Vikan - 18.05.1972, Síða 29
skreiðast í bólið klukkan jimm
eða sex, eftir langan og erfiðan
túr útá land, þá fer ég á fœtur
klukkan átta og í fótboltann.
Að öðmm kosti er sunnudag-
urinn algjörlega ómögulegur —
en hitt er svo annað mál að það
er andskoti gott að sofna aðeins
aftur þegar maður kemur heim
úr fótboltanum! Þegar maður
vinnur andleg störf, eins og svo
margir gera núorðið, þá er
þetta nauðsynlegt. Ég skreiðist
kannski út frá Sjónvarpinu að
kvöldi eftir stressandi frétta-
vagt og beint á skemrrttun ein-
hversstaðar útá landi og svo
loks þegar maður kemur heim
um miðja nótt eða snemma
morguns, þá er maður gjör-
samlega búinn að vera. Þreyt-
an er alveg að gera útaf við
mann. Þá á ég það til að fara út
og hlaupa á fullu í þrjú kortér.
Eftir það líður þreytan, þessi
sálræna þreyta, alveg úr mér
og ég sef miklu betur en ella.
Annars hef ég alltaf átt mjög
gott með svefn. Frœgt dæmi er
þegar ég var einu sinni að
vinna á loftpressu og kom
stundum utan af landi um það
leyti sem ég átti að mœta í
vinnuna. Þegar maður er á
loftpressu vinnur maður í hálf-
tíma og á svo frí í næstu 30
mínútur og á góðviðrisdögum
tók ég bara með mér vekjara-
klukku i vinnuna og sofnaði í
moldarbing á milli tarna. íbú-
unum í grenndinni var hœtt að
lítast á þetta, það svaf alltaf
maður með vekj araklukku i
moldarhaug á miðri götunni!
Einu sinni dreymdi mig að
steypubílh kœmi-að mér r>g œtl-
aði að setja steypuna í skurð-
inn þar sem ég lá. Vinnufélag-
r.rnir slcildu ekkert í því að allt
i einu rauk ég upp með ógur-
legu öskri, stökk yfir skurðinn
— sem í venjulegu tilfelli hefði
ekki verið nokkrum manni
fært — og hljóp langar leiðir
áður en ég þorði svo mikið sem
að líta við!“
Það var ekki staldrað lengi
við á dansleiknum, en þó sat
ég aðeins eftir að þeir Magnús
og Ómar fóru. Páll hafði farið
fljótlega í heimsókn til systur
sinnar sem býr á Blönduósi.
Þegar ég fór af dansleiknum
voru Húnvetningar aftur á
móti orðnir töluvert kátari en
þegar við komum.
Morguninn eftir héldum við
aftur út á flugvallarræmuna,
undirritaður ásamt þeim Ómari
& Magnúsi; nú átti aðeins að
líta við á bænum þar sem Ómar
var i sveit, Hvammi í Langa-
dal. Flugið tók ekki nema ör-
skamma stund og á leiðinni út-
skýrði Ómar landslag og kenni-
ieyti.
Ætlunin var að lenda á tún-
inu fyrir neðan bæinn og var
fyrst gerð ein aðflugstilraun til
að kanna aðstæður og gefa okk-
ur Magnúsi tækifæri til að
biðja bænirnar okkar. Og svo
lenti TF-FRÚ, svo listilega að
dollarabrautin í Keflavík verð-
ur varla betri flugvöllur.
Runólfur bóndi Aðalbjörns-
son kom niðureftir og fór með
okkur heim að bænum þar sem
okkur var boðið til stofu. Þrjú
börn sátu með okkur og horfðu
stórum augum á frænda sinn
án þess að segja orð, en þegar
hann rétti þeim brjóstsykur og
konfekt, gátu þau þó komið því
við að stynja upp veiku „takk“.
