Vikan


Vikan - 18.05.1972, Side 10

Vikan - 18.05.1972, Side 10
RIFRILDIÐ SEM GETUR BJARGAÐ r Þiö megið ekki halda að það sé barnalegt og ósiðlegt að rífast! Að tala er silfur en að þegja er gull! Því er nú ekki þannig varið, segja sálfræðingar vorra tíma. Maður nær ekki sambandi við aðra, nema maður létti á hjarta sínu. Hressilegt rifrildi, þar sem maður viðrar tilfinningarnar, getur bjargað hjónabandi! Athugið hvað læknirinn segir um átta undirstöðuatriði fyrir heilsusamlegu rifrildi -- og sjáið hvort þið getið ekki lært eitthvað af því... Það eru til manneskjur, gift- ar og ógiftar, sem segjast aldrei rífast. Hafi aldrei rifizt og þurfi ekki að rífast. Við hin öfundum þetta fólk. Og sjálft tekur þetta fólk það sem merki um mikla hamingju og innilegt samlyndi. Nokkrar af þessum mann- eskjum eru sennilega ham- ingjusamar. Þetta fólk þarf ekki að rífast, það getur leyst vandamálin á rólegan og reglu- bundinn hátt og það hugsar líka þannig. En mörg hjón, sem aldrei rífast, eru í rauninni alls ekki hamingjusöm. Þau lifa í til- finningalegu tómarúmi. Þau þekkja ekkert og hafa engan vilja. Þau líta kannski hvort á annað sem einskonar húsgögn. Hjúskaparerjur eru merki þess að hjónabandið er lifandi — ef hjónin rífast aðeins á réttan h'átt. ' Margir sálfræðingar og geð- læknar halda þessu fram og þar á meðal dr. George R. BachJ, sem er forstöðumaður stofnunar sem hefir með hönd- um hóprannsóknir í Beverley Hills í Kaliforníu. Eins og allir vita þá búa margar kvikmyndastjörnur á Beverley Hills og hafa gert um langt skeið, svo Bach læknir ætti að vita hvað hann er að segja. Það er heilmikil kúnst að ríf- ast á réttan hátt. Undanfarin ár hafa að minnsta kosti 250 hjón leitað til dr. Bachs og greiða 500 dollara fyrir leið- beiningarnar. — Yfirborðsmennska nú- tímamannsins og vangeta hans til að tjá sig og nálgast sam- fcýlisfólk sitt tilfinningalega, orsakast meðal annars af hræðslu við hættuástand, þar sem, meðal annars, illska og hatur ráða, segir dr. Bach. — Hressilegt rifrildi getur hreins- að loftið og rutt brautina, ekki hið andstæða, eins og margir óttast. Það er ósköp eðlilegt að reiðast maka sínum einstaka sinnum, það er þegar hvorki ást né hatur er fyrir hendi að hjónabandið er í raunverulegri hættu. Arekstrar og uppgjör eru alltaf þrep í framvindu sam- búðar. Hver einstaklingur hef- ir sín séreinkenni, þroskast á sinn hátt, svo ágreiningsatriði hljóta að skjóta upp kolli við og við. Rrifrildi getur þá oft hreinsað loftið. Að forðast rifr- ildi, vegna þess að það sé ekki siðaðra manna háttur, er aðeins að byrgja inni óánægjuna, hún hverfur ekki. Og það eru ekki aðeins hjón- in sjálf, sem líða fyrir nið^r- bælda óánægju, segir dr. Bach. Það getur verið að allt sýnist slétt og fellt á yfirborðinu en andrúmsloftið er þungt og þvingað. Undir yfirborðiriu gerjar og sýður og óhjákvæmi- lega hefir spenna milli foreldr- anna áhrif á börnin. Börn sem alin eru upp með foreldrum, sem alltaf bæla niður tilfinn- ingar sínar, geta átt á hættu að verða innlokuð og bæld á fleiri en einu sviði. Fólk sem alltaf forðast þræt- ur, jafnvel þegar þær eiga full- an rétt á sér, á heldur ekki gott með að tjá sig að öðru leyti, sem sagt, talar heldur ekki hvort við annað yfirleitt. Það sem þau segja hvort við annað er innantómt og einskis- nýtt frá mannlegu sjónarmiði. Þau ná ekki hvort til annars, ekki inn í sálina. Slíka maka kallar dr. Bach tilfinningalega fráskilda. í slíkum fjölskyldum rekst maður oft á fórnfúsa eig- inkonu og manninn sem dylur 10 VIHCA'N' M.TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.