Vikan


Vikan - 18.05.1972, Qupperneq 30

Vikan - 18.05.1972, Qupperneq 30
ur að taka við sér. „Þetta kaupi ég,“ sagði hann og hló hrossa- gaukshlátri sínum og hallaði sér að Magnúsi. „Svo þegar ég er orðinn gamall og útslitinn, þannig að enginn vill hlusta á mig lengur, þá held ég mínar prívat skemmtanir í þessu sam- komuhúsi!" Veðrið var ekki eins fallegt þennan daginn, en Frúin dillaði sér í lendunum um leið og flog- ið var yfir Blönduós. „Nei, ég get svo sannarlega ekki sezt niður og samið jyndið efni þegar mér dettur það í hug. Ég er búinn að ganga með margar hugmyndir í maganum í allt að 10 ár — ég er jú búinn að vera i þessu í 14 ár. Svo eru líka til lög sem mér þykja svo sniðug, að það verður bara að gera eitthvað við þau. Stund- um fœ ég strax góða hugmynd en oft er það líka sem ég þarf að bíða árum saman, þannig að ég er svo sannarlega engin brandaraverksmiðja á ákveðn- um tímum sólarhringsins. Það hefur komið fyrir að ég hef verið í miklu tímahraki o þurft nauðsynlega að hafa eitt- hvað nýtt allt í einu og þá hef ég skellt einhverju saman á fimm mínútum. Sem sagt, ekki lagt í það nokkra vinnu, en þegar til kastana kemur gerir það heilmikla lukku. Þá verð ég œgilega svekktur, því oft legg ég mikla vinnu í efni sem fœr bara alls engar viðtökur. Gerir sig ekki ánokkurn hátt. Þá hefur það einnig komið fyr- ir ef ég er i tímahraki, að ég hef ieyft mér að vera að semja eitt- hvað á meðan verið er að lesa almennar fréttir í sjónvarpinu og ég bíð eftir því að komast að! Nei, ég held ég hœtti ekki l þessum skemmtana„bransa“ strax, það slátrar enginn kúnni sinni. Það er náttúrlega alltaf hœtta á því i þessu að maður byrji að dala og að maður geri sér ekki grein fyrir því að hœtta, en ég hef alltaf haft góð- an samanburð frá ári til árs — til dœmis voru árin 1965 og ’68 heldur slök, enda fer það dá- litið saman hve mikil peninga- ráð fólk hefur — en á meðan þetta er jafnvel heldur á upp- leið, eins og hað hefur verið i vetur, þá sé ég ekki beina ástœðu til að hœtta. Eftir fyrsta árið mitt i þessu leiddist mér þetta orðið og reiknaði ekki með að mér dytti nokkurn tima nokkuð fleira sniðugt t hug, en þetta hefur rúllað." A8 lokinni ferð: Ómar Ragnarsson, Magnús Pétursson og Páll Bergþórsson. (Ljósm: ó. vald.) 30 VIKAN 20. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.