Vikan


Vikan - 17.06.1971, Qupperneq 40

Vikan - 17.06.1971, Qupperneq 40
— Hafðu gát á honum, hann er viss með að finna einhver ráð til að losna við að baða sig! hurðina, tók af stað með ofsa- legum hávaða og bíllinn þaut áfram niður eftir heimkeyrsl- unni. Savant læknir var þá kom- inn út á tröppurnar og horfði á eftir bílnum. Það fyrsta sem honum datt í hug, var að hann yrði að aka á eftir þeim. Hann vissi ,að það gat verið hættu- legt að láta May-Lin vera eina með Raoul. En þegar hann var kominn upp í sinn eigin bíl, hugsaði hann sig um. C avant læknir fór alltaf vel með vín, en þetta kvöld tæmdi hann hálfa flösku af koníaki. En samt var hann alveg alls- gáður. Hann sat við skrifborð- ið sitt og leit á hárnálarnar tvær með jadehausunum, hár- nálarnar, sem May-Lin var vön að hafa í hárinu. Hann hugs- aði til þess þegar hann kynnt- izt henni fyrst. Hún var eins og lítið, ísmeygilegt dýr, svo full af viðkvæmni og ást. Hún hafði sagt að hún elskaði hann, að hann væri hennar fyrsta og eina ást. En þegar hann stakk upp á þvi að þau giftu sig, var eins oe hún stirðnaði I örmum hans. Svörtu augun urðu sviplaus. — Ég vil ekki að þú verðir ó- haminejusamur, hvíslaði hún einfaldlega og hann skildi ekki hvað hún átti við. Hann tók þetta sem kenjar, eða einhverja hjátrú fráheima- landi hennar. En nokkru síð- ar varð hann var við að hún stal af honum peningum. Hann lét sem hann vissi það ekki, talaði ekki einu sinni um það við hana. Hún var honum svo mikils virði, hann gat ekki hugsafr til að missa hana. Ekki heldur þegar hann komst að því að hún hélt fram- hjá honum með Raoul. —Hann er bara gamall vinur minn, sagði hún skælandi, þegarhann krafðizt skýringar. — Ég elska hann ekki lengur, það var að- eins þetta eina skipti.... Þú verður að trúa mér.... Hann trúði henni, vegna þess að hann vildi trúa. En þá kom Helen inn í líf hans. Reyndar sem sjúklingur. Ung, í^reind og fögur. Kona, sem hann hefði kosið sér, áður en May-Lin kom til skjalanna. Savant vildi hjálpa henni, — hjálpa henni til að lyfta hul- unni sem var að kæfa hana, en hann vildi samt halda May- Lin. Þvílíkur asni hafði hann verið! Hann lyfti glasinu upp að munninum og tæmdi það. En brennivínið færði honum ekki þá gleymsku, sem hann þráði. Síminn hringdi og hann tók hann strax. Það var May-Lin. — Komdu! sagði hún með ein- kennilega veikri rödd. — Þú verður að koma strax! Savant ók yfir krossgötu á^ rauðu ljósi. Einu sinni- spól- uðu afturhjólin á regnvotum veginum, en hann gat rétt bíl- inn við á síðustu stundu. Hann skildi bílinn eftir við stanzskilti og bljóp yfir göt- una og inn í húsið þar sem May-Lin bjó. Hann hafði enn- þá lykilinn að íbúð hennar og tók hann upp úr vasanum, meðan hann hljóp yfir götuna. Önnur hæð. Það var rifa á dyrunum og hann ætlaði að ýta upp hurðinni, en það var eitthvað fyrir að inr.an. Hann þrýsti sér gegnum rif- una. Það fyrctp. sem hann sá voru fæturnir á May-Lin. Gullin- brúnir, grannir og fagurlega formaðir. Hún var í síðum slopp, sem var eins svartur og hárið á henni. Hún lá á gólf- inu, rétt innan við dyrnar Annar handleggurinn var út- réttur og í fingrunum hélt hún fast í nokkra þræði úr rauðri gólfábreiðunni. -— May-Lin? Savant læknir kraup við hlið hennar og sneri henni varlega á bakið. Það var eins og hann væri hræddur við að vekja sofandi barn. Hún var ennþá á lífi. Aug- un voru galopin, eins og í undr- un yfir sársaukanum. — Þú verður að hjálpa mér .. Röddin var svo dauf að hún heyrðist varla. Nokkrir blóðdropar seitluðu út um munnvikin og lituðu varir hennar rauðar. Hann lyfti ann- arri höndinni og losaði slopp- inn frá brjóstinu. Skotsárið var dökkt af storknuðu blóði. — Raoul