Vikan


Vikan - 18.05.1972, Qupperneq 40

Vikan - 18.05.1972, Qupperneq 40
f einingu kvöldið áður, hún stóð við steikarpönnuna og hann var að finna upp nýjan búðing og blandaði saman af handahófi innihaldi pakka og dósa. Hún hafði litið undan, af því hún vildi ekki sjá, hvað hann var að malla, en svo hafði hann allt i einu tekið hana í faðminn og kóteletturnar höfðu næstum brunnið. Hún útilokaði þessa mynd úr huga sér, þegar Angela sagði hæðnislega: „Ágætt hjá hon- um.“ „Ég býst við, að hann geti ekki að þessu gert. Hann hefur svo mikið að gera, ég ætti ekki að búast við, að hann myndi alltaf alla hluti.“ „Hverslags hluti?“ spurði Angela hvasst. „Nú, afmælið mitt...“ „Afmœlið þitt! Hvað áttu annars mörg afmæli á ári?“ þusaði Angela. Jenný var þögul og rifjaði upp fyrir sér hugkvæmni Gor- dons, þegar hann valdi gjafir handa Angelu, ekki bara á af- mælum og jólum, heldur við hvert það tækifæri, sem hún þurfti á gjöfum að halda og það virtist nokkuð oft. „Hvernig ferðu að?“ spurði hún auðmjúk. „Að hverju?" „Að fá Gordon til að muna, að hann langi til að kaupa eitt- hvað handa þér.“ Ekki dýrar gjafir, hún átti ekki við það. Litinn blómvönd. ofurlítinn ódýran vott um ást- úð í verki — slíkt veitti Páll henni aldrei. Né heldur sagði hann henni oft, að hann elskaði hana, alla vega ekki með mörg- um orðum. „Hef ég nokkurn tíma sýnt þér bréfin frá Gordon?“ malaði Angela. „Jú, það minnir mig.“ „í hvert sinn, sem hann þarf í burtu í viðskiptaeriridum, skrifar hann mér alveg dýrðleg bréf — ég skal sýna þér nokkur þeirra. Sjáðu nú til, þú verður sjálf að hefja þá leið, sem þú ætlar að fara. Ég held, að þú hafir hlaupið á þig, elskan. Þú áttir að gera þér fullkomlega Ijóst, hvers þú væntir af hon- um fyrir brúðkaupið." Jenný kom allt í einu í hug DRAUMUR í STEREO Fjöldi manns á ekki aðra ósk heitari en að eignast vönduð hljómflutningstæki, t.d. útvarp með öllum hugsanlegum bylgjum, eða plötu- spilara, eða stereo magnara með fallegum há- tölurum, eða segulband (kasettu) sem hægt V? er að hafa í bíl, bát, tjaldi, eða fallegri hand- | tösku, eða segulband í fallegum harðviðar- , * • kassá sem sómir sér vel í stássstofunni og p hefur ekta stereo hljóm og stereo upptöku. I En vandinn var alltaf sá, hvað ætti að kaupa ? af öllum þessum tækjum, og hvar ætti að * kaupa þau. VANDINN ER LEYSTUR. Hjá okkur getur þú séð ALLAR ÖSKIR þínar rætast. Við bendum á: STEREO-magnari Tútvarp 2x35 watts á kr. 33.800. STEREO-magnara 2x25 watts á kr. 13.900 STEREO-heyrnartól frá kr. 695. Verzlunin GELLIR GarÖastræti 11 sími 20080 umsjónarmaðurinn á skrifstof- unni, sem spurði hana hvass- yrtra spurninga og horfði rann- sakandi á hana, þegar hún var að sækja um vinnuna. „Ég á engin bréf frá Páli,“ sagði hún. „Mig minnir, að hann skrifaði mér eitt eða tvö, en það voru bara, ja, bara bréf, skilurðu. Ég henti þeim.“ „Sértu að tala um mikla vinnu, þá vinnur nú enginn meira en Gordon." Angela teygði handleggina upp yfir höfuðið og andvarpaði og Jeriný horfði á vandað vegg- fóðrið og gluggatjöldin og ein- falda kjólinn hennar Angelu, sem hafði kostað fimmtíu gine- ur, og viðurkenndi með sjálfri sér, að Gordon þyrfti að vinna fyrir ýmsu. „ ... og samt finnur hann alltaf tíma til að kaupa handa mér blóm og velja handa mér gjafir. Ég veit, að ég er hepp- in ...“ „Þú átt það skilið,“ sagði Jenný eins og af skyldurækni og gaut augunum á skóg af bleikum rósum í einu horni stofunnar. „En það átt þú lika,“ sagði systir hennar. „En vertu róleg, það er aldrei of seint. Ég veit um eina tvo, mjög geðuga unga 40 VIKAN 20. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.