Vikan


Vikan - 17.06.1971, Síða 42

Vikan - 17.06.1971, Síða 42
— ... síðu forvöð frú, á morgun kemst ég á eftrilaun og þá œtla ég að skirfa endurminningar mínar! aði í Jóseph litla, var mjög veik, sýkillinn hafði verið þurrkaður í fjórtán daga. Þessi upplausn var árangur af mjög flóknu vísindastarfi. Öll fúka- lyf, serum og bóluefni nútíma læknavísinda eru byggð á þeim landvinningum, sem Pasteur náði í sinni tíð. Pasteur leið illa, hann sá alls konar ofsjónir, sá Joseph litla engjast sundur og saman af kvölum og þorsta. — Hef ég hætt á þetta of snemma? spurði hann sjálfan sgi. Hann gat ekki sofið og stundum lagði hann frá sér hníf og gaffal og gat ekki k'omið niður nokkrum matar- bita, og það kom ekki að nokkru haldi þótt konan hans reyndi að róa hann. Hann var ýmist í náttmyrkri óttans eða í sólskinsbirtu vonarinnar. Að lokum fékk hann háan sótt- hita. SIGUR VfSINDANNA Að lokum kom að því að Joseph litli fékk síðustu spraut- una, þá -fjórtándu. Seinni sprautan var ávallt sterkari þeirri fyrri og um leið voru sprautaðar tilraunakanínur, til að fylgjast betur með. Drengurinn hafði verið mjög hress allan tímann, lék sér oft við tilraunadýrin í vinnustofu Pasteurs. Samstarfsmenn hans höfðu áhyggjur af heilsu hans og fengu hann til að yfirgefa borgina, sér til hressingar. Kraftar Pasteurs voru nú m.íög á þrotum. Hann hafði raunar aldrei náð fullri heilsu eftir að hann fékk aðkenningu af slagi, þegar hann var fjöru- tíu og fimm ára. Pasteur tók loforð af Joseph litla að láta sig vita um líðan sína, eftir að hann fór heim með móður sinni. Joseph varð alheill, en það var ekki fyrr en mörgum mánuðum siðar að Pasteur þorði að trúa því. Þessi stórkostlegu tíðindi spurðust nú um allt Frakkland, einn mesti sigur læknisfræð- innar. Og Pasteur var alls ekki læknir. Þetta var fyrsti sigurinn. Annar sjúklingur Pasteurs var fimmtán ára gamall fjárhirðir, sem hafði á hetjulegan hátt bjargað sex smábörnum und- an óðum hundi, með keyri eitt að vopni. Hann gat haldið hundinum i skefjum meðan verið var að koma börnunum undan, en hundurinn náði þvi að bíta hann í handlegginn, áður en hann gat bundið kjaft hans saman með svipuólinni og rotað hann með tréskónum sínum. Pilturinn hét Jean- ■ Baptiste Juotille og honum batnaði líka. Það undárlega skeði, mörgum árum síðar (árið 1940), var* að þessi sami maður lét lífið vegna Paste- urs. Hann hafði þá um árarað- ir verið dyravörður við Paste- urstofnunina í París, þegar liðsforingjar úr fýzka setulið- inu heimtuðu af honum að hann léti opna grafhýsi Paste- urs. — Aldrei! hrópaði Jean- Baptiste, en foringjarnir hrintu honum til hliðar. Hann gekk þá til hliðar og stakk sig með rýting í brjóstið, gat ekki lif- að þessa smán, sem framin hafði verið bæði gegn Paste- ur og helgi dauðans. VONBRIGÐIN Eftir að Joseph og Jean- Baptiste höfðu fengið bata tók fólk, sem hafði verið bitið af hundum, að streyma til París. Og sömuleiðis vísindamenn, sem voru jafn fjölmennir. Til- raunir Pasteurs voru nú orðn- ar kunnar og sannarlega at- hyglisverðar. Hann læknaði þá sem bitnir höfðu verið, bjarg- aði þeim frá hryllilegum dauða. En svo kom 9. nóvember. Snemma um morgunin komu sorgbitnir foreldrar með litla - telpu, sem óður hundur hafði ráðizt á. Það var hræðilegt að siá hvernig barnið var útleik- ið. Telpan hét Louise Pelleti- er og var tíu ára. Skelfingu lostinn virti Pas- teur fyrir sér hið hræðilega útleikna barn, sem hafði verið bitið fyrir þrjátíu og sjö dög- um; eitt af bitunum hafði næstum drepið hana. — Góði Guð! hrópaði Paste- ur og augu hans urðu dökk af ótta. — Æðið getur gripið hana hvenær sem er, það er alltof seint og bólusetja hana, það er ekki nokkur von til að bjarga henni. í nafni vísindanna ætti ég ekki að reyna það, það myndi skaða álit mitt og sam- herja minna, ef það misheppn- ast. Foreldrarnir