Vikan


Vikan - 17.06.1971, Síða 43

Vikan - 17.06.1971, Síða 43
GENERAL ELECTRIC RAFMAGNSVEKJARAKLUKKIIR Hún vekur yður rólega af blíðum blundi með þægilegri hringingu — og þér getið dottað aftur í 10 mínútur ■—■ en þá hringir hún — og enn getið þér blundað örlitla stund, — en eftir það gefur hún engan grið — hún hringir og hringir þar til þér glaðvaknið. Frábær vekjaraklukka fyrir hina morgunsvæfu, — og svo er hún falleg og fyrir- ferðarlítil — og þér getið valið úr mörgum gerðum — já og verðið — það er einmitt við yðar hæfi. ÚTSÖLUSXAÐIR: Heimilistæki sf., Hafnarstr. 3 Lampinn, Laugavegi 87 KRON, Laugavegi 18A Rafiðjan hf., Vesturgötu 10 Fönix sf., Suðurgötu 10 Rafröst sf., Ingólfsstræti 8 Rafbúð, Domus Medica Ljós hf., Laugavegi 20 Raftorg hf., Kirkjustræti Dráttarvélar hf., Hafnarstr. 2 Raftækjaverksmiðjan hf., Oðinsgötu 7 Raforka hf., Austurstræti 8 Kaupfélag Arnesinga, Selfossi Stebbabúð, Hafnarfirði Raforka, Akureyri ELE€TBI€ hf. Haraldur Eiríksson, Vestmannaeyjum KEA, Akureyri Grímur og Arni, Húsavík Valfell, Akranesi Stapafell, Keflavík Haraldur Böðvarsson & co., Akranesi TÚNGÖTU 6 SÍMI 15355 GENERAL ELECTRIC EIGINKONA OFURSTANS Framhald af bls. 17. an af að hitta fólkið? Hertoga- ynjan er hrifin af rithöfund- um og listamönnum. Henry Dashwood, gagnrýnandinn, sem þú kannast við, kemur og hann vildi hitta mig einhverra hluta vegna. — Það var fallega gert af þér að neita, Evie. — Það var nú það minnsta, sem ég gat gert, sagði hún brosandi. — George, bætti hún svo hikandi við, — Útgefend- urnir ætla að bjóða mér til kvöldverðar síðast í mánuðin- um og þeir vilja, að þú komir líka. — Það á nú ekkert alltof vel við mig. Eg skal fylgja þér til London, en ég held að ég snæði kvöldverð með einhverjum öðrum. Daphne! — Ég veit, að þér mun leið- ast það, en þeir leggja ríka áherzlu á þetta. Og daginn eftir ætlar bandaríski útgef- andinn, sem keypti bókina mína að halda hanastélsboð á Claridges. Ég vildi gjarnan að þú kæmir með mér þangað. — Þetta virðist ekki au- fúsulegt, en ég kem vitanlega, ef þú óskar þess. —• Það var fallega boðið. George Peregrine átti erfitt með að finna það góða við hanastélsboð. Það var svo krökkt af fólki þar. Sumar voru ekki svo ljótar, já, jafn- vel glæsilegar, en karlmenn- irnir voru hroðalegir. Hann var kynntur fyrir öllum sem Peregrine ofursti, eiginmaður E. K. Hamilton, eins og þið vitið. Karlmennirnir vildu ekkert við hann tala, en kon- urnar létu hann ekki í friði. — En, hvað þér hljótið að vera ofsalega hreykinn af konunni yðar! Er þetta ekki dásamlegt? Ég las bókina frá upphafi til enda og gat bara ekki hætt og loksins byrjaði ég aftur á upphafinu og las hana einu sinni enn. Hún er blátt áfram töfrandi. Enski útgefandinn sagði: — Ljóðabók hefur ekki ver- ið tekíð svo vel í tuttugu ár. Sg hef aldrei séð aðra eins gagnrýni. Bandaríski útgefandinn sagði: — Glæsileg bók! Hún slær öll met í Ameríku! Bíðið þér bara! Bandaríski útgefandinn gaf Evie stóran vönd af brönu- grösum. George fannst það með eindæmum heimskulegt. Allir gestirnir voru kynntir fyrir Evie og hann veitti því eftirtekt, að fólk sagði einhver fagurmæli við hana, en hún tók því öllu með fallegu brosi og vingjarnlegu þakklæti. Hún var eilítið rjóð af hrifningu, en annars var ekkert á henni að sjá. Þótt George fyndist þetta allt heimskulegt dáðist hann að því, að kona hans kom fram eins og henni bar. Það er þó hægt að sjá það, að hún er dama, hugsaði hann, og það er meira en hægt er að segja um hinar konurnar hérna. Hann drakk fáein hanastél. En eitt kom honum á óvart. Sumir, sem hann var kynntur fyrir horfðu svo einkennilega á hann. Hann skildi ekki ástæðuna, en einu sinni, þeg- ar hann gekk fram hjá tveim konum vfar engu líkara en þær hefðu verið að tala við hann. Hann var alveg viss um, að þær hefðu farið að flissa, þegar hann var farinn. Mikið var hann feginn, þegar boðinu lauk. egar Evie var farin í bæinn daginn eftir fór hann inn í klúbbinn sinn og á bókasafnið þar. Hann leitaði að síðustu 24. TBL. VIKAN 43

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.