Vikan


Vikan - 13.07.1972, Blaðsíða 26

Vikan - 13.07.1972, Blaðsíða 26
 2 *< z ö o c ts o EINSKIS i VIRÐI An ÁHUGAMÁLS" Viðtal við Þórunni Simonardóttur, ,,Ungfrú ísland 1972,” hestakonu, náttúruunnanda og ..venjulega” stúlku. Þórunn Símonardóttir, ..Ungfrú tsland 1972”, er á margan hátt óvpnjuleg teguróar- drottning. llún hefur ekki áhuga á aó lifa sig inn i hlut- verkió - tdku liiboöum um íyrir- sætustörf, draumatilboðum um kvikmyndaleik, etc. — og um helgar þykir henni skemmti- legast að riða út eða fara i tor- færuferðir á Vipon-jeppa unnusta sins, Haralds P. Hermanns. Skoðun kunningja okkar á Vik- unni, sem leit inn á ritstjórnina þegar við vorum að velja mynd- irnar, sem eru, með þessum linum, lýsir sennilega nokkuð vel fegurðardrottningunni Þórunni Símonardóttur. Kunninginn var ckki sérlega hrifinn af henni sem fegurðardrottningu en þó vissum við, að hann taldi fegurðarsam- keppnir hinn mesta hégóma. — líf á að velja fegurðardrottn- ingar, sagði hann, — þá eiga þær að vera figúrur. Þessi dama er cngin figúra. Hún er „bara” venjuleg. Það er nokkuð til i þvi, að Þórunn sé venjuleg. En það er frlskandi að hitta „venjulega” fegurðardrottningu. Þegar ég ^pjallaði við Þórunni útl Háskóla- biói að aflokinni keppni, kom mei á óvart þegar hún sagðist ekki hafa farið út i keppnina til að sigra. Ég spurði hana, hvort nokkur færi út i keppni yfirleitt án þess að ætla sér að sigra. — Ég vildi auðvitað standa mig vel, svaraði hún, — en mig langaði ekki að vinna. Svo er ég náttúr- lega mjög ánægð þegar þetta er afstaðið. Það kom mér einnig á óvart þá sömu nótt, þegar hún sagðist ekki hafa minnsta áhuga á, að fara til Japan, en fyrstu verðlaun hljóð- uðu upp á ferð þangað. Nei, Þórunni langaði til Portúgal, þrátt fyrir að þetta væri að öllum likindum eina tækifæri hennar i lifinu til að heimsækja Japan, Portúgal er svo að segja rétt við bæjardyrnar hjá okkur. Þegar við svo heimsóttum Þórunni á heimili foreldra hennar skömmu eftir keppnina, spurði ég nánar út i þetta, hvers vegna hún vildi ekki fara til Japan. Hún hafði ekki skipt um skoðun: — Það er i fyrsta lagi allt of langt, sagði hún, — og auk þess hefði ég þurft að fara ein. Sem gagnfræð- ingur hef ég ekki það mikla mála- kunnáttu, að ég geti bjargað mér Pessi mynd var tekin við hesthús Fáks við Elliðaár. Ekki er hægt aó segja annað en að Þórunn sómi sér vel með hrossið — oq hestakallana f krinqum siq Þórunn, unnusti hennar, Harald P. Hermanns og Víponinn. 26 VIKAN 28. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.