Vikan


Vikan - 18.05.1972, Síða 8

Vikan - 18.05.1972, Síða 8
LÍKAMINN LÆKNAR SIG SJÁLFUR MEÐ HJÁLP KÍNVERSKU NÁLANNA - Ég ætla að leitast við að létta hulunni af þessari eldgömlu lækningaaðferð, segir Erik Bergström, sem hefir opnað fyrstu lækninga- stofu fyrir austurlenzka læknislist í Svíþjóð. Sænskur blaðamaður fór á fund hans og segir hér frá þeirri heimsókn ... — Eitt verða allir sjúkling- ar mínir að hafa hugfast: ég get alls ekki gefið loforð um var- anlega bót. Og óskhyggjan gagnar ekki, hvorki mér né þeim sem leita til mín, til að fá prjónaaðgerð (akupunktur). En það er staðreynd að þessi gamla kínverska lækningaað- ferð hefir hjálpað ótrúlega mörgum manneskjum. En nú held ég að tími sé kominn til þess að lyfta þeirri leyndar- dómsfullu hulu, sem yfir þessu hefir hvílt og finna vísindaleg- ar skýringar með aðstoð raf- magnstækja. Erik Bergström er þreklegur maður, 45 ára, með stór horn- spangagleraugu. Hann stendur upp frá skrifborðinu og sezt í stól við hlið mér, tekur um slagæðina á öðrum úlnlið mín- um. Ég á, sem sagt, að ganga undir fyrstu prjónaaðgerð mína. En fyrst verður hann að „kortleggja“ mína „veiku“ punkta með slagæðaathugun. Jafnvœgi milli líkamshluta Svíinn Erik Bergström var áður búsettur í Glasgow og hafði þar „akupunkturstofu" og fyrir tveim árum fór hann að hugsa um að setja upp sams- konar lækningastofu í Svíþjóð. Nú eru þau áform hans orðin að veruleika. 15. janúar í ár opnuðu þau, Erik og Ruth kon- an hans, lækningastofu við Vasatorgið í Gautaborg. Hann skýrir svo hugmyndina sem liggur á bak við kínversku mælingaaðf erðina: —• Alheimurinn er eitt raf- orkusvæði, sem við erum stöð- ugt í sambandi við, já, við er- um agnir í þessari alheimsvídd. Nú vitum við líka að manns- líkaminn starfar eiginlega sem rafhlaða. Rafstraumur liggur í gegnum líffæri okkar og fylgir ákveðnum brautum í hringrás- inni. Á vissum stöðum liggja svo þessar brautir saman og það er þar sem við stingum prjónunum. Verkur eða sjúkdómur í ákveðnu líffæri orsakast oft af því að þrýstingur er of lítill eða of mikill, vegna þrengsla eða stíflu einhversstaðar í ó- sýnilegu leiðslukerfi líkamans. Ef stungið er nál á réttum stað dregur málmurinn til sín raf- Mjóu stálprjónarnir með koparhausnum eru líkastir stoppunálum. 8 VIKAN 20. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.