Vikan


Vikan - 18.05.1972, Side 34

Vikan - 18.05.1972, Side 34
I húmi nœturinnar Nú var skjálftinn kominn aftur, varirnar titruðu og kipp- ir fóru um munnvikin. — Þú veizt það þá allt, Ro- bert? — Já, allt eins og það legg- ur sig elskan. En þarna skjátl- aðist honum, aldrei þessu vant, og sá misskilningur varð mér til falls. — Og þú ert fús að giftast mér, þrátt fyrir allt og allt? — Ég skal giftast þér og laga þig- — Ég þarfnast hvorki eigin- manns né geðveikralæknis. — Víst gerirðu það. Þú þarfnast hvorstveggja. Þetta var ekki nema satt. Ég þarfnaðist hvorstveggja. Ég giftist Robert Dellmer, einn rakan og kaldan nóvemberdag, í litlu þorpi, sem var svo af- skekkt, að jafnvel þefvísasti blaðamaður gat ekki þefað uppi, að eitthvað fréttnæmt væri að gerast. Lýsingin vakti enga athygli. Dögum saman höfðu hauststormarnir ýft sjó- inn, og sjúklingarnir höfðu ver- ið órólegir. Ég yfirgaf ekki starf mitt fyrr en kvöldinu fyr- ir brúðkaupið, og þegar yfir- hjúkrunarkonan rétti mér skjölin mín, hélt hún lengi í höndina á mér og óskaði mér alls hins bezta. — Ég er svo fegin, að allt skuli hafa farið svona vel, Vera. Ég er viss um, að móðir þín hefði látið sér vel líka þessa ákvörðun þína. Það er ekki rétt af neinum svona ungum, að snúa alveg baki við lífinu. Dr. Dellmer er ágætur maður og framúrskarandi læknir. Hann verður þér stoð og stytta. Yfirhjúkrunarkonan hafði þekkt mömmu vel og þagði vandlega yfir fjölskylduleynd- armálinu okkar. Ég þakkaði henni og fór síðan upp í her- bergið mitt, til þess að taka saman dótið mitt. Að undan- teknu vindlingaveskinu, sem dr. Albers hafði arfleitt 'mig að, var þarna, þótt ótrúlegt væri, ekkert sem minnti mig á fortíð mína. Ég vó veskið í hendi mér, hugsi og málmurinn snerti mig kaldur. Veskið var þungt og glitraði óhugnanlega fyrir aug- um mér, og ég gat séð i anda hina hrollvekjandi áletrun inn- an í því. En svo vafði ég því inn í klút og faldi það neðst í kofortinu mínu. Kannski hefði ég átt að losa mig við það þá þegar. Þegar ég hafði lokið við að ganga frá dótinu, settist ég á rúmið og kvaddi litla, tóm- lega herbergið mitt, meðan stormurinn hamaðist á glugga- rúðunum. Og snöggiega varð ég gripin ótta, en nú varð ekki aftur snúið. Um nóttina lægði storminn og þokan lagðist yfir. Ég fór frá Belvedere rétt fyrir klukk- an tíu um morguninn, álíka ein míns liðs og ég hafði komið þangað. Það var suddarigning og þokulufsur héngu á berum trjágreinunum, og jörðin var vot. Engum tárum var úthelit við brottför mína, því að ég hafði ekki verið neitt sérlega vinsæl, og var talin vera hálf- skrítin. Ég átti enga trúnaðar- vini. Ég hitti Robert á stöð- inni. — Þú líkist meir deyjandi svani en brosandi brúði, sagði hann hlæjandi og kyssti mig á nefbroddinn. Eg jafnaði mig dálítið í bílnum hjá honum. Hann hafði komið með brúðar- vönd handa mér, úr liljum og ljósgulum rósum. Alla þessa löngu ökuferð sátum við eins og ókunnug hvort öðru og skiptumst á hversdagslegum setningum, rétt eins og við værum í kokteilsamkvæmi, en hvítar snjóflyksur lömdust á framrúðuna. Mér datt í hug, að í rauninni vissi ég ekkert um rnanninn, sem var nú að aka mér út úr öryggi afskekkts sjúkrahúss inn í ókunna fram- tíð og sjálf var ég að blekkja hann með því að lofa honum að halda að hann nauðþekkti mig. Þannig komum við til fógeta- skrifstofunnar. Himinninn var þungbúinn og snjóflyksur á stærð við fiðrildi svifu til jarð- ar. Ég hélt fast um brúðar- vöndinn minn, sem var þegar tekinn að falla, og svo vorum við gefin saman. Það var stutt og dálítið hlægileg athöfn, og t.veir skrifarar voru svaramenn. Fógetinn hélt einhverja ræðu, en ég hlustaði alls ekki á hana. Svo skrifuðum við nöfnin okk- ar — Robert með skíru rit- höndinni sinni, sem ég þekkti svo vel úr sjúkrahúsinu, sterk- legri og reglulegri rithönd manns, sem veit hvað hann vill og fær það líka, undantekning- arlítið, en ég var með nýtt nafn, sem enn var óflekkað — Dellmer — þýðingarlaust nafn, sem var hvorki viðriðið frægð né blóð. Það var ekki nema gott. Með pennann í hendinni sat ég og horfði á þetta pappírs- blað, sem gerði okkur að hjón- um. Ein minning lá efst í huga mínum — alveg á fremsta hlunni og streittist við að kom- ast út... Svo kyssti Robert mig og embættismennirnir óskuðu okkur til hamingju. Endurminningin hopaði á hæl, rétt eins og móðguð. Ég bar höndina upp að enninu. — Ertu með höfuðverk? spurði Robert. — Nei, nei, mér datt bara nokkuð í hug, sagði ég, eins og hálflömuð, — en það er liðið hjá. — Það getur varla hafa ver- ið neitt merkilegt, sagði Ro- bert. — Jú, það var einmitt mjög mikilvægt. — Hvernig veiztu það? — Ég finn það bara á mér, sagði ég skjálfandi. fskaldur vindur hafði strokizt um háls- inn á mér. Ég komst brátt að því, að frægð, jafnvel af sorglegasta tagi, er skammlíf. Heimurinn var búinn að smjatta nægiu sína á hinum óhugnanlegu at- burðum í Wendeiiing, og gat snúið sér að næsta fórnardýri sínu. Ég var gleymd. Við ferð- 34 VIKAN 20. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.