Vikan


Vikan - 17.06.1971, Qupperneq 39

Vikan - 17.06.1971, Qupperneq 39
— Við' áttum dýrlega helgi, en þér? lyfti höndinni og snerti enni May-Lin. — Þér eruð að verða þvöl við hársræturnar og það er ekki af hræðslunni einni. Stúlkan vék undan eins og hún hefði verið stungin af eitr- uðu skordýri. —- Bróðum breiðizt það út um allan líkamann, hélt Helen miskunnarlaust áfram. — Þér verðið köld og heit til skiptis. Það er reyndar leiðinlegt að svona ung stúlka skuli deyja. — Helen, hafið þér ekki gengið of langt? sagði Savant læknir. Hann stóð upp og kveikti i sígarettu. Grannar hendur. hans titruðu. — Hvernig þá? sagði Helen með undrunarsvip. — Trúið þér mér ekki? Þér farið bráð- um að finna til sjálfur. Þér hafið líka verið með í þessu samsæri gegn mér. — Yður skiátlast, svaraði læknirinn. — Ég er saklaus af því, en ég get ásakað sjálfan mig um að ég tók þetta ekki nógu alvarlega. —• Ég kom til yðar til að leita hjálpar, Savant læknir. En hvað gerðuð þér? Aðeins róandi orð og pillur. Ég treysti þér líka, Raoul. Ég treysti þér framar öllum öðrum. Áður en ég fór til Avignon gat ég ekki trúað því að þú hefðir kvænzt mér aðeins vegna peninganna. Ef þú hefðir nú lesið erfða- skrá föður míns. Raoul! Þar er greinilega tekið fram, að deyi ég barnlaus, þá fara allar eigur ' rhínár til vel-gerðarstofnana. Allt þetta brölt þitt hefir ver- ið til einskis. May-Lin fór að kjökra, þrýsti höndunum að maganum og reif í hvíta silkikjólinn. — Hættu þessu, öskraði Ra- oul. Hann stóð upp og hljöp kringum borðið. Hann greip uitj hálsinn á Helen og þrýsti að honum af alefii. — Hættu, annars kyrki ég þig, skepnan þín! Savant læknir sleit hann frá henni og sló hann, svo hann flaug eftir gólfinu. — Þegar ég fór til Avignon til að finna lausn gátunnar, vonaði ég að Raoul væri sak- laus. Að hann væri kannske fórnardýrið, sem var hundelt- ur. En svo komst ég að því að hann heitir ekki einu sinni Ra- oul, hann heitir Jean.... ó- þekkt eftirnafn, að hann hefði verið í Útlendingahersveitinni og átti að fara fyrir herrétt fyrir það að skjóta gísl. Og á heimleiðinni varð ég til að gefa kettling af súkkulaðiplötunni, sem lá í hanzkahólfinu á bíln- um mínum. Það varð því kött- urinn sem dó af eitrinu, sem var ætlað mér. Það var lyf, sem ætlað er taugasjúklingum og hefir róandi áhrif, ef það er notað í hæfilegum skömmt- um. Ef tekið er of mikið af því þá koma áhrifin fram sem siúkleg angist, uppköst og hita- sótt. Allt of stór skammtur er banvænn. Þetta lyf, sem eigin- lega er eitur, kemur frá heima- landi yðar, May-Lin og það er notað við geðlækningar. — Þú hefir stolið því frá mér! öskraði Savant læknir og hélt sér í borðbrúnina. Hnúar hans voru hvítir og andlitið ná- fölt af skelfingu. — Hvers- vegna gerðir þú þetta? Hvers- vegna, May-Lin? Og ég sem elskaði þig.... — Ég þurfti á þér að halda, sagði May-Lin. — Þú komst í tæka tíð. Það var allt og sumt. — Þú kúgaðir út úr mér fé og ég fyrirgaf þér. Þú beittir jafnvel fjárkúgun við sjúkl- inga mína og ég bjargaði þér frá því og fyrirgaf þér. É'g hefi logið þín vegna. Og þú hefír svarið að gera aldrei neitt slíkt framar. — Ég gerði það hans vegna .... gerði það fyrir Raoul, kjökraði May-Lin. Hún beygði sig saman af kvölum. Helen sá í einum svip hvern- ig ást Savant læknis dó út, hvernig sú ást breyttizt í hat- ur og sjálfsfyrirlitningu. May-Lin . stóð upp. Hún var völt á fótunum, en samt staul- aðizt hún til Raouls og tók höf- uð hans í kjöltu sér. — Raoul, sagði hún lágt. — Heyrirðu til mín, Raoul? Þetta er ég. Þetta er hún May-Lin þín. . —• Jæja, hvernig lízt yður á þetta sjónarspil, læknir? spurði Helen háðslega. En hann kom ekki upp nokkru orði, þrýsti höndunum að maganum, eins og til að lina kvalirnar. Svipur hans var dauflegur og hann leit bænar- augum á Helen. — Ætlið þér að drepa þrjár manneskjur? spurði hann. — Þér vitið sjálfur að það er ekki til móteitur