Vikan


Vikan - 13.07.1972, Blaðsíða 45

Vikan - 13.07.1972, Blaðsíða 45
— Hvenær fór peningahliðin að vera bjartari? — Það var í Bandaríkjunum. Ég man ekki nákvæmlega hve- nær. „Ready Steady Go“ var það sem breytti öllu fyrir okk- ur hér í Englandi eftir að „My Generation" varð vinsælt. Og hvort sem fólk trúir því eða ekki, þá var það ekki fyrr en eftir „Tommy“ að við fórum að hafa raunverulegar tekjur. Áð- ur fór allt í skuldir og við átt- um aldrei grænan eyri. Við fórum í hljómleikaferð um Bandaríkin með Herman's Her- mits og töpuðum miklum pen- ingum á því. Við ætluðum ekki að tapa á þeirri ferð og fórum um allt í rútu, en þegar allt kom til alls varð rútan ekkert ódýrari en flugvél hefði orðið. Peningarnir sem við fengum voru ekki til neins nema að grynna aðeins á skuldunum. Það kostaði meira að fara á milli staða en það sem við feng- um fyrir að spila. Auk þess fengum við reikninga fyrir hljóðfærum. Við vorum farnir að eyðileggja hljóðfæri á hverju kvöldi og jafnvel þótt ég hefði fengið sterkari trommusett, þá braut ég þau viljandi. — Þá voruð þið farnir að vera vinsælir í Bandaríkjun- um, ekki satt? — Á hljómleikunum með Herman var hann aðalnúmer- ið, en það var á þeirri ferð sem við fórum að safna að okkur aðdáendum. Og aðdáendur okk- ar komu vegna hljómleika okk- ar en ekki platna- Það sem breytti þó mestu var Tommy. Þær plötur breyttu öllu á all- an hátt: Hvað snerti peninga, áheyrendur og virðingu. Tom- my lagfærði misklíð okkar við hljómplötufyrirtækið því þá fóru þeir að virða okkur. Eftir það fengum við ókeypis aug- lýsingar, samsæti og þess hátt- ar. — En þið áttuð í vandræð- um með að fylgja Tommy eft- ir? — Já. Þess vegna sendum við frá okkur „Live at Leeds“. Við vildum taka jákvætt spor í aðra átt, að öðrum kosti myndi Pete vera að semja Tommy það sem eftir væri ævinnar. „Live at Leeds“ var dæmi um hljóm- leikaprógramm okkar eins og það var um tíma, en nú erum við með meira af Tommy í því. — Átti ekki „Who's Next“ að vera upprunalega fyrir kvik- mynd? — Það átti að vera ýmislegt. Við vorum með nokkur hand- rit og leikstjóra sem vildu gera kvikmynd með okkur, en á endanum gáfumst við upp á því og ákváðum að senda frá okkur góða plötu í staðinn. — Þú ert þekktur fyrir að snúa hótelherbergjum gjörsam- lega við. Hvenær byrjaðir þú á því? — Þegar hótel fóru að sýna mér lítilsvirðingu og dónaskap. Það er slæmt að láta koma fram við sig eins og maður sé einhver ræfill. Ég vil ekki hafa það þannig. Ef ég er með her- bergi á leigu og fæ ekki þá þjónustu sem ég bið um fyrr en eftir þrjá og fjóra klukku- tíma, þá finnst mér það slæmt. Maður getur ekki farið pakk- saddur inn á sviðið og ef steik- in kemur ekki fyrr en þremur klukkutímum eftir að ég hef pantað hana, þá ærist ég og hendi henni í vegginn. Þá fer þjónninn og sækir hótelstjór- ann og okkur er hent út. — Eru mörg hótel sem ekki vilja taka við ykkur? —• Já, það eru heilu hótel- hringirnir. Aðrar hljómsveitir kvarta yfir þessu og segja það bitna á þeim, en ef þeir vilja láta bjóða sér slíka þjónustxi, þá verði þeim að góðu. É'g læt ekki bjóða mér það. Einu sinni læstu þeir herbergjunum okk- ar á meðan við vorum úti og heimtuðu svo fyrirframgreiðslu þegar við komum aftur. Mér þótti það ekki gott, svo ég braut hurðina í þúsund mola, tók far- angurinn minn og fór. — Hcldurðu að orðstír þinn sem trommuleikari eigi í vök að verjast fyrir þeim sögum sem ganga um ruddaskap þinn og prakkarastrik? — Ég hef engan sérstakan áhuga á því að vera stórkost- legur trommuleikari. Ég kæri mig ekkert um að beina öllum kröftum mínum í þá átt að verða einhver Buddy Rich. Það eina sem ég hef áhuga á í því sambandi, er að spila á tromm- ur fyrir the Who og láta þar við sitja. É'g hugsa aftur á móti