Vikan


Vikan - 13.07.1972, Blaðsíða 5

Vikan - 13.07.1972, Blaðsíða 5
M1ÐAPRENTUN Skriftin er of slæm til aS nokkuð sé úr henni lesandi, og ekki er heldur hægt að hrósa stafsetn- ingunni. Fingralangur Kæri Póstur! Ég hef aldrei skrifað þér áður en læt nú verða af því. Þannig er mál með vexti að ég var með strák um daginn á balli, en ég var búin að vera hrifin af „hon- um" lengi. Ég dansaði allt kvöldið við „hann". Eftir ballið fórum við að ganga og „hann" gerðist anzi fingralangur, ég var feimin og vildi ekki leyfa „honum" það. Næst þegar ég hitti „hann", heilsaði hann mér bara. Og nú er „hann" farinn út á sjó. „Hann" er sextán ára og ég líka. Ég tek það fram að við erum bæði svolítið feimin. Elsku Póstur, hvað á ég að gera til að ná í hann? Ein í vanda. P.S. Hvernig er skriftin og hvað lestu úr henni? Og hvernig er stafsetningin? „Hann" er feiminn, segirðu, og trúlega hefur þetta oftast hör- undsára karlmannsstolt hans orðið fyrir hnekki þegar þú varst ekki nógu eftirlát við hann að hans dómi. Vertu bara hress og vinsamleg við hann, þegar þú hittir hann næst, og láttu sem ekkert hafi í skorizt. Þá ætti þetta að jafna sig, svo fremi að hann sé eitthvað hrif- inn af þér. Og fyrir alla muni, farðu ekki að leyfa honum „það" bara til þess að krækja í hann. Það dygði áreiðanlega skammt ef það kæmi á daginn að hann væri lítið eða ekkert skotinn i þér. Skriftin er skýr og lagleg, það má lesa úr henni reglusemi og skapstyrk. En í stafsetningu mætti þér fara fram. Og ennþá eru það stjörnumerkin Kæri Póstur! Eftir því sem mér hefur skilist þá ert þú svoddan stjörnuspek- ingur og ætla ég þessvegna að spyrja þig svolítið um stjörnu- merkin. Hvernig fara Hrúturinn og Hrúturinn saman, og Hrútur- inn og Sporðdrekinn og Hrútur- inn og Steingeitin og Hrúturinn og Vatnsberinn og Hrúturinn og Ljónið og Sporðdrekinn og Stein- geitin og Sporðdrekinn og Vatns- berinn og Sporðdrekinn og Ljónið og Steingeitin og Vatns- berinn og Steingeitin og Ljónið og Vatnsberinn og Ljónið. Jæja, þá er summan komin og ég þakka þér innilega fyrir, ef bréfið fer ekki í ruslafötuna. A.S.K.E.B. P.S. Hvað lestu úr skriftinni? .------------A_. ^ Tveir hrútar eiga yfirleitt vel saman, en þó er viss hætta á að athafnaþörf sú og metnað- ur, er þessu merki fylgir, gangi út í öfgar þegar tveir einstakl- ingar úr þvi leggja saman. Hrút- ur og Sporðdreki eru báðir á- gengir og lenda því gjarnan í árekstrum, en geta þó stundum unnið saman og náð góðum ár- angri sem félagar, en miklir kærleikar eða ástir takast sjald- an á milli þeirra. Hrúturinn er blóðheitur, Steingeitin kaldrifj- uð; þau fá yfirleitt ósjálfrátt and- úð hvort á öðru. Hrútur og Vatns beri eiga hinsvegar ágætlega saman, Hrútur og Ljón sömuleið- is. Sporðdreki og Steingeit geta náð góðum árangri saman, ef þau gæta þess að keppa ekki innbyrðis um metorð og virð- ingu. Sporðdreki og Vatnsberi eiga erfitt með að láta sér lynda saman, og eru mjög gjarnir á að espa hvor annan upp. Sporð- dreki og Ljón eru fljót að fara í hár saman. Steingeit og Vatns- beri eiga ágætlega saman, og Steingeit og Ljón eiga einnig að geta náð góðum árangri í félagi. Vatnsberi og Ljón eru mjög gjörn á að lenda í deilum, en ef Vatnsberinn sættir sig við yfir ráð Ljónsins á þetta að geta tek- ist. Skriftin bendir til þess að þú sért talsvert tápmikil og fram- sækin. Takið upp hina nýju aðferð og látiö prenta alls konar aðgöngumiða, kontrolnúmer, til- kynningar, kvittanir o.fl. á rúllupappír. Höf- um fyrirliggjandi og útvegum með stuttum fyrirvara ýmis konar afgreiðslubox. LEITIÐ UPPLYSINGA HILNIH hf Skipholti 33 - Sími 35320 28. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.