við þessu efni. Þér hafið sjálfur notað þetta lyf handa sjúklingum yð- ar. — Ég hefi alltaf reynt að höfða til skynsemi yðar, Hel- en, sagði Savant læknir með hljómlausri rödd. — May-Lin var búin að lofa því að hætta við Raoul. Flugmiðarnir liggja á skrifborðinu mínu. . . . Það hefði allt getað komizt í lag. Ég beið aðeins eftir því að þér kæmuð heim aftur, til að fá sannanir fyrir því að Raoul Bertram væri Jean Mallot, sem franska leyniþjónustan hefir verið að leita að i fleiri ár. Ég vildi láta réttlætið koma í ljós. Ég hefi aldrei ætlað að mis- nota traust yðar, Helen .. — En þér vilduð hlífa May- Lin, þótt hún stæði á bak við þetta allt. Hún er sú seka. Savant læknir svaraði ekki, sneri sér aðeins undan. — Ég vil ekki deyja, kjökr- aði May-Lin. En Helen hló. að var dauðaangistin í svip hinna þriggja, sem kom Helen til sjálfrar sín. Hún sat við borðið, sem hún hafði skreytt svo fagurlega til mið- degisverðar. Til dauðamáltið- arinnar. Raoul lá á gólfinu. Hann engdizt sundur og saman af kvölum. May-Lin kveinaði eins og sært dýr. Savant læknir var eiginlega orðinn glaseygður. Og skyndi- lega varð Helen dauðþreytt, til- finningalaus. Hún fann ekki til sigurgleði og ekki neinnar ánægju. Hún hugsaði um litla veitingahúsið við rætur Jura- fjallanna, þar sem hún hafði skipulagt áform sitt. Hún hugs- aði til unga efnafræðingsins, sem hafði efnagreint súkku- laðið. —- Viljið þér fá eitur, sem raunverulega er ekki eit- ur? spurði' hann. — Einmitt,' sagði hún og sagði honum alla söguna. Um Síamskettina, Rómeó og Júlíu, um eiturglasið í baðherbergis- skápnum, óhugnanlega fótatak- ið, málmrammann, sem datt niður. . . . allar tilraunirnar til að gera hana vitskerta eða til að hrekja hana út í sjálfsmorð. Og auðvitað sagði hún hönum, siðast en ekki sízt, frá kettl- ingnum, sem dó af eitraða súkkulaðinu, sem henni var ætlað. Þessvegna vildi hún fá hefnd fyrir allt sem hún hafði orðið að þola. Nú hafði hún fengið hefnd, en hún gat alls ekki notið þess. — Hann jafnar sig, heyrði hún að Savant læknir sagði og rödd hans var alveg eðlileg. — Maðurinn yðar er að jafna sig. Og ég. . . . mér líður mikið bet- ur. Kvalirnar eru horfnar. . . . Helen leit á Raoul, sem var að setjast upp. Hann andaði nú rólega, eins og hann væri að vakna. — Auðvitað, sagði hún kuldalega. — Ég er ekki morð- ingi. Ég ætlaði aðeins að gera ykkur hrædd, láta ykkur finna hvernig það væri að vera hrædd við morð. En nú getið þið farið. Farið fyrir fullt og allt. Eftir fimm mínútur verð- ur þetta hús mannlaust! Hún stóð upp og fór upp í svefnherbergið sitt. Kveikti ekki ljós, en fleygði sér ofan á rúmið, dauðþreytt. Hversvegna fór þetta svona? Nú myndi hún aldrei framar treysta nokkrum manni. Aldr- ei! Hún grúfði andlitið ofan í sængina og grét. TD aoul! hrópaði May-Lin og hjálpaði honum til að standa upp. Raoul, þetta var ekki banvænt eitur. Við deyj- um ekki. Við getum farið héð- an. Þetta var. . . . var aðeins gróft spaug. Raoul strauk hendinni um ennið, ýtti May-Lin til hliðar og gekk til dyranna, án þess að líta á Savant lækni. Stúlk- an hlióp á eftir honum og greip í hann. — Nú verður allt gott aftur, Raoul. Við eigum eftir að vera ánægð saman. Pening- arnir eru aukaatriði. . . . segðu að þú sért ánægður, Raoul. Segðu að þú elskir mig. . . . En Raoul sleit sig af henni. — Láttu mig i friði, sagði hann æstur. — Farðu aftur til lækn- isins þíns og láttu hann sjá fyrir þér. Hann hljóp út úr húsinu og að bílnum sínum. Hatrið skein úr hinum möndlulaga augum stúlkunnar. — Það hentar þér ágætlega, hvæsti hún, — fleygja mér frá þér eins og rusli. En þú skalt sjá eftir því, vinur minn. Hún þaut út um dyrnar og sá að Raoul stóð við bílinn, hljóp í kringum hann og smeygði sér inn í framsætið. Raoul hikaði andartak, áður en hann fór inn í bílinn. Svo yppti hann öxlum og opnaði 24. TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.