Vikan


Vikan - 18.05.1972, Page 37

Vikan - 18.05.1972, Page 37
okkur að setja sig á land, strax þegar við komum að ánni. Við sáum á eftir henni upp ár- bakkann þar sem hún gekk áleiðis að þjóðveginum. Alice horfði á eftir henni. Hún hafði hvorki kvatt hana eða þakkað henni fyrir það sem hún gerði og hún sagði .ekki orð á meðan við snerum við og fórum upp með ánni. Mullingham beið okkar á bryggjunni, þegar við komum upp að. Hann ók okkur heim og á leiðinni sagði Alice hon- um alla söguna og hún sagði hana á þann hátt að Mulling- ham leit á mig með viðurkenn- ingarsvip. Það skipti svo sem ekki máli, en mér fannst það óneitanlega mjög þægilegt. Hann sat þögull um stund. en svo sagði hann: — Þetta er ljót saga og það er ekki þægi- legt að vera meðsekur um morð og það erum við öll þrjú. Hjá því verður ekki komizt. Hvernig ætlið þið að sanna að það voru ekki þið, sem skut- uð Shlakmann? Og Montez er ekki venjulegur glæpamaður, hann er stjórnarerindreki. Nú er spurningin sú, hvort lög- reglan getur rakið sporin til ykkar. Það er auðvitað senni- legt að frú Montez haldi sér saman, en hvað um fingraför? — Eg þurrkaði þau rækilega i burtu í káetunni, áður en ég fór frá borði, sagði ég. Þau virtu mig fyrir sér, bæði tvö. Ég hafði aldrei séð Alice þannig á sVipinn áður og ég varð miklu léttari í skapi. Polly svaf, alla leiðina í bíln- um og hún vaknaði ekki held- ur, þegar Alice háttaði hana. Það var farið að birta og ég var dauðþreyttur, en ég fór í vel heitt bað, fannst ég þurfa að þvo mér vel, bæði likama og sál. Alice var komin í rúmið og lá á bakinu, þegar ég skreið upp í minn helming af gamla hjónarúminu okkar. En eftir stundarkorn fann ég að hún mjakaði sér upp að mér. — Ég get ekki verið reið við þig lengur, hvíslaði hún. Það er yndislegt, sagði ég hálfsofandi og vafði hana örm- um. — Johnny, ertu spfandi? Nei. — Þú verður að segja mér eitt, ertu hrifinn af henni? Ég rankaði skjótlega við mér. — Ertu frá þér, hvernig ætti ég að vera hrifinn af henni, þegar ég hef þig! Og það var sannarlega ekki lygi, hugsunin ein var fráleit. — Þú mátt kyssa mig núna, ef þú vilt, sagði Alice. Nú eru sjö vikur liðnar síð- an allt þetta skeði og lögregl- an hefur gefið það á bátinn að upplýsa þetta mál, eitt af þessum dularfullu málum, sem ekki hafa verið upplýst. Meðal þeirra spurninga, sem blöðin leggja fyrir lesendur er þessi: — Hvað hefur orðið um konu sendiherrans? Það hefur ekk- ert spurzt til hennar, síðan hún fór úr sendiráðinu á rauða sportbílnum sínum. Liggur lík hennar á botni fenjanna? Er hún fórnarlamb í morðmáli, sem ábyggilega er stjórnmála- legs eðlis? Enginn setti þetta mál í sam- band við litla klausu, sem við rákumst á i dagblaði tveim dögum síðar, þar sem sagt var að lögreglan hefði nú fundið bankahólfið, sem Shlakmann gamli hafði verið á leið til að opna, þegar hann féll á járn- brautarteinana. í bankahólfinu voru sjö kíló af heróíni, þriggja milljón dollara virði á mark- aðsverði . . . Svo er það aðeins eitt, sem ég á eftir að segja. Dag nokk- urn gekk ég framhjá leik- fangabúð og þá sá ég í glugg- anum skemmtilega lykla, ör- smáa, til að nota í brúðuhús. Ég keypti einn handa Polly og þegar ég gaf henni hann, þá sagði hún: —■ En pabbi, ég á lykil. Svo lyfti hún upp dyramott- unni í brúðuhúsinu sínu og þar lá litli, flati lykillinn, með litla bókstafnum f. Sögulok. EG