grátbændu hann að gera tilraun, en þetta var fyrirfram dæmt til að mis- heppnast. En fyrstu dagana virtist allt vera í lagi. En svo snerist það við, fyrstu einkenni hundaæð- is voru greinileg. Louise litla fékk æðiskast og vildi ekki einu sinni reyna að drekka. Hún fékk krampaflog í hvert sinn sem það var reynt. Hún fékk samt sprautur annan- hvorn klukkutíma, til að lina þjáningar og einu sinni, þegar bráði af henni, rétti hún hend- urnar í áttina til Pasteurs og kveinaði: — Vertu hjá mér! Hann hélt í kaldsveitta hönd barnsins, þegar það gaf upp öndina og hann gekk grátandi í burtu. Mörgúm árum síðar sagði faðir Louise: — Ég veit eng- an, sem hefði gert þetta, að fórna margra ára erfiði og heimsfrægð, með því að ganga bsint að því, sem hann viSsi að var vonlaust. SKOTTULÆKNAR OG MORÐINGJAR Óvinir Pasteurs hrósuðu sigri. Þetta var vítavert! Mót- stöðumenn hans höfðu lengi beðið eftir slíku tækifæri til að ráðast á hann. Þeir svifust einskis, heldur skáru upp herör til að rakka hann nið- ur og fá almenning á móti honum. — Skottulæknar og morð- ingjar var aðalslagorðið. Bólusetning gegn hundaæði var sögð tilgangslaus. Það var sagt að litla stúlkan hefði lif- að, ef ekki hefðu komið til sprautur Pasteurs. Mótspyrnan gegn Pasteur, blönduð öfund og mannvonzku varð nú að hreinu æði, enda þurfti lítil til að auka hug- myndaflug almennings viðvíkj- andi þessum sjúkdómi, sem var svo goðsagnakenndur og dularfullur í augum fólksins. Almenningur fór nú að ef- ast um lækningamátt bólusetn- inganna. Ung kona í Ungverja- landi, sem hafði orðið fyrir hundsbiti, sagðist hafa hikað í sex daga, vegna þess að hún var búin að missa trúna á bólusetninguna, en hún fékk nú samt bata. Sömuleiðis fjögur amerísk börn, sem voru komin um borð í skip, þegar Louise litla dó. Meðan þau voru á leið yf- ir Atlantshafið var skrifað í blöðin að foreldrar þessara barna hefðu getað sparað sér kostnaðinn við förina. En smám saman rénaði þessi hatursbylgja. Fólk alls staðar að úr Evrópu þusti til Frakk- lands. Margt af þessu fólki var algerlega snautt, en mannvin- urinn Pasteur sá því jafnvel fyrir fæði og húsnæði, meðan það dvaldi í París. Öll litlu hótelin í nágrenni við rann- sóknastofu Pasteurs voru allt- af yfirfull af fólki sem kom til lækninga. Fimmtán mánuðurn eftir að fyrstu sprautunni var stungið í Joseph litla Meisters höfðu 2490 rrianns fengið meðhöndl- un og flestir bata. Aðeins tíu, sem komu of seint, létu lífið. Svo komu nítján sjúkir bændur frá Smolensk í Rúss- landi. Þeir höfðu verið bitnir af óðum úlfum nítján dögum aður. Fimm voru svo hörmu- lega útleiknir að þeir gátu ekki stigið í fæturna, og varð því að setja þá á sjúkrahús. Þegar þeir komu sögðu þeir: „Paste- ur! Pasteur!" Það var það eina sem þeir gátu sagt á frönsku. Nú gengu Parísarbúar alveg af göflunum, enda eru þeir sérfræðingar í því. í þetta sinn gengu þeir af göflunum út af Rússunum, sem allir hlytu að deyja, bví að svo langt var um- liðið frá því þeir voru bitnir. Pasteur og félagar hans tóku nú til við bólusetninguna og vegna þess hve tíminn var naumur, settu þeir í sjúkling- ana tvær sprautur á dag. Nú var Pasteur sungið lof um allan heim, því svo gæfu- lega hafði til tekizt að lífi allra Rússanna, að þrem undantekn- um var bjargað. í þakkarskyni sendi Rússa- keisari Pasteur sankti Önnu krossinn, alsettan demöntum og að auki 100 þúsund franka, til að hægt væri að hefja bygg- ingu tilraunastöðvar. Það er nú Pasteurstofnunin. Tilrauna- stöðin var reist, en nú var lok- ið störfum Pasteurs, það var eins og hann þyldi ekki sigur- inn, boginn brast. 28. september fékk hann hægt andlát, þá sjötíu og þriggja ára gamall. Daginn áður en hann lokaði augunum í síðasta sinn, sagði hann: — Ó, hve ég á mikið ógert! * 42 VIKAN 24. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.