Vikan


Vikan - 18.05.1972, Síða 32

Vikan - 18.05.1972, Síða 32
V INGIMAR EYDAL Sendir frá sér LP á 10 ára afmæli hljómsveitarinnar Um mánaðamótin kemur á markaðinn LP-plata með hljómsveit Ingimars Eydal og vill svo skemmtilega til að hinn 1. júní á hljómsveitin 10 ára afmæli. Að vísu er Ingimar sjálfur einn orðinn eftir af upp- runalegum meðlimum, en þrátt fyrir það hefur eitt varðandi hljómsveitina ekki breytzt: Hún er alltaf söm að því leyti, að Hljómsveit Ingimars Eydal er í sérflokki á íslandi — og þó víðar væri leitað. Nafn plötunnar er „í sól og sumaryl“ eftir fyrsta laginu á henni. Alls eru þar 12 lög og sagði Ingimar í símtali nýlega að skipta mætti lögunum í 5 flokka. „Við gættum þess að þarna væru engin uppfylling- arlög,“ sagði Ingimar. „Þarna eru spönsk lög, skandinavísk, íslenzk lög, gömul og ný, rokk- lagasyrpa og sitthvað fleira. Tvö íslenzku laganna eru eftir sjómann frá Siglufirði, Gylfa Ægisson. Ég var með töluvert af efni eftir óþekkta íslendinga og því meira sem ég hlustaði á það, því sannfærðari varð ég um að þessi lög Gylfa væru það bezta.“ „Maður heyrir af þessari upptalningu að þarna er um auðugan garð að gresja.“ „Já, ég neita því ekki. Við gættum þess, eins og ég sagði, að taka ekkert lag með á plöt- una nema við værum ánægð með það og lagavalið er mjög breitt, eins og við höfum alltaf reynt að hafa það. Þarna er til dæmis spánska lagið „Maria Isabella" og svo nýja lagið hans Neil Young, „Harvest”, en það syngur Bjarki." „Hvenær var þetta tekið upp?“ „Um páskana. Þá komum við til Reykjavíkur og lokuðum okkur inni í stúdíóinu hjá Pétri Steingrímssyni í 40 tíma og fór- um svo heim, úttauguð á sál og líkama, en ánægð með það sem við höfðum gert. Þetta var náttúrlega í fyrsta skipti sem við unnum í stereo, en ég held að ég tali fyrir munn okkar allra þegar ég segi að við séum nokkuð ánægð með útkomuna. Svo á náttúrlega eftir að koma í ljós hvernig pressunin verður og svo framvegis." „Hvað er annars að frétta af ykkur?“ „Tja,“ svaraði Ingimar, hrað- mæltur að vanda, „eiginlega ekkert nema allt gott og ofboð að gera. Við spiluðum í síðasta mánuði (apríl) 18 kvöld í röð og vorum að vonum orðin held- ur slæpt, og svo er sumarið framundan. Sjónvarpsþátt tók- um við líka upp og þar voru 3 lög af plötunni, þannig að við höfum eiginlega ekkert mátt vera að því að fylgjast með sjálfum okkur.“ „Eruð þið nokkuð á leið suð- ur til dansleikjahalds?“ „Það er aldrei að vita. Við eigum dálítið erfitt með að losna hér um helgar, en það er ekki að vita hvað skeður í miðri viku. Sigmar í Sigtúni minnt- ist einhverntíma á að við spil- uðum hjá sér fyrstu helgina á nýja staðnum, en ég veit ekki hvernig það verður. Áhuga okkar á því að koma í skottúr skortir ekki.“ Með það var Ingimar rokinn í kennslu og bað að heilsa öll- um vinum og vandamönnum í höfuðborginni. Því er hér með komið áleiðis og norður á Ak- ureyri sendir VIKAN innileg- ustu hamingjuóskir til Ingi- mars með 10 ára afmæli hljóm- sveitarinnar. 32 ViKAN 20.TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.