LIFÐI ÞAÐ AF Framhald aj bls. 18. honum sá ég spor eftir skjald- böku. Þú getur borðað skjald- bökuegg, ef þú verður svöng, hugsaði ég. Ég ætlaði að sofna, en sá þá fimm litla krókódíla rétt hjá mér. Þeir voru að vísu ungar, ekki nema þrjátíu senti- metra langir. En ég vissi ekki nema stærri krókódílar kynnu að ráðast á mig, ef þeir fyndu mig hjá ungunum. Ég varð að halda áfram án taíar. Og þó var ég svo þreytt. í NÆSTU VIKU. Ég gerði sjálf á mér uppskurd. Svo mœtti ég fuglakönguló. Ég varð hrœdd, þar eð litli bróðir minn hafði dáið af biti fugla- köngulóar. Eftir níu daga voru kraftar mínir og viljaþrek á þrotum. A LlKAMINN LÆKNAR SIG SJALFUR Framhald af bls. 9. augljóst. Svo sýnir hann mér aðra prjóna úr safni sínu. Þar eru prjónar úr stáli, platinu, gulli, silfri og kopar. Með löngum koparprjónum hefir hann haft til meðferðar vissar tegundir af heyrnar- deyfu og náð furðulegum ár- angri, með því að nota saman prjónaaðferðina og stuttbylgj- ur með svo hárri tíðni að það verður aðeins numið sem titr- ingur með ótrúlegum hraða. Gull og silfurprjónarnir eru svo stuttir og digrir, að það er ekki hægt að stinga þeim inn undir húðina á venjulegan hátt heldur verður að nota til þess úrvalsferöir til Maflorca FERÐASKFUFSTOFAN URVAL Eimskipafélagshúsinu simi 26900 litla byssú, sem er likust kúlu- penna. Það er þörf fyrir fleiri aðstoðarmenn Hvernig stóð á því að Erik Bergström fór að fá áhuga á þessan kinversku lækningaað- ferð? Það kemur kannski und- arlega fyrir sjónir. Hann var upphaflega sjómaður, síðan sölumaður og tæknimaður hjá ensku fyrirtæki, sem fram- leiddi og seldi borvélar. — Ég hefi alltaf haft feiki- legan áhuga á Kína og kín- verskri menningarsögu. f Engl landi kynntist ég mörgum Kín- verjum, svarar hann. — Ég heyrði þá oft tala um þessar ævafornu prjónalækningar og varð hugfanginn af þvi. Þá fékk ég þá hugmynd að eyða því sem eftir var ævinnar til að kynna mér þessar merkilegu lækningaaðferðir. Ég lét ekki þar við sitja, heldur sneri mér strax til sérfræðinga á þessu sviði, bæði í Englandi og Þýzkalandi. Þess verður örugg- lega ekki langt að bíða að sett- ur verði upp stofnanir fyrir þessar prjónalækningar í Ev- rópu og að fleiri og fleiri fari að leggja stund á þær. Nú koma sjúklingar allsstað- er að úr Svíþjóð til Eriks Berg- ström í Gautaborg og hann kvartar sáran yfir því að ekki skuli fleiri fást við þetta. — Það er mjög dýrt fyrir sjúklinga að koma hingað frá fjarlægum stöðum og svo bæt- ist líka oftast hótelkostnaður við, en það er samt ekki eins kostnaðarsamt eins og að fara til Glasgow, þar sem ég stund- aði yfir 5 þúsund Svía. — Hvað kosta slikar aðgerð- ir? — Það er ekki gott að segja, þar sem tilfellin eru oft ólík. Stundum verð ég að sitja heilu kvöldin við að reikna út hvaða prjónasamstæða hentar. Stund- umum sé ég þetta strax. En venjulega tek ég 75 krónur (sænskar) fyrir fyrstu tkoðun og síðan 50 krónur fyr- i.- hverja aðgerð þar á eftir. Og ég ætla mér aldrei minna en einn klukkutíma fyrir hvern sjúkling. Stundum kemur til mín fólk, sem hefir reynt allt annað og er orðið uppgefið og (irvæntingarfullt. Þá verð ég að hafa gott næði og ætla mér meiri tíma, fara i gegnum sjúkdómssögu þeirra og reyna að skýra fyrir sjúklingnum hvernig likamsástandi hans er háttað. Ruth, konan mín, og ég, sinn- 20. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.