Vikan


Vikan - 18.05.1972, Qupperneq 33

Vikan - 18.05.1972, Qupperneq 33
PÓSTHÓLF 533 4. apríl, sama stað og síðast. Komdu sæll og blessaður, gamli. Það er nú langt síðan þú birt- ir bréf mitt (í 12. tbl.) en vegna anna hef ég ekki mátt vera að að skrifa fyrr. Ástæðan fyrir' því að ég skrifa aftur er sú, að í svari þínu voru svo mörg vafasöm atriði, að ég sá mér ekki annað fært en að skrifa aftur. En nóg með það. Gagnrýni mín, sem beindist gegn tveimur Bítlum, þeim Lennon og McCartney, var að- eins ætluð þeim, en alls ekki George Harrison, því „All Things Must Pass“ er mjög góð plata að mínum dómi og Bangla Desh-hljómleikarnir báru vott um slatta af ein- hverju sem heitir mannkær- leikur. En því miður get ég ekki verið þér sammála um „Imag- ine“. Þó svo að tvö eða þrjú lög á þeirri — eða stórri plötu yfirleitt — séu góð, þá getur platan í heild ekki talist góð. f fyrra bréfinu spurði ég þriggja spurninga, en tvær þær fyrri voru á einhvern hátt mis- skildar. Því vil ég leiðrétta þær nú. 1. Það stendur ekkert um hvað Cat Stevens er gamall í 9. tölublaði og í spurningu 2) átti ég ekki við „Teaser and the Firecat", heldur aðra plötu sem kom út á eftir henni og er með gömlum upptökum og lög- um og má þar nefna eitt sem heitir „Where are you?“ Svo vikið sé að öðru, þá þakka ég þér kærlega fyrir upplýsingarnar um Róm; ég vissi ekki að „snilldin“ mín væri svona illa skipulögð. Ég verð nú að vera þér sam- mála um eitthvað, svo ég sam- sinni því af heilum hug að þeir sem ekki kunna að meta Carole King og hennar plötur hljóta að vera eitthvað bilaðir á efri hæðinni. Orðið „hjartafíling“ er ekki svo gott að útskýra. Þú hlýtur að finna það út sjálfur ef þú pselir eitthvað í því. Ókídók, Sigurlaug Brynjólfsdóttir, Hellum, Vatnsleysuströnd, Gull. Jœja já. Þú hefur sjálfsagt þína skoðun á málunum og ég mína. Við því er lítið að gera, en taktu það þó ekki þannig að ég beri ekki virðingu fyrir þín- um skoðunum. Mér finnst sjálf- um að McCartney hafi gert ágœtis hluti síðan Bítlamir leystust upp og ég fer ekki af þeirri skoðun að „Imagine" sé mjög góð plata. Veit ég vel, Sveinki, að í 9. tölublaði stendur ekki ná- kvæmlega hvað Cat Stevens (Högni Stefánsson, hvemig fannst þér þessi?) sé gamall, en lesa má út úr greininni að hann sé 22 eða 23 ára, en í sjálfu sér finnst mér það ekki skipta svo miklu máli. Aftur á móti vil ég biðja þig afsökunar á að hafa haldið þessu fram með plötuna; raunin mun vera sú að út liafa komið 5 LP-plötur með Cat Stevens, en þessar tvær „auka- plötur“ eru samansafn af eldri upptökum, rétt eins og þú segir sjálf. Þar af kom önnur, „Very Young and Early Cat Stevens“ aðeins út i Bandaríkjunum og lún, „The World of Cat Stev- ens“ aðeins út í Bretlandi. Lag- ið sem þú spyrð um var á þeirri síðarnefndu. Komu liingað ör- fá eintök. Báðar þœr plötur komu út eftir að hann varð frœgur og vinsœll fyrir alvöru og gefnar út til að safna aurum í kassa hljómplötufyrirtœkja. Þá ætti það að vera útrœtt, en að sjálfsögðu þigg ég bréf frá þér — og öðrum — með þkkum um hvaða mál er — nema íþróttir. Góðann daginn, yðar ágæti: Eftir lestur stórkostlega góðr- ar greinar yðar í 15. tbl. Vik- unnar get ég ekki á mér setið með að