Ákveðið var að við skyldum
staldra við til ao borða með
heimilisfólkinu og á meðan var
farið út í fjós, þar sem Ómar
ætlaði að heilsa upp á gamla
kunningja. „Annars þekki ég
ekki þessar beljur sem eru hér
nú,“ sagði hann. „Aftur á móti
þekkti ég foreldra þeirra!“
Hann andaði rækilega að sér
þegar út í fjós var komið og
kjassaðí síðan við nokkra kálfa
sem voru þar á bás. Mátti vart
greina á milli hvor var vina-
legri, Ómar eða kálfarnir; alla-
vegar þurfti hann að þurrka
sér hressilega í framan að
kveðjum loknum. Bóndi svar-
aði nokkrum um nyt kúnna og
þessháttar og var okkur síðan
boðið upp á dýrindis hrossa-
kjöt og kartöflur.
„Það var nú reyndar hér sem
ég upphóf minn skemmtikrafta-
feril. Að vísu -hafði ég leikið,.
bæði í skóla og eins í „Vesa-
lingunum“ í Iðnó sem strákur,
en það var hér sem ég fór fyrst
að syngja fyrir hanann og aðra
heiðursborgara. Einnig átti ég
það til að búa til gamanvísur
um sveitakarlana i kring — og
yfirleitt söng ég fyrir alla sem
ekki með nokkru móti gátu
þolað músík. Og það var líka
hér sem ég lifði mína dýrleg-
ustu daga. Gat lifað mig inn í
kúarektorsstarfið. Vel gœti ég
hugsað mér að vera bóndi —
en þá kemur það til að í stað-
inn yrði ég að sleppa svo mörgu
sem mér þykir skemmtilegt.
Hér i Langadalnum leið mér
betur en mér hefur liðið nokk-
urs staðar annars staðar og þess
vegna kem ég hér eins öft og
mér er mögulegt, þótt það sé
ekki mikið meira en rétt að
reka nefið inn. Ég hef oft undr-
ast það, af hverju ekki er hægt
að koma upp einhverju kerfi
hjá bœndasamtökunum, því í
bœjum og borg er fullt af fólki
segi fyrir mig, að ég vildi feg-
inn nota sumarfríið mitt, eitt-
sem kann til búverka og ég
hvað af þvi allavega, til að
vinna á sveitabœ. Það œtti að
vera hœgur vandi fyrir bænda-
samtökin að hafa skrá yfir fólk
sem vill gera slíkt, svo bœndur
geti komist frá í hálfan eða
heilan mánuð öðru hverju"
Bílar á þjóðveginum stönz-
uðu þegar við fórum í loftið
aftur, því endurtekning „Hús-
bændavöku" átti að hefjast
klukkan eitt og svo aðkomu-
menn kæmust sem fyrst í bæ-
inn aftur átti Ómar að skemmta
um leið og Páll hafði lokið
ræðu sinni. Auðvitað er brjál-
æði næst að halda skemmtun
fyrir fullorðna klukkan eitt eft-
ir hádegi, það vita allir er nærri
slíku hafa komið, en aðeins ör-
fá sæti í samkomuhúsinu voru
laus! Heldur meira var af börn-
um á þessari skemmtun — enda
hafði selzt upp ú þá er var
kvöldið áður á 15 mínútum —
og þau þurftu ekki að bíða
iengi eftir hetjunni sinni. Sal-
urinn var heldur „þyngri“ eins
og það heitir á fagmálinu, en
börnin í Húnavatnssýslu lifn-
uðu heldur betur við þegar þeir
ágætu félagar Kalli & Palli
komu í heimsókn. Þeir sem
komnir voru „til vits og ára“
eins og það er kallað, skemmtu
sér hvað bezt yfir því er Ómar
gaf heiztu pólitíkusum jóla-
sveinanöfn (Halldór aurasník-
ir, Björn á Löngumýri hrekkja-
staur og svo framvegis) og enn
voru uppklöppin mörg.
Áður en lagt var af stað til
Reykjavíkur þurfti að hringja
flugáætlun Frúarinnar til Flug-
umsjónar og var það gert á
hótelinu. Þegar við vorum að
fara þaðan út rákum við aug-
un í auglýsingu, þar sem gamla
samkomuhúsið á staðnum var
auglýst til sölu. Ómar var fljót-
20. TBL. VIKAN 29