Vikan


Vikan - 18.05.1972, Page 16

Vikan - 18.05.1972, Page 16
1. HLUT* ÉG LIFÐI ÞAÐ AF Juliane Köpcke er seytján ára, lítil og veikbyggð. En hún lifði af flugslys og níu daga í frumskóginum. Þessi hlédræga skólastúlka við Humboldt-menntaskólann í Lima varð ein þekktasta kona í heimi. Blaðamenn hvaðanæva að komu að sjúkrabeði hennar í Pucallpa. Ég hef alltaf verið fús til að íljúga og aldrei fundið til hræðslu við það. Ég var ekki heldur hrædd þegar við mamma þann tuttugasta og fjórða desember stigum um borð í Turboprop-vél af gerð- inni Electra, sem flugfélagið Lansa átti. Þetta var í Lima. Ég varð ekkert óróleg þótt vélin legði ekki af stað fyrr en hálftólf, en ekki strax sjö um morguninn, eins og fyrirhugað hafði verið. í Perú standast flugvélar hvort sem er aldrei áætlun, og maður er orðinn því vanur. Að visu hafði Lansa venju fremur slæmt orð á sér. Félagið hafði misst tvær flug- vélar siðasta árið, og margir afsögðu alveg að fijúga méð þvi. En við mæðgur höfðum nokkra ástæðu til að fara með þessari flugvél: við ætluðum að halda jólin hátíðleg með föð- ur mínum í frumskóginum hjá Pucallpa. Við Vissum að hann var þegar búinn að setja upp jólatré í einum kofanum, og þar að auki ætluðum við í smá- ferðir út í skóginn. Við hlökk- uðum auðvitað ákaft til jól- anna. Ég sat i nítjándu sætaröð til hægri, út við glugga. Allt gekk eðlilega i fyrstu: flugtakið, sveigjan útyfir Kyrrahafið, hækkun flugsins, flugið yfir Andesfjöllin. Morgunverður var framreiddur og flugfreyj- urnar brostu. Við sáum snæ- þaktar eggjar Andesfjallanna og síðan frumskóginn, sem þandi úr sér til austurs svo langt sem augað eygði. Flug- vélin var fullsetin, nokkrir far- þeganna sváfu, flugfreyjurnar söfnuðu saman borðbúnaðinum og brostu enn. Sumir lásu, sumir töluðu saman, allir voru i góðu skapi, því að allir hlökk- uðu til að halda jólin hjá ætt- ingjum, vinum og kunningjum. Flugið frá Lima til Pucallpa tekur eina klukkustund, og íallegri flugleið er varla til i viðri veröld, þegar skyggni er gott. En hálftíma eftir flug- tak þraut skyggni að mestu, og síðan fór flugvélin að hristast og skakast. Skaksturinn jókst stöðugt og flugfreyjurnar báðu okkur að spenna beltin. Ég var samt sem -áður ekkert hrædd; þessháttar óþægindum má alltaf búast við þegar flog- ið er austur af fjöllunum. Svo buldu regndropar á gluggun- um, og annað veifið hlunkaðist flugvélin lóðrétt niður. Þá heyrðust fyrstu ópin. Ég starði út í þokubólstrana, sem við flugum í gegnum, og sá eldingu, sem var hættulega nærri. Og enn hlunkaðist vélin hræðilega, aftur var hljóðað og einhversstaðar féll handtaska ofan úr farangursnetinu. „Þá er því lokið,“ sagði móð- ir mín. Hún var hrædd við að fljúga frá þvi eitt sinn í Banda- ríkjunum, er hún hafði lent i erfiðri flugferð. En nú kom ótti hennar ekki einungis til af skakstri og hrapi flugvélarinn- ar; það var kviknað í. Ég sá logana sjálf. Þeir stóðu útundan hægri flabsanum, hræðilega gulir. Ég leit til' móð- ur minnar, en á sama andar- taki varð flugvélin fyrir ógur- legu þöggi, og það næsta sem ég gerði mér ljóst var að ég var ells ekki í vélinni lengur. Ég var komin út úr henni. Ég sat i sæti mínu i lausu lofti. Ég þaut í gegnum loftið. Ég gat naumast andað, þar eð beltið herti mjög að kviðnum. Ég sá skógartrén langt fyrir neðan mig; þau litu öll út eins og blómkálhöfuð, óteljandi blómkálhó’fuð. Svo missti ég meðvitundina. Regnið vakti mig. Annað eins úrhelli þekkist hvergi nema um regntímann í þessum heimshluta. Ég heyrði þórdun- ur, en það var ennþá bjart. Ég lá undir sætabekknum, þar sem ég hafði setið. En sæt- ið við hlið mér var tómt. Ég sá hvorki móður mína né mann- inn, sem setið hafði til vinstri við hana og verið ennþá sof- andi, þegar ósköpin urðu. Ég sá hvorki neitt af vélinni eða hinu fólkinu, ég var alein, heyrði hvakk í froskum og suð í skordýrum. Ég þóttist sjá að ég væri talsvert hátt upp til fjalla, og þarna var talsverður halli. Það er undarlegt, en' satt: ég fann ekki til verulegra skap- brigða. Ég sá að sætisbeltið hafði slitnað af mér, að ég hafði misst annan skóinn, hringinn minn, sem var gjöf frá móður minni, og gleraug- un mín. Ég var í mini- pilsi og það var að sjá næstum heilt, hvað olli mér furðu. Ég fann að undir hálsinum stóð bein út úr húðinni, að annað pugað var næstum sokkið í 16 VIKAN 20. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.