senda línu og þakka. Kærar þakkir fyrir framúr- skarandi fróðlega grein, sem er flestum ef ekki öllum fyrri þáttum yðar betri, skemmti- legri og fróðlegri. Ég vona að þér sjáið yður fært að hafa framvegis svona smælki með öðrum smágreinum. Adios amigo, JÓNAS R. JÓNSSON Tvö lög —■ mono Tónaútgáfan Að minnsta kosti ár er síðan þessi plata var tekin upp og enn lengri tími síðan henni var fyrst ætlað að koma á markað- inn. Af þeirri ástæðu var ég heldur skeptískur þegar ég íékk plötuna í hendur, en það breyttist fljótlega. Þessi plata á jafnmikið erindi á markað- inn nú og hún hefði átt fyrir ári síðan — og ef menn eru á öndverðri skoðun, þá má kalla það erindisleysu. „Sólskirí' heitir annað lagið, með texta eftir Jónas sjálfan; hefur því lagi sjálfsagt ætlað að vera ,,B-hlið“, en í reynd er þetta betra lagið á plötunni og kemur til með að vera töluvert vinsælt. Jónas syngur þetta vel og í textanum sýnir hann glögglega þá áráttu róman- tískra skálda að fá íólk til að gleyma öllu og sökkva sér nið- ur í eitthvert hyldýpi rósrauðs algleymis og sjúklegra nautna. Undirspil er erlent og brátt kemur að því að Allan Florence upptökumaður í Bretlandi, verður frægari á íslandi en Pétur Steingrímsson, sem tók upp hitt lagið og sönginn í „Sólskin“. „Bón um frið“, hitt lagið sem er eftir Einar Vilberg, er greini- lega byrjun á samstarfi þeirra Jónasar og Einars og langt í frá það bezta sem Einar getur gert og gerir nú. Mér þykir lagið laglegt og hreifst mjg af því þegar Einar söng það fyrir mig fyrir löngu síðan, en ég veit ekki hversu mikið erindi það á á hljómplötu. Textinn er Takk fynr bréfið og hólið. Ég leyfi mér þá hér með að til- kynna að meira af slíku efni er vœntanlegt, en ekki gat ég set- ið á mér að glotta; það tók mig um það bil 30 mínútur að vinna þáttinn í 15. tbl., en þegar ég er kannski tvo og þrjá daga, þá fæ ég ekki svona bréf. Jæja, svona er lífið... P.S. Eru 300 „viðunandi til- boð“? skemmtilegur, fantasía, og Jón- as syngur það þokkalega. Vel kemur í ljós hversu góður lcassagítarleikari Einar er, en í síðari hluta lagsins — raunar munu þetta vera tvö lög, sett saman í eitt — er auðheyrilegt að hann skortir töluverða þjálf- un á rafmagnaðan gítar. Annar á ég dálítið bágt með að skilja ástæðuna fyrir endi lagsins því hann er hreinasta prump. Þykir méi líklegast að hann hafi verið settur aftan við til að geta skartað góðum nöfn- um, sem nóg er af. Gallinn við þetta lag er vond upptaka, sem er sennilegast tækjunum að kenna, en pressun er nokkuð þokkaleg. Umslag er mjög snoturt og í heild má Tónaút- gáfan vel við una. Svo og þeir er kaupa þessa plötu, en ég hlakka óskaplega til að heyra LP-plötuna sem þeir Jónas & Einar hafa nýlokið við. Ef það er ekki mjög mjög mjög góð plata þá er ég illa svikinn. LEIÐRÉTTING Ekki alls fyrir löngu var minnst á það í þessum dálkum að vœntanleg vœri frá Tónaút- gáfunni plata með Geirmundi Váltýssyni, bónda. Sagði í grein þeirri að hann væri frá Hvammstanga, en rétt er að hann situr í búi sinu að Geir- mundarstöðum í Skagfirði. Er hann hér með beðinn afsökun- ar á þessum mistökum. Jón Elíasson, Bolungarvík. HLJÓMPLÖTU GAGNRÝNI 20. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.