Vikan - 18.05.1972, Qupperneq 52
OSTA
BAKKINN
er einstaklega skemmtilegur og fjölbreytilegur réttur. Tilvalinn sjónvarps-
réttur, daglegur eftirréttur, milli eða eftirréttur við hátíðleg tœkifceri og sér-
réttur á köldu borði. Reynió'-ostabakka - það er auðvelt.
Ostabakki
Raðið saman á fat ostum og ávöxtum eða græn-
meti og berið fram sem eftirrétt. Gott er að velja
saman milda og sterka osttegund. Þegar ostabakki
cr borinn fram sem daglegur eftirréttur, eru tvær
til þrjár osttegundir settar á bakka ásamt einum til
tveim tegundum af ávöxtum eða grænmeti, ost-
stykkin borin fram heil, svo hver og einn geti skorið
sér ostbita eftir vild.
Á hátíðaborðið má skera oststafi, tenitlga og
sneiðar af ýmsum osttegundum og raða smekk-
lega á stóran bakka ásamt ávöxtum eða grænmeti.
Á meðfylgjandi mynd má sjá: Gráðost, camembert
ost, stykki af port salut tvær ostsneiðar vafðar
upp ofan á ostinum, valhnetukjarna stungið í,
tilsitterost skorinn í þykkar, þríhyrndar sneiðar,
teninga af goudaosti ásamt grænum og rauðum
kokkteilberjum, stungið í appelsínu og teninga af
sterkum goudaosti með mandarínurifi. Ennfremur
eru á bakkanum appelsína, banani, epli og vínber.
Fallegt er að skreyta með grænu grænmeti, svo sem
steinselju, dilli eða blaðsalati, þegar völ er á því.
Ýmsa fleiri ávexti og grænmeti má hafa með ost-
unum á ostabakka, svo sem hreðkur, tómata,
agúrkur, ólífur, döðlur, gráfikjur, perur og ananas.
Géta~c</ AmfcUa/án^