Vikan


Vikan - 18.05.1972, Page 4

Vikan - 18.05.1972, Page 4
 London dömudeild Pils og peysur Mikið úrval London dömudeild PÓSTURINN Uppsögn á þrettándakvöldi Elsku Póstur! Ég er afskaplega hrifin af strák sem er með annarri á föstu en á heima í næsta húsi (þetta er í sveit, það er tvíbýli). Hann hefur verið með mér eitt kvöld heima nýlega, en var þó með annarri á föstu. Ég held honum sé samt ekki alveg sama um mig. Ég var með honum fyrir jól og hann sagði mér upp á þrettándakvöldi. Ég elska hann og get ekki verið með öðrum strák (hef reynt það), hvað get ég gert? A ég að láta hann lönd og leið? Eða hvað? Þakka svo allt gott í Vikunni. Með fyrirfram þökk. Solla Ó. P.S. Hvað lestu úr skriftinni? — Hún er ekki góð. Bæ. Fyrst hann er nágranni þinn ætti þér ekki aS verða skotaskuld úr því að ganga úr skugga um, hvort hann ber nokkurn kær- leikshug til þín. En þaS er ólík- legt; annars hefSi hann varla valiS jafn fornfrægan hátíSisdag og þrettándann til aS segja þér upp. Vertu svo ekkert aS stritast viS aS vera meS öSrum strák- um, fyrst þig langar ekki til þess; eitthvaS annaS ættirSu nú að geta gert þér til gamans. Vertu þolinmóS og minnstu þess sem í vísunni stendur: Maður kemur manns í staS . . . ÞaS er mála sannast aS skriftin er ekki falleg, hún minnir helzt á kornakur eftir fellibyl. Von- andi eru skapsmunir þínir ekki á annarri eins ringulreiS og hún gæti bent til. Lykillinn Hér með ætla ég vinsamlegast að benda ykkur á að í fimmt- ánda tölublaði þessa árs byrjið þið að birta framhaldssögu und- ir nafninu „Lykillinn", þessa sömu sögu voruð þið með fyrir fáum árum, ef ég man rétt hét hún þá „Alice". Ég nenrti ekki að fletta upp f gömlum blöðum til að leita að henni, en það eru varla meira en þrjú ár síðan. Svona finnst mér engan veginn hægt að bjóða áskrifendum upp á bótalaust. Að vísu var þetta spennandi saga, en endaði með blóðugasta bardaga sem ég man eftir í blaðinu. Með þökk fyrir það sem vel er gert. I.M. ViS biðjumst afsökunar á þessu; hér var um leiðinleg mistök að ræSa. Lykilinn þýddum viS úr spánnýju, sænsku blaSi og gerS- um ráS fyrir aS hún væri alveg ný af nálinni. En ástæSan til þess aS okkur núverandi blaSa- mönnum sást yfir aS hér var um aS ræða sömu sögu og Alice er sú aS ekkert okkar hafði um hana fjallað áður. Blaða- maSur sá sem þýddi Alice er sem sé ekki lengur starfandi hér. Tom Jones Kæri Póstur! Ég hef skrifað þér áður, en ekki fengið svar. Nú langar mig svo að vita, hvort Tom Jones er gift- ur, og hvað hann er gamall. — Getur þú sagt mér það? Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Hanna. P.S. Hvernig er skriftin og hvað lestu úr henni? Tom Jones er um þrítugt, kvæntur og heitir kona hans Linda. Skriftin er ekki beint snotur og erfitt aS lesa nokkuS úr henni. Getur ekki fætt börn framvegis Kæri Póstur! Ég leita til þín eins og margir aðrir lesendur þínir, með vanda- mál mín, sem mér finnast bæði stór og mikil. Og bið ég þig því elsku bezti Póstur að draga ekki lengi að svara mér. Ég er tvítug sveitastúlka og leynilega trúlofuð tuttugu og fjögurra ára gömlum pilti, sem ég elska út af lífinu, og höfum við ákveðið að opinbera trúlof- un okkar [ júní í vor er hann kemur heim (en hann er í vinnu fyrir sunnan), og hef ég verið mjög hamingjusöm, þangað til fyrir nokkrum dögum, en þá veiktist ég og missti fóstrið, 4 VIKAN 20. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.