Vikan


Vikan - 13.07.1972, Blaðsíða 8

Vikan - 13.07.1972, Blaðsíða 8
KUWAIT -DRAUMARÍKIÐ í EYÐIMÖRKINNI Allir höfðu gefið upp vonina um að hér fyndist nokkur olía. En svo var það að brezkan embættismann dreymdi ævintýralegan draum ... Patrick Dixon, háæruverðug- an brezkan stjórnarfulltrúa í Kúvæt, sem var landinu þaul- kunnugur og góður vinur vald- hafans þar, dreymdi undarleg- an draum eitt sinn árið 1937. Draumurinn var á þessa leið: Dixon þóttist staddur í húsi sínu við jaðar eyðimerkurinn- ar, en skammt frá því óx stórt og þorstalegt fíkjutré, sem var alveg umkringt sandi. Eftir hvassviðri mikið, sem bar sand inn í húsið og gerði íbúunum erfitt um andardrátt, gekk Dix- on út að glugga og sá borð standa hjá fíkjutrénu. Dixon þóttist ganga út að borðinu og sá þá einhverja veru, sem lá á borðinu vafin í dúk. Veran var þegar til kom dáfögur stúlka, sem bað Bretann um hjálp, þar eð hún væri elt af hjörð villimanna. Hann bjarg- aði henni — og við það vakn- aði hann. Til að átta sig á því sem hér fylgir verður að bregða sér nokkur ár aftur í tímann. Árið 1913 hafði þáverandi sjeik í Kúvæt, Múbarak að nafni, gef- ið ensku stjórninni leyfi til að nytja olíulindir, sem uppgötv- ast kynnu í ríki hans. í íran var leitað að olíu með góðum árangri en fyrst í stað fannst ekkert í Kúvæt, svo að hætt var að leita þar í bráðina. Það var ekki fyrr en á miðjum fjórða tug aldarinnar að farið var að leita þar að nýju, og þá enn með litlum árangri — það er að segja framan af. 1937 var svo komið að til stóð að hætta með öllu að leita að olíu í Kú- •væt. En þá var það að Patrick Dixon dreymdi drauminn sinn Daginn eftir fór hann til konu, sem réði drauma. Hún gaf það ráð að farið yrði að bora eftir olíu lengra suður frá, umhverfis Búrgon-hæð. Þar skyldi leitað að fíkjutré. Dixon fékk því til leiðar kom- ið að farið var að ábendingu konunnar draumspöku. Dögum saman ráfuðu menn um svæð- ið, sem vísað var á, í leit að fíkjutré, sem seint og um síðir fannst. Þar var svo farið að bora. Borað var í tvær vikur án árangurs. En fáeinum klukkustundum áður en hætta átti borununum fyrir fullt og allt komu menn niður á olíu skammt frá trénu. Það gerðist sextánda október 1937. Eftir heimsstyrjöldina síðari kom svo í ljós að Búrgon-svæðið var stærra en nokkurt annað olíu- svæði í heimi. Kúvæt varð fljótlega eitt helztu olíuríkja heims, en þann frama átti það sumpart að þakka erfiðleikum hjá nágranna sínum fran. For- sætisráðherra þess lands, Mos- sadek, þjóðneytti olíufram- leiðsluna hjá sér og kallaði með því yfir höfuð sér reiði brezku Kortið sýnir stöðu fursta- dæmisins Kúvæt (Kuwait) viS botn Persaflóa vestan- vert, á milli íraks og Saúdi-Arabíu. olíuhringanna og þar með brezku stjórnarinnar. Þetta leiddi til að olíuframleiðslan í íran stöðvaðist næstum alger- lega á tímabili, en það leiddi aftur til þess að eftirspurnin eftir olíu annars staðar frá stórjókst, og af því naut Kúvæt góðs. Á sjötta áratugnum varð eyðimerkurríki þetta svo að segja í einum hvelli að ein- hverju nýtízkulegasta landi Miðausturlanda. Þótt peningar séu að vísu ekki einhlítir til að gera fólk hamingjusamt, þá eru þeir miklu betri til þess en ekkert, sérstaklega ef menn hafa verið sárfátækir fyrir. Og það höfðu Kúvætmenn verið. Sjálfsagt á takmarkalaus hrifning þeirra á tækninni og áhugi á að nýta hana á sem flestum sviðum rætur að rekja til armóðs þess, sem þeir hlutu að búa við fyrrum. Eyðimerk- urlífið skerpir tilfinninguna fyrir möguleikunum og kjarna hlutanna. Maður verður að nota hvert tækifæri, og það hefur verið gert í ríki þessu. Þar er lifað eftir kjörorði em- írsins, sem ríkinu stjórnar. Það hljóðar svo: „Alla hefur veitt Kúvæt mikið ríkidæmi með olíunni, og nú munum vér, sem áður vorum fátækir, njóta þeirra auðæfa, og hver einasti Kúvætmaður skal eiga þar í hlutdeild.“ Allir Kúvætmenn og sömu- leiðis útlendingar, sem í land- inu dveljast, geta hlotið bót meina sinna á sjúkrahúsi sér að kostnaðarlausu. Tannlækn- ingar eru jafnvel ókeypis. Svo að segja hver maður á hús og bíl. Ríkið veitir vaxtalaus lán til íbúðabygginga. Tekjur eru jafnari en í öðrum Miðaustur- löndum, og jafnvel lægstlaun- uðu stéttirnar hafa dágott kaup miðað við verðlag og lífskjara- takmörk. Meðaltekjur á íbúa eru hærri í Kúvæt en nokkru öðru ríki veraldar. Eins og þegar hefur verið vikið að byggist þessi velsæld algerlega og eingöngu á olíu- framleiðslunni, en talið er að Kúvæt hafi meiri olíu í jörðu en nokkurt annað ríki. Sem stendur er það í fjórða sæti meðal ríkja heims hvað snert- ir framleiðslu á hinu svarta gulli. Þrátt fyrir allar öryggisráð- stafanir, sem nýtízku tækni gerir mögulegar, er „blow-out“, ófyrirséð gasgos, voði sem stöð- ugt vofir yfir öllum olíuverum. Eitt slíkt gos varð fyrir skömmu í Kúvæt. Svæðið, þar sem gosið varð, var samstund- 8 VIKAN 28. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.