifanna þó nokkuð. Félagið á nú einnig mjög gott safn eriendra þjóðbúninga, sem yfirleitt eru unnir eftir fyrir- myndum og vandaðir mjög. Búningavörður félagsins, Ing- veldur Markúsdóttir, hefur unn- ið ómetanlegt starf á þessu sviði í nær 20 ár.“ „Hvernig hefur almenningur tekið starfseminni?" „Yfirleitt mjög vel. Fyrst i stað vorum við ef til vill litin nokkru hornauga, en það breyttist fljótt og margir ein- staklingar og opinberir aðilar sýndu félaginu mikinn áhuga strax frá upphafi." „Af hverju stafaði tortryggn- in?“ „Tja, ég veit eiginlega ekki. Einstaka vildu ekki sjá íslenzka dansa, en aðrir ömuðust við er- lendu dönsunum. Þetta voru raunar mjög eðlileg viðbrögð við nýstofnuðu félagi, en þetta hvarf ótrúlega fljótt.“ „Hvað er þér minnisstæðast frá 20 ára starfi félagsins?“ „Það er margs að minnast frá samskiptum við samstarfsfólk- ið, en af atburðum er það senni- lega fyrsta sýningin, sem við Framhald á bls. 48. 24. TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.