Vikan - 18.05.1972, Síða 18
Juliane er farin að jafna sig nóg til að geta brosað, og hún er þegar
farin að bollaleggja framtíðina. Hún ætlar að verða dýrafræðingur eins
og foreldrarnir.
«€
ÉG LIFÐI
ÞAÐ AF
hafði sólbrunnið á því. Kjóll-
inn minn hafði rifnað sundur á
bakinu, og í frumskógum Perú
er sólin eins og rigningin: mis-
kunnarlaus og ekki íyrir fólk
úr tempruðu beltunum.
En þótt mig sviði í bakið, þá
hvíldist ég vel næstu nótt og
þriðja daginn miðaði mér
sæmilega áfram. Mér fannst ég
hafa styrkzt, þótt ég lifði að-
eins á brjóstsykri og vatni.
Auðvitað gat ég lítt varist mý-
flugunum og broddflugunum,
sem herjuðu á mig án afláts, en
ég lét það ekki verulega á mig
fá. Mig grunaði ekki að flug-
urnar verptu eggjum innundir
húð mína hverju sinni er þær
stungu, og að úr þeim eggjum
rnyndu koma ógeðslegir maðk-
ar. Síst af öll gaf ég flugunum
gaum er ég tók að heyra í flug-
vélum.
Ég æpti. Ég veit að það var
brjálæðislegt, en ég æpti samt.
„Halló“! æpti ég, og „Hjálp“!
Og aftur: „Halló, hjálp"!
Flugvélarnar hljóta að hafa
verið mjög nálægt, en auðvitað
sáu flugmennirnir mig ekki. Ég
sá flugvélarnar ekki einu sinni
sjálf og var ekki með neitt, sem
ég gæti notað til að vekja at-
hygli á mér.
Flugvélahljóðið færðist fjær,
en ég missti ekki móðinn. Ég
gat gengið, ég var ekki svöng,
vatnið í læknum var nógu tært
til að drekka það. Ég var því
engan veginn vonlaus.
Maðkar uxu út úr húðinni
Um miðjan daginn varð svo
steikjandi heitt að ég gerði hlé
á göngunni. f frumskóginum er
hitinn rakur, og sérstaklega
um regntímann verður. hann
þrúgandi. Um nóttina skalf ég
af kulda, þótt raunar væri þá
heitt á evrópskan mælikvarða.
Oft komu beljandi regnskúrir
úr svörtum skýjum, auk þess
sem gekk á með þrumum og
eldingum. Ég kannaðist við það
allt. Ég var ekki hrædd. Ég
hlustaði á fuglana, því að ég
vissi hvaða fuglategundir lifa
nærri stærri fljótum, svo að ég
vonaði að söngur einhverra
þeirra gæfi mér merki um ná-
lægð fljóts, sem fólk byggi hjá.
En ég hlustaði til einskis.
Maurar lokuðu fyrir mér
leiðinni, farmaurar, hættulegar
skepnur. Ég varð að flýja und-
an þeim út í lækinn, sem hér
var orðinn svo djúpur að hann
tók mér í mjaðmir, jafnvel fast
við bakkann. Það tók mig
stundum margar klukkustund-
ir að mjakast ófram nokkur
hundruð metra. Stundum leit-
aði ég skjóls undan einhverri
hellidembunni inn í þykkan
runna, en það var ekki til neins,
ég varð á svipstundu rennandi
blaut. Eftir eina slíka dembu,
þegar ég var að brjótast út úr
runna, uppgötvaði ég að ég var
komin að stærra vatnsfalli. Það
var fimmtán metra breitt. Það
þýddi nýja von.
En nú var ég búin með
brjóstsykurinn og hafði ekkert
að borða. Ég staulaðist með
erfiðismunum áfram eftir
fljótsbakkanum, og sá þá
krókódíl koma syndandi í átt-
ina til mín. Og allt í einu datt
mér í hug að hér kynnu að
vera eitraðar skötur liggjandi
upp við bakkana. Ef þú stígur
á eina slíka skötu, sagði ég við
sjálfa mig, þá er öllu lokið. Ég
fór því enn varlegar héreftir
en fyrr. Flugurnar hrjáðu mig
stöðugt. Sárið á fætinum hafð-
ist illa við af völdum skordýr-
anna. Ég hefði þurft að hreinsa
burt eggin, sem flugurnar
verptu undir húð mína, en ég
hafði enga sáratöng eða neitt
annað sem hægt var að nota til
þess. Ég varð því að láta mér
lynda að maðkarnir kæmu úr
eggjunum, yxu út úr húðinni
og tinuðu hausunum.
Vonirnar sem ég batt við
fljótið létu sér til skammar
verða. Ég vissi að ég var enn
langt frá mannabyggð, því að
dýrin sem ég mætti voru ó-
hrædd við mig. Þau voru
greinilega ekki vön mönnum.
Þegar ég gerði mér þetta ljóst
varð ég fyrst alvarlega hrædd,
því að handleggir mínir voru
orðnir ein veita að iðandi möðk-
um eftir flugnastungurnar. Guð
minn góður, hugsaði ég, það
verður að taka af mér að
minnsta kosti annan handlegg-
inn — ef ég slepp yfirhöfuð
lifandi.
Raddir fuglanna fóru að villa
,um fyrir mér. Einu sinni þótt-
ist ég viss um að ég heyrði í
hænsnum, en það hefði þýtt að
ég væri kominn nærri manna-
byggð. En það voru engar hæn-
ur, heldur líklega uglur. Svo
heyrði ég í þyrlu, sem flaug
skýjum ofar — hvað var hún
að gera þar, ef að hún leitaði
að þeim, sem kynnu að hafa
komizt lífs af úr flugslysinu?
Ég varð að vera róleg. Þyrl-
an var á brottu. Ég settist á
hækjur mér við fljótið og band-
aði frá mér flugunum, sem al-
drei sáu mig í friði. Ég var ekki
lengur viss um, hve marga daga
ég hafði verið á göngu. Ég var
þreytt.
Ég lagðist í sandinn, en í
Framhald á hls. 37.
FaSir Juliane annast hana
í húsi sínu í jaSri frum-
skógarins. Hún á enn
erfitt meS gang eftir
þrekraunirnar, sem hún
þoldi í skóginum.
18 VIKAN 20. TBL.