Vikan


Vikan - 17.06.1971, Page 45

Vikan - 17.06.1971, Page 45
—- Ef þér eruð alltaf með ríg í hálsinum væri ráð að breyta um skiptingu á hárinu! — Þú minnir mig á velhirt- an grafreit! — Binna, ef þú ætlar að lialda svona áfram, þá verð- um við að snúa okkur að f jölskylduáætlun! — Ef þú öfundar mig svona að þessum vistarverum, þá er auðvelt fyrir þig að losa herhergið! þrungin þrá. Á eftir kom tími fullur óstjórnlegri hamingju. Heimurinn, þessi hversdags- lega veröld ljómaði af ham- ingju þeirra. Ástarljóð runnu úr penna hennar. Konan tilbað karlmannlegan likama unga mannsins. George blóðroðnaði, þegar hún lýsti breiðri bringu hans, grönnu mitti, löngum leggjum og sléttum maga. Svakalegt, sagði Daphne. Kannski. Honum fannst það heldur ósmekklegt. Það voru líka viðkvæm smá- ljóð, þar sem hún kvartaði um tómleika lífs síns, þegar það, sem ekki yrði hjá komizt hlyti að gerast. Þegar hann yfirgæfi hana, en þeim lauk öllum með yfirlýsingu um það, að þrátt fyrir allar þjáningarnar væri það þess virði, slíkrar ham- ingju hefði hún notið hjá hon- um. Hún skrifaði um langar hamingjunætur, sem þau hefðu notið saman og hvernig þau hefðu sofnað örþreytt í faðm- lögum. Hún orti um þær ör- stuttu hamingjustundir, sem þau hefðu látið ástríðuna ráða lögum og lofum og ekkert hirt um varkárni. Hún áleit, að þetta yrðu að- eins fáeinar vikur, en krafta- verkið varð og samband þeirra hélt áfram. Eitt Ijóðanna nefndi að þrjú ár hefðu liðið, áður en ást þeirra sljóvgaðist hið minnsta. Hann reyndi greinilega að telja hana á að flýja með sér eitthvað langt á brott, því að hún bað hann um að hætta öllu slíku í einu ljóð- anna. Hamingja þeirra var ósegjanleg. Má vera, að ást þeirra hafi varðveitt sinn fyrsta ljóma og hrifningu vegna þess, hve erfitt var fyrir þau að hittast. Svo dó ungi mað- urinn skyndilega. George vissi ekki hvar né hvernig. Eftir það kom einlæg og mikil sorg, sorg, sem hún gat engum sagt og varð að leyna fyrir umheimin- um. Hún varð að vera kát, fara í veizlur og halda þær, vera eins og hún átti að sér, þótt lífsneistinn hefði slokknað í brjósti hennar og skelfingin ríkti þar ein. Síðasta ljóðið voru aðeins fjórar örstuttar línur þar sem skáldkonan lýsti viðkvæmnislega yfir uppgjöf sinni og ástríðnanna um leið og hún þakkaði fyrir myrkra- völdum þeim, sem stjórna mannslífum, þannig að hún fékk þó um skamma stund að njóta þeirrar mestu hamingju sem vesælir mannslíkamar geta nokkru sinni öðlazt. George Peregrine lagði ekki bókina frá sér fyrr en klukkan þrjú um nóttina. Honum fannst hann hafa heyrt raust Evie í hverri línu. Það lék enginn efi á því, að hún var að segja ævi- sögu sína og það lá einnig í augum uppi, að hún hafði átt elskhuga, og að elskhuginn var látinn. Hann var ekki beint reiður, skelfdur eða fylltur viðbjóði, þótt honum hefði brugðið heldur illilega. Það var bara jafnóhugsandi, að Evie hefði lent í ástarævintýri — og það þá svona ástríðu- þrungnu — eins og ef silung- urinn í glerhylkinu yfir skrif- borðinu hans, sem var sá stærsti, sem hann hafði nokkru sinni veitt, hefði veifað sporð- inum skyndilega. Nú skildi KLIPPIÐ HÉR Vinsamlegast sendið mér sniðið, sem ég krossa framan við, I því númeri, sem ég tilgreini. Greiðsla fylgir með f ávfsun/póstávísun/frfmerkjum (striklð yfir það sem ekki á við). ..... Nr. 12 (9445) Stærðin á að vera nr... ..... Nr. 13 (9435) Stærðin á að vera nr. . VIKan - Simpllcity ----------------------------------------------------KLIPPIÐ HÉR - Nafn Heimili 24. TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.