Vikan


Vikan - 13.07.1972, Blaðsíða 27

Vikan - 13.07.1972, Blaðsíða 27
Þórunn Símonardóttir, Ungfrú Island nægilega mikið og svo helur Japan eiginlega aldrei heillað mig, þvi siður að ég vildi fara þangað i heilan mánuð ti! að taka þátt i svona keppni. Mér hefur skilist, að i slikum keppnum sé si- fellt vakað yfir manni og frjáls- ræði litið, þannig að ég held ég taki áhættuna og stefni að Japansferð seinna. Til Portúgal fer Einar Jónsson aftur á móti með mér, þannig að ég verð miklu öruggari. Við sátum heima hjá foreldrum Þórunnar, þar sem hún bjó reyndar lika þegar við töluðum saman og fyrir utan voru börn að leik, hlátrasköll og skrækir bárust inn af götunni i Austur- bænum og einstaka sinnum orgaði reið stelpurödd á strák fyrir neðan. Þau Þórunn og 1972. Harald stóðu i stórræðum, voru að flytja i ibúðina á hæðinni fyrir neðan, eftir að hafa opinberað trúlofun sina i april sl. Þórunn sagðist vilja eiga mikið af börn- um, — sex eða sjö, sagði hún og brosti breitt. Áður höfðu þau bæði svarað þeirri spurningu minni neitandi, hvort titill Þórunnar myndi breyta einhverju 'um samband þeirra. f Háskólabiói hafði Harald svarað.: — Nei, ég von; ekki, en siðan, eftir andartaks hik: —Nei. Alls ekki, — Auðvitað þekkir maður mörg dæmi um, að slitnað hafi upp úr trúlofunum og sliku eftir svona keppnir, sagði Þórunn, — en ég sé enga ástæðu til að það verði hjá okkur. Við erum búin að þekkjast lengi og ég ætla mér ekki að breyta neinu i háttum minum þo svo aðég hafi orðið Ungfrú tsland 1972. Eftir að ég kem heim frá Portúgal ætla ég að halda áfram að vinna i Pop-húsinu og svo höfum við talað um að gifta okkur i haust. En þrátt fyrir að Þórunn sé á- kveðin i að taka engum tilboðum sem hún fengi mögulega i Portú- gal, er hún starfandi tizkusýn- ingarstúlka hér heima. Hún fór á námskeið hjá módelsamtökunum Karon i fyrrahaust og hefur starfað með þeim siðan. — Mér finnst það anzi gaman, sagði hún. — En ég gæti ekki hugsað mér að vinna við það eingöngu, og sizt að vera ljósmyndafyrirsæta. Ég vil geta hreyft mig á meðan og ég verð dálitið leið eftir ákveðinn tima. Það er gaman að geta gripið i þetta öðru hverju, en af og frá að leggja það fyrir sig. Aðaláhugamál Þórunnar er þó hestamennska. Hún á sjálf sjö vetra gamlan fola sem hún kgllar Prins og hefur notað hvert tæki- færi til að sinna honum, riða út og vera i samfélagi við dýr og náttúru. — Áhugann á hestum fékk ég fyrst þegar ég var bara smábarn, sagði hún. — Föður- bróðir minn býr i Miðhjáleigu i Austur-Landeyjum og hjá honum var ég i sveit i ein fimm sumur. Þegar ég var svo 9 ára, tilkynnti ég foreldrum minum, að ég vildi fá hest i fermingargjöf og var að minna þau á það af og til þar til leið að fermingu. Þá sagði pabbi mér, að ég fengi ekki hest fyrr en ég gæti séð um hann að öllu leyti sjálf, þannig að ég keypti mér hestinn fyrir 3 árum. Nú er ég þvi miður nýbúin að senda hann austur, ætla að hafa hann þar i sumar, en ég hef svo sannarlega hugsað mér að nota hvert tæki- færi til að fara þangað og riða út. t fyrrasumar fórum við til dæmis riðandi úr Landeyjunum og inn i Þórsmörk og ég get svarið, að sú ferð var mér á við 40 dansleiki. Ég fékk ótrúlega mikið út úr þeirri ferð og bý enn að þvi. Já, þú mátt vera viss um, að við ætlum aðra slika ferð nú i sumar! Það var greinilegt, að Þórunn var komin i essið sitt við að tala um hesta. Móðir hennar, Svan- hildi Halldórsdóttur, bar að rétt i þessu en faðir hennar, Simon Guðjónsson, var upptekinn. Við ákváðum að fara niður i Fáks- hesthús og mynda Þórunni þar i sinu „rétta” umhverfi, og á meðan Þórunn hafði fataskipti notaði ég tækifærið og spurði móður hennar hvað henni þætti til um allt tilstandið. Frú Svan- hildur brosti við og sagðist ekki hafa orðið vör við mikið tilstand. — Það kemur kannski þegar hún fer til Portúgal, sagði hún svo. — En ég er náttúrlega hreykin af Þórunni og hreyknust er ég af þvi hversu vel mér þykir hún taka þessu. Þórunn hefur alltaf verið sjálfstæð og þvi var ég ekkert á móti þvi, að hún færi i þessa keppni. Nei, ég held að við eigum ennþá okkar sömu Þórunni hesta- konu. Hestar eru hennar lif og yndi, þannig að við höfum engar áhyggjur af henni. Þar sem Prins „Þórunnarson” var farinn austur i Landeyjar fengum við léðan hest til mynda- tökunnar við Fákshúsin við Elliðaárnar. Klukkan var farin að nálgast 11 að kvöldi en þrátt fyrir það voru margir „hesta- kallar” á róli við hesthúsin, að kemba hestum sinum, koma þeim I hús eftir útreiðatúr og bara að Framhald á bls 37. 28. TBL. VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.