Vikan


Vikan - 18.05.1972, Síða 24

Vikan - 18.05.1972, Síða 24
Nemendum úr Hagaskóla var vel fagnað, en þau fluttu syrpu úr rokkóperunni „Jesus Christ — Superstar". Sérstaka athygli vakti þessi unga stúlka, sem söng lagið „I don't know how to love him" betur en við höfum heyrt íslenzkar söngkonur gera það hingað til. Einnig úr Hagaskóla voru þeir Gunni & Baddi (samkvæmt kynningu) sem gerðu mikla lukku. Hefur þessi ungi maður hin laglegustu hljóð og fékk alla til að syngja með af lífi og sál. Þótti okkur það sanna rækilega að unglingar vilja fá að taka þátt i, ekki bara þiggja. „Boston-trióið" vakti mikinn hlátur og hrifningu, en þeir sungu og dönsuðu nokkur af gömlu lögunum í stíl síns tíma, rétt eins og sjá má af myndinni. Ef þessi stúlka á ekki eftir að láta alvarlega að sér kveða, þá erum við til í að éta gullhamsturinn okkar með búrinu. Hún heitir Kristín Lillien- dahl (dóttir Karls) og er úr Armúlaskóla. Var henni fagnað hvað bezt á skemmtuninni — og ekki sizt fyrir skemmtilega meðferð á laginu „Sounds of Silence" eftir Paul Simon. Úr Ármúlaskól^ voru einnig þessir ungu menn, Ágúst Gunnarsson (sitjandi) og Guðjón „Gaupi" Guðmundsson, sem fluttu smellinn leik- þátt.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.