elskaði mig ekki, sagði hún af veikum mætti. — Hann hefir aldrei elskað nokk- urn ar.nai- en sjálfan sig. Hann fór frá mÓT og ég sé hann aldrei aftur Aldrei.... Augu hennar voru full af tárum. — Hjálpaðu mér, sagði hún í biðjandi róm. — Mér er svo hræðilega kalt. ... hjálp- aðu mér. .. . Hún rétti fram höndina og læsti fingrunum í jakkaermi hans. — Þú mátt ekki fara frá mér. . .. þú verður að iofa því að láta mig aldrei vera eina framar. — Nei, May-Lin, ég skal ekki fara frá þér. — Er ég að deyja? Dey ég núna. Hann strauk yfir rakt ná- fölt enni hennar. Hann gat ekki logið að henni. — Mig langar svo til að lifa, sagði hún lágt. — Mig langar i'VO til að lifa, endurtók hún, en hún þekkti hann ekki leng- ur.... X_J elen sat hreyfingalaus á rúmstokknum. Hún hafði ekki kveikt ljós í svefnherberg- inu og var farin að venjast myrkrinu. Hún heyrði rödd Savants læknis. — Helen, May-Lin er dáin. Raoul skaut hana. Helen, heyrirðu til mín.... svaraðu, Helen! É'e er lifandi, hugsaði hún. Ég lifi, en hann ætlar að drepa mig líka, ég veit það. — Helen! hrópaði Savant læknir. Hún heyrði örvæntinguna í rödd hans. Hversvegna var hann ör- væntingarfullur? Skildi þetta enda með því að hún yrði geðveik? Það skipti svo sem ekki svo miklu máli nú. — Helen, ég verð að tala við þig! Vertu nú góð, Helen! Röddin var nú orðin róleg. Ég er hræddur um að Raoul komi aftur. Við verðum að gera eitt- hvað. Helen stóð upp og opnaði dyrnar. Savant læknir kom inn. Hann var náfölur, en leit út fyrir að vera rólegur. — Við skulum koma inn í bókaherbergið, sagði Helen. Hann fylgdi henni án þess að segja nokkurt orð. — Viljið þér eitthvað að drekka? spurði hún. — Nei, takk. Hann settizt í annan skinnstólinn. — Er yður sama þótt ég réyki? Hún sá nú að hann var rauðeygður og föl- ur. — Raoul hefir þá myrt ást- mey sína? sagði Helen. — Já. Og ég er hræddur um að hann sé á leið til yðar. Þess- vegna flýtti ég mér hingað. — Hann kom hingað, sagði Helen með hljómlausri rödd. Savant læknir starði undr- andi á hana. — Hefir hann komið hingað? Og hva. .. . — Hann gerði mér ekkert mein. Ég hefði getað hringt til lögreglunnar, en það var til- gangslaust. — Hvert fór hann? spurði Savant. — Ég veit það ekki. Hann hefir líklega verið búinn að sjá sér fyrir felustað. Kannske í Avignon eða París, eða ... Hávær simahringing tók fram í fyrir henni. Hún leit snöggt til Savants, áður en hún gekk að skrifborðinu. — Já, Bertram, sagði hún í símann og hlustaði svo á það sem sagt var. Savant læknir sá að hún stirðnaði. Þetta hlutu að vera slæmar fréttir. Þegar hún lagði frá sér sím- ann var hún náföl, en rödd- in var róleg, þegar hún sagði: — Raoul er dáinn, sagði hún. — Hann ók út af veginum á hraðbrautinni og dó samstund- is. Svo sortnaði henni fyrir aug- um og hún gat hvorki séð né fundið til. 0 T sblóm. Allsstaðar voru blóm, * en þau voru öll úr ís. Hún reis upp af jörðinni, sem öll var þakin bláum, rauðum og gulum blómum En þau voru öll svo köld. Hún reyndi að tína þau op þá fann hún að þetta voru glerblóm. Bráðið gler, sem faðir hennar form- aði í allskonar dýrahöfuð, kattahausa, slönguhausa, krók- ódílagin. Kettir, hugsaði hún .... Rómeó og Júlia, Grisetta,' dauðir kettir . . Hún beit í rautt, logandi gler og brenndi sig í munninn. .. . Þú verður kvalin í þínum eiein auðævum. Þarna var Ra- oul og andlitið á honum var úr gleri, augun voru svo köld .... hún vildi bara lifa. Hún óð í gegnum haug af muldu,' glóandi gleri. — Raoul! kallaði hún, — Ra- oul, hvar ertu? en hún heyrði aðeins sína eigin rödd. Hún vaknaði, reyndi að sjá eitthvað skýrt, en það var þoka 40 VIKAN 24. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.