heilmikið um prakkarastrik, því mig langar að vinna kvik- myndir. Pete semur lög, John semur og stjórnar upptökum, Roger á sinn sveitabæ og ég hef áhuga á kvikmyndum og sjónvarpsmyndagerð. Ég er mikið hættur að flækjast um í klúbbum eins og ég gerði áð- ur. — Hvers vegna heldurðu að the Who hafi verið saman svo lengi þegar aðrar hljómsveitir, sem byrjuðu um svipað leyti, eru löngu hættar? — Vegna þess að það voru ekki the Who. Persónuleikar þeirra voru ekki hæfir til að starfa saman. Ég elska hina í hljómsveitinni mjög mikið. Maður verður að vera í mjög nánum tengslum við þá sem maður vinnur með og þá sem vinna fyrir mann. Ef það er ekki fyrir hendi, er hljóm- sveitin búin að vera. Okkur hefur tekizt að gera tengslin innan the Who þannig, að all- ir njóta þeirra. — Hvaða plötu hljómsveitar- innar heldur þú mest uppá? — Sú sem ég hef verið að spila undanfarið og hefur þótt gaman að; hún hefur komið mér á óvart, er „The Who Sell Out“. Ég er ánægður með þá plötu núna þótt mér hafi ekki þótt mikið til hennar koma þegar hún var gerð. — Áttu þér uppáhalds- trommuleikara úr öðrum hljóm- sveitum? •—■ Mér þykir trommuleikar- ,inn í Argent mjög góður — og svo Ringo, sem er ótrúlega góður trommari. Bassatrommu- leikur hans er stórkostlegur. Ég held mest uppá þessa tvo. — Trommusettið, sem þú notar á hljómleikum, er risa- stórt. Notarðu það allt? — Stundum. Aðallega nota ég trommurnar vinstra megin við mig fyrir kjuða, glös, hand- klæði og svoleiðis nokkuð. Gler- settið mitt nota ég lítið. Ég eignaðist það í Bandaríkjunum en hef aldrei náð almennileg- um tón úr því. Það er ágætt í sjónvarp og annars staðar þar sem allt þarf að vera fallegt og huggulegt. — Þú berð mikla virðingu fyrir Townshend, ekki satt? — Jú. Okkur Pete kom ekki mjög vel saman í upphafi. John og ég vorum hins vegar góðir vinir og fórum mikið út sam- an. Við höfum alltaf virt hvern annan og það hefur vaxið með árunum. Pete setur allar sínar hugsanir í músík og semur allt- af með það fyrir augum að við spilum það. — Heldurðu að the Who myndu halda áfram ef einn ykkar hætti? — Nei, það held ég ekki. Ég held að hljómsveitin hætti, mjög eðlilega. És reikna alls ekki með að neinn okkar verði leiður á undan hinum. Ef ein- hver kærði sig um að hætta, þá hefði hann gert það fyrir löngu síðan. Það kemur að því að við getum ekki gert meira, en samt get ég hugsað mér okkur vinna saman alla ævi. En það eru örugglega engir sem ég vildi heldur vinna með en einmitt the Who. ☆ MAFlAN Framhald aj bls. 22. Mafíusið þykir vel við eiga að sýna hverjum þeim, sem á að „veita lausn“ úr félagsskapn- um, sérlega mikinn blíðskap síðustu stundir hans hérna megin grafar. Lucky Luciano, sem sameinaði hin ýmsu ríki Mafíunnar á fjórða áratugnum, hafði að vísu forboðið þennan sið. „Það vekur of mikla at- hygli,“ sagði hann, „ef við er- um síkyssandi hver annan á veitingahúsum og annars stað- ar.“ Eftir kossinn gerðist Vala- chi mjög hugsjúkur. Skýring- in á þessu var sú, að meðfangi þeirra einn hafði rægt hann við Genovese og talið höfðingj- anum trú um, að Valachi hefði ákveðið að kjafta frá um hlut- deild þeirra í eiturlyfjabrask- inu. Valachi lagði nú niður fyrir sér hvern meðfanganna Geno- vese helzt mundi setja honum til höfuðs. Um síðir festust grunsemdir hans við mann að nafni Joseph di Palermo. Og snemma dags tuttugasta og annan júní greip Joe Valachi sextíu sentimetra langt blýrör sér í hönd og laust því í höfuð manni, sem hann tók fyrir di Palermo. Hausinn lamdist í — Það er nógu slæmt að vera búinn að tapa heilum klukku- tíma, þótt ég geti ekki sagt hvað ég hef gert við hann! — Er ekki kominn tími til að þú hættir að lesa þessar kyn- lífsbækur? 28. TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.