Vikan


Vikan - 13.07.1972, Blaðsíða 9

Vikan - 13.07.1972, Blaðsíða 9
Sjór fluttur í geymum í hreinsunarstöðvar, sem breytir honum í ferskt vatn. Ferskvatnslindir eru sárafáar í Kúvæt og full- nægja hvergi nærri eftir- spurninni. is vandlega girt af, en gosstrók- urinn sást langt að sem logandi kyndill, og þegar dimmdi hélzt bjart á stórum bletti í kring eins og um hádag væri. Inni í eldsúlunni sáust glóandi leif- arnar af borturni. Upp úr bor- leiðslunni brauzt gasið, varð að loga eitthvað fimm metra yfir yfirborði jarðar og reis í vold- ugum kyndli hátt mót himni. Hópur bandarískra sérfræð- inga um slík slys var kvaddur til að kveða niður þennan hræðilega draug með nitró- glyseríni. Borsvæðið varð sem í hers höndum. Með stórvirk- um vélskóflum var hár garður úr jarðvegi hlaðinn umhverfis logann ,og síðan var hafin skot- hríð á hann úr einum tólf vatns- fallbyssum. Líka var vatni skvett á sérfræðingana, sem unnu við að slökkva, til að kæla asbestklæðnað þeirra. Það tók nærri tvo klukkutíma að fjarlægja leifarnar af borturn- inum. Því að ekkert má verða fyrir gasinu, sem getur tendr- að það í loga. Þetta gos hafði hafizt með mikilli sprengingu. Bormaður einn útskýrði þetta blow-out þannig: „Olían hér á Búrgon-svæðinu er á þúsund til fimmtán hundruð metra dýpi, umlukt bergi af mjúkri tegund. En ofan á þessu berglagi er annað lag úr mjög hörðum steini, sem ligg- ur á neðra laginu — og olí- unni — sem gríðarlegt farg. Þegar bor nær niður úr harða laginu, losnar gasið, sem þar hefur safnazt fyrir undir, úr læðingi. Þá rennur upp hættu- legasta augnablik borverksins, og mikið liggur við að allir ventlar séu harðlokaðir. Því að gefi einn eftir, standast hinir þrýstinginn yfirleitt ekki held- ur, og þá verður blow-out.“ Með þessu verður að reikna, þegar borað er eftir olíu. Og það kemur alltaf fyrir endrum og eins, þrátt fyrir allar var- úðarráðstafanir. í Kúvæt snýst allt um olí- una. Hún skapar möguleika til alls annars, til dæmis þess að vinna drykkjarvatn úr sjónum. „Við búum ekki eins vel með vatn og olíu,“ segir aðstoðarráð- herrann um rafmagns- og vatnsveitumál, herra M. A. A1 Hamad. „Við höfum olíubirgð- ir til margra mánaða, vatns- birgðir hins vegar aðeins til fá- einna daga.“ Það er því eng- in furða þótt vatnsins og alls sem því viðkemur sé gætt álíka vel og Englandsbanka. Kúvæt á aðeins fáeinar ferskvatnslind- ir neðanjarðar. Vatnsleiðsla, sem nú er verið að leggja þang- að frá Basra í írak, á að tryggja íbúunum nægilegt vatn. Hver kúvætsk fjögurra manna fjölskylda borgar yfir sjö þúsund krónur fyrir vatn árlega. Hins vegar kostar ben- sín á bílinn þar sjö sinnum minna en algengast er í Vestur- Evrópu. ☆ Barnaleikvöllur í Kúvæt. í því ríki er velferðin eins og hún gerist bezt á Vesturlöndum, eða rúm- lega það, enda eru meðaltekjur á íbúa hærri en í nokkru öðru ríki heims.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.