Vikan


Vikan - 13.07.1972, Blaðsíða 4

Vikan - 13.07.1972, Blaðsíða 4
 pLITAVER GRENSÁSVEGI 22-24 SÍMAR: 30280-32262 Teppin sem endastendast og endast á stigahús og stóra gólffleti Sommer tepp'm eru úr nælon. Þa5 er sterkasta teppaefnið og hrindir bezt frá sér óhreinindum. Yfirborðið er með þéttum, lá- réttum þráðum. Undirlagið er áfast og tryggir mýkt, sfslétta áferð og er vatnsþétt. Sommer gólf- og veggklæðning er heimsþekkt. Sommer teppin hafa staðizt ótrúlegustu gæðaprófanir, m. a. á fjölförnustu járnbrautarstöðvum Evrópu. Við önnumst mælingar, lagningu, gerum tilboð og gefum góða greiðsluskilmála. Leitið til þeirra, sem bjóða Sommer verð og Sommer gæði. PÓSTURINN Agalega ástfangin Elsku Póstur. Ég hef séð að margir leita ráða hjá þér, og margir fá svörin hjá þér en sum lenda f ruslafötunni. Þannig er mál með vexti að ég er átján ára og er ástfangin eins og margar aðrar, ég er skotin í strák sem er fjórum árum eldri en ég, ég tala oft við hann og ég er agalega ástfangin af hon- um en ég veit ekki hvort hann elskar mig. Ætti ég að segja honum að ég elska hann eða bíða með það? Elsku Póstur, svaraðu mér nú. Hvernig eiga Vatnsberamerkið og Tvíburarnir saman? Ég vona að þetta bréf lendi ekki í ruslafötunni hjá þér. Ég kaupi alltaf Vikuna. Ein í ástarsorg. P.S. Hvernig er skriftin? Vertu ekkert að biða með að láta hann vita að þú sért hrifin af honum, en þar með er ekki sagt að þú þurfir endilega að vera mjög eftirlát við hann, ef hann skyldi vilja notfæra sér það án frekari umsvifa, eins og strákum hættir til í slíkum til- fellum. Fyrst skaltu ganga úr skugga um hvort hann er veru- Igea hrifinn af þér eða ekki. Tvíburar og Vatnsberi eiga yfir- leitt ágætlega saman og dragast oft hvor að öðrum. Skriftin er því miður hörmuleg, af þetta fullorðinni manneskju. Þá varð hann vondur Kæri Pósturl Ég er ein af þeim sem kaupi Vikuna og hef haft gaman af. Nú er eitt vandamál hjá mér, sem mig langar að biðja þig að leysa. Þannig er mál með vexti að ég á mjög góðan vin. Við höfum þekkzt síðan við vor- um lítil (eins og sagt er). Þessi strákur hefur verið mér betri en nokkur bróðir gæti ver- ið, við höfum talað saman um allt. Hann segir mér til dæmis alltaf ef hann er hrifinn af stelpu og þá hver það er, og ég hef sagt honum ef ég hef orðið skotin í strák. En svo ég komi nú að efninu. Um daginn fórum við á ball með nokkrum öðrum krökkum. Við vorum með vín (ég drekk ekki sjálf) en þó var enginn full- ur. Krakkarnir voru að dansa nema við tvö. Allt í einu byrjar hann að segja mér hvað hann sé hrifinn af mér, og að ég sé sú dýrlegasta stelpa sem hann hafi hitt. Ég tók þessu fyrst í gríni en svo sá ég að honum var alvara. Ég sagði honum eins og er að ég vildi bara að við værum góðir vinir. Hann varð þá vondur og rauk út. Hann hefur ekki talað við mig síðan, og krakkarnir segja að hann sjái eftir þessu. Ég vil alls ekki missa af vinskapnum við þennan vin minn, en hvað á ég að geral! Vona að þú svarir þessu bréfi mínu. Hvernig er skriftin? Gugga. Sé það rétt að hann sjái eftir þessu, ætti að vera hægt að jafna þetta. Talaðu bara við hann, útskýrðu þína afstöðu bet- ur og vittu þá hvort hann tekur ekki öllu vel. Skriftin er ekki ósnotur, en dálítið hirðuleysis- leg. Hvernig passar það saman? Kæri Pósturl Geturðu sagt mér hvernig þessi merki passa saman: fiskarnir og krabbinn, fiskarnir og bogmað- urinn og fiskarnir og vatnsber- inn, fiskarnir karlkyn, en hitt kvenkyn? Einn sem þarf að velja á milli. P.S. Hvernig er skriftin og hvað lestu úr henni, og hvernig er stafsetningin? Hef aldrei skrifað þér áður. Krabbi og fiskar: upplagt. Fisk- ar og bogmaður: má búast við heitri ást, en kannski ekki alveg fullkomnu samræmi fyrst í stað. Fiskar og vatnsberi: getur orðið stirðlegt í byrjun, en vel má vera að úr því rætist þegar fram í sækir. 4 VIKAN 28. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.