Vikan


Vikan - 13.07.1972, Blaðsíða 11

Vikan - 13.07.1972, Blaðsíða 11
dæminu, livað þá að hann hreppti atkvæðafeng í samræmi við talna- speki hins nýja leiðtoga. Ræðumennska Garðars Sigurðs- sonar réð úrslitum um sigur hans sunnan lands i fyrrasumar. Þó telst hann enginn sérstakur mælskumað- ur, en mörgum áheyrendum finnst til um einarðlegan málflutning hans og hispurslausar skoðanir. Garðari hættir til að missa vald á geðsmun- um sínum, ef óvægilega skerst i odda, en til þess kom eigi i þessari fyrstu viðureign hans í landsmála- haráttunni. Helzl rákust þeir Karl Guðjónsson á, en slíkt kom engum á óvart, og þótti Garðar hafa öllu hetur í þeim stimpingum, enda mál- staður hans siðferðilega skárri. Naut Garðar þess, að keppinautarn- ir vöktu fremur vorkunnsemi hans en andúð, svo að hann nennti ekki að heita þá fantatökum og slapp því við ámæli af þeim sökum. Nokk- urs ofurkapps gætti þó í fari hans á fundi á Selfossi, er hann brigzl- aði Karli Guðjónssyni um fégræðgi og aðra eigingirni, en þess þótti ekki nema von af reiðum ungum manni, er sinnaðist við gamlan sam- herja, sem orðinn var andstæðing- ur. Einstök friðsemd ríkir á alþingi dag hvern, þó að efnt sé til skoðana- ágreinings stöku sinnum eins og nokkurs konar leiksýningar til að stappa stálinu í kjósendur. Garðar Sigurðsson skiptir þess vegna ógjarnan skapi þar, en samt hefur svo við borið. Vakti athygli í vetur, er Hannibal Valdimarsson ráðherra ætlaði að ávíta hann svipað og myndugur kemiari ódælan læri- svein, en Garðar skyrpti að honum líkt og grimmur köttur eða baldinn strákur. Hannibal vildi gera sér hægt um vik og byrsti sig framan i viðvaninginn, en Garðar skyrpti þá bara aftur. Kommúnistar eru menn flokks- hlýðnir og sæta ströngu pólitisku uppeldi, en slíkt á tæpast við um Garðar Sigurðsson. Hann fer löng- um sínu fram, og svipar honum um margt til Karls Guðjónssonar, þó að samstarf þeirra og samlyndi sé úr sögunni. Garðar lítur út eins og snotur og prúður góðborgari, en er óþjáll i lund og hlær varla við nein- um, því að honum er löngum alvara i lniga. Hins vegar reynist Garðar næsta verkhæfur, þegar hann tekur til höndunum og vill koma einhverju i framkvæmd. Athafnir hans minna þó öllu fremur á einkaframtak en þann sósíalisma, sem fyrir lionum vakir. Samt þarf enginn að efast um róttækar skoðanir hans og kenning- ar um hagi og stjórn landsins. Garð- ar Sigurðsson vill breyta þjóðfélag- inu til sósíalskra hátta í ríkisrekstri og félagsmálum og telst kannski í þeim efnum eindregnastur núver- andi alþingismanna, enda þótt aðr- ir flíki meira fræðilegum stefnu- skrám í orði kveðnu. Garðari dettur ekki í lnig að lappa upp á gamalt og að hans dómi úrelt þjóðskipu- lag, en myndi raska því eins og stór- slys ætti sér stað, ef hann mætti ráða. Sennilega kemst hann ekki öllu lengra í þeim ásetningi en gera sér íslenzk stjórnmál að atvinnu um eitthvert skeið eins og hinir félagar hans á alþingi, en hann mun jafnan fyrirlíta og jafnvel hata þægindin, sem honum eru þar búin. Garðar Sigurðsson komst á þing með þvi að ganga i augun á unga fólkinu og kvenþjóðinni í verstöðvunum á Suð- urlandi og hnappa flokkssöfnuðinn í skilyrðislausum átrúnaði og auð- sveipri tryggð. Hann virðist þó ólik- legur að hafa til langframa brodd- borgaralegt auglýsingagildi fyrir Al- þýðubandalagið, og enginn veit, hvort guð hans er Stalín, Maó eða Tító. Það getur farið eftir atvikum. Hitt er ósennilegt, að Garðar Sig- urðsson blóti lengi Lúðvik Jósefs- son eða Magnús Kjartansson. Miklu líklegra telst, að hann komi brátt til með að trúa á mátt sinn og meg- in, þó að til vonbrigða kunni að leiða. Enginn, sem fylgist með Garðari Sigurðssyni álengdar og tilsýndar, ætlar hann varlmgaverðan eða hættulegan, en hann er samt keppi- nautum sínum og andstæðingum hvort tveggja. Slíkt grunar hins veg- ar suma, sem heyra hann þjóna lund sinni með óhefluðu orðbragði i reiðikasti. Þá strýkst af honum slétt yfirborð eins og farfi, og í ljós kemur harður skrápur, sem eng- inn skyldi snerta. Eigi að síður get- ur svo farið, að hann stillist nokk- uð við að kúra á alþingi, en eðli mannsins breytist varla, og gretta myndi hann sig fremur en brosa við að sæta slæmri bvltu. Garðar Sig- urðsson mvndi hafa orðið vígamað- ur til forna og fremur dæmzt i út- . legð en valizt í lögréttu. Þó hefði stafað sýnu minni hætta af honum þar en vopnuðum meðal bænda. Lúpus. 28. TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.