Vikan


Vikan - 18.05.1972, Qupperneq 45

Vikan - 18.05.1972, Qupperneq 45
FRÁ RAFHA 56 LÍTRA OFN MEÐ LJÓSI, yfir og undirhita stýrt með hitastilli. Sérstakt glóðarsteikar element (grill). Klukka með Timer. Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð. VIÐ ÖÐINSTORG - SlMI 10322 þegar hún settist við borðið og beið eftir bolla af hressandi tei. Þá kom hann með einkennileg- an svip á andlitinu, teketilinn í annarri hendi en hina aftan við bak. „Ég er með gjöf til þín,“ sagði hann. „Hvað?“ Hún góndi á hann. „Lokaðu augunum og réttu fram höndina.“ Hún hlýddi steinhissa og fann eitthvað andstyggilegt og vott í hendinni. „Hvað er þetta,“ æpti hún upp yfir sig og sá að þetta var einhver brún leðja, plastpoki íullur af gömlu tei og telaufum. Það hlaut að hafa verið gat á pokanum, því að innihaldið rann út yfir ermina hennar og niður á sokkana. „Ég hata þig,“ æpti hún og henti þessu í hann. „Ég varaði þig við,“ sagði hann og vék sér undan. „Ég verð að viðurkenna, að það hafði hann gert,“ sagði hún við Angelu. „Hann hafði sagt mér, að næst þegar hann fyndi gamalt te í katlinum, ætlaði hann að setja það í poka og gefa mér. Auðvitað trúði ég honum ekki.“ „Hver hefði gert það? Hann er galinn, kolvitlaus. Það var gott að þú fórst að heiman, hann gæti beitt þig ofbeldi. ’amið þig eða eitthvað þvílíkt." Hún starði á Jenný, sem leit undan. „Hann ... hann hefur þó ekki slegið þig?“ „Ja... bara þegar ég hef slegið hann fyrst.“ „Svínið!“ Angela kreppti hnefana, en sagði síðan: „Bíddu þangað til að ég segi Gordon allt þetta.“ „Ég hugsa, að hann hafi ekki vitað, að gat var á pokanum,“ sagði Jenný lágt. „Og svo rauk hann burt í fússi, án þess að fá morgunmat og skellti á eftir sér hurðinni." Nú var hún búin að taka upp úr töskunni. „Hvað er þetta?" spurði hún rugluð og þreifaði niður í hliðarvasann. Hún horfði aftur á töskuna. „Ó, je minn, þetta er ekki mín taska. Ég hef tekið Páls tösku,“ sagði hún. „Hvað máli skiptir það? Hann fær hana aftur.” „Já, en hann geymir eitthvað hérna, skjöl og svoleiðis. Vega- bréfið og tryggingaskírteini. „Við skulum athuga það.“ Angela gramsaði í vasanum og dró fram lítið, lokað umslag. „Hvað er nú þetta?" spurði hún og horfði grunsamlega á um- slagið. „Ó, það veit ég ekki, eitthvað sem Páll á.“ „Ætlarðu ekki að opna það?“ „Angela!“ „Þú hefur rétt til þess. Þú gætir fundið skilnaðarsök þarna.“ Jenný horfði á umslagið og elti Angelu eins og í draumi niður í eldhúsið og horfði á hana kveikja á katlinum og bú- ast til að opna umslagið yfir gufunni eins og hún væri ^ilvön slíku verki. „Hér er bréf, tvö bréf,“ æpti Angela æst. „Og myndir." Ein þeirra datt á gólfið. „Ó, þetta er lítil stelpa,“ sagði hún og tók myndina upp. Röddin virtist ringluð: „En þetta ert þú, Jenný, um það leyti, sem þú varst tíu ára.“ Jenný tók myndina af henni og starði á hana. „Það var áður en hann kynntist mér,“ sagði hún. Þá sagði Angela eins og hún hefði orðið fyrir vonbrigðum: „Hin myndin er líka af þér. Hún er ekki mjög góð.“ „Tekin í brúðkaupsferðinni okkar,“ sagði Jenný og virti fyrir. sér sitt eigið breiða bros og hamingjuna, sem skein út úr svipnum. Hún mundi, að þegar hann hafði tekið myndina, hafði hann kysst hana og sagt: „Ég elska þig, þú ert falleg." Á myndinni sýndist hún ótilhöfð og ómáluð og vindurinn ólagaði fötin hennar. „Hér er gamall reikningur af veitingastað eða eitthvað svo- leiðis,“ sagði Angela og stakk pappírsmiða aftur í umslagið. „Ó, ég skammast mín svo, ég hefði ekki átt að láta þig opna það,“ sagði Jenný og þreif pappírinn úr höndum Angelu. ,.Ég vil ekki vita, hvað er í þessum bréfum, ég læt þau aft- ur á sama stað.“ „Nei, ég veit, hvað bezt er að gera, ég er eldri en þú,“ sagði Angela í fyrsta sinn frá því þær voru börn. „Hlustaðu nú: „Kæri Páll ég get ekki skrifað m\kiS, því að einhvern veginn kem ég ekki orðum að því, sem ég vildi segja. Ég sakna þín svo mikið, að ég finn til eins og hluti af mér hefði verið rifinn í burtu. Ég held áfram að segja við sjálfa mig, að hálfur mánuður sé ekki lengur tími ...“ „Þetta er bréf frá þér,“ sagði hún vonskulega. „Ég veit það. Þetta var áður en við giftumst, og hitt bréfið er líka frá þeim tíma. Láttu mig nú fá þau.“ Þetta eru einu bréfin, sem ég skrifaði honum, hugsaði Jenný. Ég henti hans bréfi, en hann geymdi mín. Angela rétti henni bréfin og horfði þegjandi á, þegar Jenný 20. TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.