Vikan


Vikan - 17.06.1971, Page 41

Vikan - 17.06.1971, Page 41
fyrir augum hennar. ... en svo varð allt skýrara, hún sá eitt- hvað hvítt, allt hvítt. Þá varð henni ljóst að hún lá á sjúkra- stofu. Grannleitur, alvarlegur mað- ur beygði sig yfir hana. Augu hans voru blá og alvarleg. Þurr, hlý . hönd snerti arm henn- ar. — Þekkið þér mig aftur, frú Bertram? É'g er Herwig lækn- ir. Herwig læknir? Hún hafði aldrei heyrt hans getið. Það var hún viss um. — Nei, ég þekki yður ekki, sagði hún og var undrandi yf- ir því að rödd hennar var eðli- leg. Ungi, alvarlegi maðurinn brosti. —• Það er ekkert skrít- ið, þér hafið verið mikið veik. — Hve lengi hefi ég verið hérna? — í tvo daga. Þér fenguð taugaáfall. En nú líður yður betur, er það ekki? - Ég er þyrst, sagði Helen. — Og svöng. Herwig læknir hló glaðlega. — Það er góðs viti. Ég skal sjá u.m að þér fáið eitthvað að borða og drekka. — Hvernig kom ég hingað? spurði hún. — Með Savant lækni, sagði hann. — Og hann bað mig að fá yður þetta bréf. Lesið það, þegar þér eruð upplögð til þess. Svo fór hann. Helen sneri 'andlitinu að veggnum og lokaði augunum. Á ég aldrei að losna við for- tiðina? Ég vil ekki hugsa um Savant lækni. ■ En svo gat hún ekki látið það vera og hún vildi það ekki heldur. Hún reif upp bréfið og las: ,,Ég get ekkert annað gert en að biðia yður fyrirgefningar", stóð í bréfinu. ,.Ég hefi hvorki rétt eða hugrekki til að hafa samband við yður. Ekki enn- bá. En ég óska yður alls hins bezta. Helen, og ég vona að við eigum eftir að kynnast bet- ur. Yðar Robert-Savant“. Helen las bréfið mörgum sinnum næstu tvo dagana og þótt henni þætti það sjálfri nokkuð^ undarlegt, færðu þess- ar fáu línur henni einhvern ó- skiljanlegan frið. Savant hafði gert ýmislegt, sem hann hefði átt að ista ógert, það vissi hún vel. Bæði sem maður og lækn- ir En hún var ekki alveg sak- laus sjálf. tm&iNNi Á nýja íbúð: 2 umferðir HORPUSIIKI UNDIRMÁLNING 1 umferð HðRPUSILKI og þér fáið ekki ódýrari málningu! Hörpusilki Herðir á ganga og barnaherbergi HflRPU FESTIR úti Þau höfðu bæði látið blekkj- ast af ástríðum, ástríðum, sem hún vildi helzt gleyma . . Og þegar hún hefði gleymt, gæti hún kannske... . kannske... . gætu þau kannske.... Kannske... . SÖGULOK. í ÞJONUSTU LfFSINS Framhaud af bls. 11. handleggi hans og fótleggi. Hundurinn hefði örugglega gengið að drengnum dauðum, ef ekki hefði komið hugrakkur múrari, sem drap hundinn með því að slá hann i hausinn með , járnstöng. — Bjargið barninu mínu, sagði konan grátandi. Pasteur var hugsandi, þegar hann virti drenginn fyrir sér. Hann var á sama aldri og hann sjálfur, þegar hann varð ásjá- andi hinum hræðilegu átökum milli manns og dýrs í barn- æsku . . . Læknirinn í þorpinu hafði brennt sár Josephs litla Meis- ters með karbolsýru. Hann hristi höfuðið og sagði að ekki væri sá læknir til í öllum heim- inum, sem gæti bjargað litla drengnum. — En, bætti hann svo við, — í París er heimsfrægur maður, efnafræðingur og líf- fræðingur, sem er betri en nokkur læknir . . . Ef til vill getur hann hjálpað ef þið flýt- ið ykkur til hans. Hann er frumkvöðull sýklafræðinnar. — Góða frú, sagði þessi barnelski prófessor, sem sjálf- ur hafði misst tvö af börnum sínum. — Ég hef aðeins notað þessa aðferð mína til að lækna dýrk ég hef aldrei reynt hana á mönnum, enda eru ekki nema fimm ár gíðan ég hóf rannsóknir mínar. Konan grátbað hann um að bjarga barninu sínu, sem var einkabarn. — Gerið það sem þér getið, annars devr hann. Fyrir frú Meister var Paste- ur vfirnáttúrleg vera. Þorps- læknirinn hafði sagt henni hvernig hann læknaði miltis- brand í skepnum svo ekki sé talað um allt annað sem hann hafði afrekað. Hvað átti Pasteur að gera? Hann talaði við nánustu sam- starfsmenn sína tvo, sem báð- ir voru læknar. Þeim fannst að hann ætti að hætta á að spraíuta drenginn, því að ef ekkert yrði aðhafzt myndi drengurinn deyja. Um kvöldið 6. júlí 1885 var í fyrsta sinn sprautað magn- litlum hundaæðissýklum inn i mannlega veru. Pasteur var þá sextíu og þriggja ára og hönd hans titraði af hugaræsingi, þegar hann stakk nálinni und- ir húð drengsins, rétt fyrir neð- an rifbeinin. Verkaði þetta bóluefni á manneskjur? spurði hann sjálf- an sig. Hann vissi að ósýnileg veira orsakaði hundaæðið og að smitberinn var í miðtauga- kerfinu. Fjölskylda hans og samstarfsmenn höfðu komið í veg fyrir að hann reyndi bólu- efnið á sjálfum sér, komu hon- um í skilning um að líf hans væri of dýrmætt mannkyninu. Upplausnin, sem hann spraut- 24. TBL. VIKAN 41

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.