Vikan


Vikan - 17.06.1971, Qupperneq 44

Vikan - 17.06.1971, Qupperneq 44
blöðunum af Times Literary Supplement, New Statesman og Specetator. Það tók hann ekki langa stund að finna gagnrýnina á bók Evie. Hann las þær ekki til hlítar, en þó nóg til að sjá, að þær voru all- ar vinsamlegar. Svo fór hann í bókaverzlunina á Piccadilly, þar sem hann keypti stundum bækur. Hann var ákveðinn í að lesa bannsetta bókina vand- lega, en hann vildi ekki spyrja hana, hvað hún hefði gert við eintakið, sem hann hafði feng- ið. Hann ætlaði að kaupa eitt eintak sjálfur. Um leið og hann gekk inn leit hann í gluggann og þá blasti við honum aug- lýsing á Though Pyramids Decay. En það nafn! Hann fór inn. Það kom ungur maður til móts við hann og spurði, hvers hann óskaði. — É'g ætla að fá að líta í kringum mig, sagði hann. Honum fannst fremur leiðin- legt að spyrja um bókina hennar Evie og hann ákvað að leita að henni sjálfur og láta sölumanninn fá hana. En hann fann hana hvergi og loks sagði hann kæruleysislega við unga manninn, sem alltaf var á hæl- unum á honum: — Eigið þið annars til bók, sem heitir Though Pyramids Decay? — Nýja útgáfan kom í morgun. Ég skal sækja eintak núna. Ungi maðurinn kom með bókina eftir andartak. Þetta var lítill, feitlaginn ungur maður með sítt, ógreitt, rautt hár og útstæð augu. Hinn há- vaxni, herðabreiði og her- mannslegi George Peregrine leit niður á hann. — Svo þetta er nýjasta út- gáfan? spurði hann. —• Já, sú fimmta. Hún selst eins og skáldsaga. George Peregrine hikaði andartak. — Hvað kemur til? Eg hef alltaf haldið, að fólk vildi ekki kaupa ljóðabækur. — En þessi bók er góð. Eg hef lesið hana sjálfur. Fólk er hrifið af söguþræðinum. Bók- in er mjög ástríðuþrungin, en sorgleg um leið. George hrukkaði ennið ei- lítið. Honum fannst ungi mað- urinn helzt til nærgöngull. Það hafði enginn minnzt á það við hann, um hvað bannsett bókin væri og hann hafði ekki séð það af skrifum gagnrýnend- anna. Ungi maðurinn hélt áfram máli sínu: — Ég held, að ástríðuofsinn hafi valdið innblæstrinum. Það lítur út fyrir, að hún sé að yrkja um reynslu sína. Hún skrifar aldrei aðra bók. Hann keypti kvöldblöðin og nokkur tímarit á járnbrautar- stöðinni. Þau Evie létu fara vel um sig í sitt hvoru horni klef- ans á fyrsta farrými og fóru að lesa. Þau fóru inn í veit- ingavagninn klukkan fimm og drukku te, meðan þau ræddu saman. Þau komust á áfanga- stað. Þau óku heim í sömu bifreið og venjulega. Þau fóru í bað, skiptu um föt fyrir kvöld- verðinn og seinna sagðisf Evie vera þreytt og ætla að leggja sig. Hann kyssti hana á ennið eins og hann var vanur. Svo fór hann fram í forstofuna, tók bókina hennar Evie úr jakkavasanum, settist inn í vinnustofuna og byrjaði að lesa. Hann átti ekki auðvelt með að lesa ljóð og hann átti erfitt með að skilja þau, þó að hann læsi þau frá orði til orðs. Hann byrjaði lesturinn aftur og las. Hann las með vaxandi andúð, en hann var óheimskur og hann vissi vel um hvað bókin var, þegar hann hafði lokið lestrinum. Þetta var sag- an um ástríðuþrungið ástar- samband miðaldra giftrar konu og ungs manns. George Pere- grine gat fundið réttu þættina eins og hann hefði verið að leysa jöfnu. Bókin var skrifuð í fyrstu persónu og fyrst var lýst eftir- væntingu konu, sem var orðin miðaldra, þegar hún kemst að því, að ungi maðurinn elskaði hana. Hún efaðist lengi um ást hans. Hún skelfdist, þegar hún komst að þvi, að hún elskaði hann af öllu hjarta. Hún reyndi að telja sér trú um, að þetta væri hlægilegt. Aldursmunur- inn var svo mikill, að það vlli þeim báðum óhamingju, ef þau létu undan löngunum sin- um. Hún reyndi að koma í veg fyrir, að hann orðaði hugsanir sínar, en dag nokkurn sagði hann henni, að hann elskaði hana og neyddi hana til að játa, að hún elskaði hann. Hann grátbað hana um að flýja með sér. Hún gat ekki yfirgefið maka sinn og heimili. Hvern- ig yrði líf þeirra saman? Hún var eldri kona, hann var ung- ur. Hvernig gat hún vonazt eftir því, að ást hans myndi vara ævilangt? Hún sárbændi hann. En ást hans til hennar var óstjórnleg. Hann girntist hana, hann þráði hana af öllu hjarta, og loks gafst hún hon- um, hrædd og titrandi og 44 VIKAN 24. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.