Vikan


Vikan - 13.07.1972, Blaðsíða 34

Vikan - 13.07.1972, Blaðsíða 34
I húmi næturinnar Heimilisfangið var í Hanov- er, og ég sá Elisabeth aldrei aftur. Ég er duttlungafull að eðlis- fari, en skapið í mér verður að geta lagað sig eftir aðstæðum, af því það kemur svo margt fyrir mig. Nú snerist það snögg- lega úr hatri í velvild. Ég ók inn í borgina og keypti allt, sem þurfti á smábarn. Um kvöldið setti ég öll þessi fín- gerðu smáföt niður í pappa- kassa, og lét stóra gullhringlu fylgja þeim. Robert bjó svo um böggulinn, batt utan um hann seglgarni og skrifaði svo utan á með skrautlegu, sterku rit- höndinni sinni. Þetta var karl- mannsverk og hann gerir það betur en ég. Ég lagði böggul- inn á borð, til þess að senda hann af stað, daginn eftir. Ég borðaði morgunverð með Robert, næsta dag, svo sem til tilbreytingar. Við elskuðum hvort annað í raun og veru — ég hafði misskilið hann og gert honum hræðilgea rangt til. Ég fylltist þakklæti af trúmennsku hans. Ég hefði getað faðmað Elisabeth að mér. Samt var ég ekki verulega hamingjusöm, þessi kennd, sem fólk kallar „hamingju", er mér framandi, en þennan dag komst ég samt nærri henni. Hún snerti mig léttilega er hún fór fram hjá, og hlýjaði veslings hjartanu mínu, eða því litla, sem eftir er af því, og ég fann mig næst- um frjálsa. Þegar Robert var farinn, og ég hafði farið í bað og klætt mig, gekk ég, blístrandi af ánægju, inn í lesstofu Roberts. Ég stóð við borðið og teygði hendurnar eftir bögglinum. Rétt fyrir tilviljun, varð mér aftur litið á reglulegu, fallegu rithöndina hans Roberts. Þá sló því niður í mig eins og eldingu . . . þessari sleipu end- urminningu, sem ég hafði rek- ið burt á brúðkaupsferðinni okkar og hafði verið rekin á flótta löngu seinna, þegar ég hafði lesið um Kalinski-málið, en var nú loksins komin til mín aftur. — Þú hefur verið heimtu- frek, sagði örlaganornin. — Þú vilt vera hamingjusöm og frjáls, Vera. Hafðu þá þetta! Og hún sló mig beint í andlitið. Þegar sviminn leið frá, há- grét ég. Eg græt mjög sjaldan, af því að ég á svo lítið af tár- um eftir, og verð að halda þessum fáu, sem eftir eru. Eg lagði sáraumt höfuðið á arminn og tárin mín runnu niður á böggulinn, vættu pappírinn og klesstu addressuna. Bókstafirnir drukku fylli sína, runnu út yf- ir brúnina, þangað til þeir voru sjálfir farnir að gráta. Þegar ég hætti að gráta, leit ég upp og sá blekugt andlitið á mér í speglinum. Eg var orðin næst- um eins afmynduð og skriftin hans Roberts, sem ég kannað ist svo vel við. — En, hvers vegna, hvers vegna? spurði ég þetta ótta- slegna andlit, og það varð allt í einu að hrukkótta andlitinu á honum dr. Albers, sem hafði í neyð sinni einmitt sagt þessi sömu orð. Ég hafði látið þessu ákalli hans ósvarað þá, og nú leit andlitið í speglinum á mig, ásakandi. — Þetta er sérkennileg hönd, sagði dapurlegur munnurinn. — Já, frændi. — Mjög sérkennileg. — Já. — Þú hefur séð hana næst- um daglega, síðustu árin. — Það viðurkenni ég. — Og þú varst rétt núna að þekkja hana. — Já! Ég var blind. Það var bara þessi gleðikennd, sem opn- aði í mér augun. — Það var heimskulegt af þér, Vera. — Já, en ég rétt leit á um- slagið í skuggalegri forstofunni hjá þér, rétt eina sekúndu, um leið og ég gekk framhjá. Þú verður að muna það, frændi, að ég þekkti varla Robert þá. Og þann dag hafði ég svo margt að hugsa. — Ég veit það, Vera. Hver ætti svo sem að vita það bet- ur en ég? — Geturðu fyrirgefið mér? — Það er enginn hægðar- leikur, Vera. Ef þú hefðir far- ið varlegar að þann dag, væri ég kannski lifandi enn. Nú var andlitið í speglinum orðið þoku- kennt. — Hvað áttu við, Albers frændi? Mig svimaði. — Það stendur allt í líkskoð- unarvottorðinu, hvíslaði hann með fyrirlitningarsvip. —■ Hvaða líkskoðunarvott- orði? En nú skríkti hann bara og endurtók: — Það er allt í vottorðinu. Á borðinu stóð þung marm- araskál. Ég tók hana upp til þess að mölva höfuðið með henni. Glerbrotin duttu glymj- andi á gólfið og svo varð þögn. Engin hreyfing í öllu húsinu. Hann var dáinn í annað sinn. Eftir storm verður logn — dúnalogn. Þegar köstin mín eru liðin hjá, er ég alltaf sérstak- lega skörp að hugsa. Ég athug- aði nú málið. Robert við eiturskápihn. „Ég ætla að athuga innihaldið öðru hverju.“ Robert í kvöldboðinu hjá Reeder prófessor: „Konan mín hlýtur að hafa misskilið það, sem ég sagði þá.“ Robert við borðið og horfði stórum augum á veskið hans pabba: „Það var ekkert merki- legt. Mér skjátlaðist." Bréf Roberts í forstofunni hjá dr. Albers, tveim dögum fyrir andlát hins síðarnefnda. Hvað þýddi það? Hvað gat það þýtt? Var það raunverulega í vottorðinu? Var yfirleitt nokk- ur líkskoðun, eða var það bara ímyndun? Voru það bara vit- lausu taugarnir í mér? Þetta var ægileg grunsemd. — Nei, nei, nei, ekki það! æpti ég. dauðhrædd. Svo hringdi ég á stúlkuna. — Ég varð hérna fyrir óhappi. Viltu hreinsa þetta upp? Þegar Robert kom heim, var allt komið í lag. Ég var búin að laga á mér andlitið, og gler- brotin höfðu verið fjarlægð og böggullinn hafði verið lagaður til og settur í póst. Aðeins hékk tómur spegilramminn enn uppi á vegg, og Robert tók samstund- is eftir honum, en jafnvel þó að ramminn hefði verið tek- inn alveg burt, hefði hann, með alla reglusemina sína, strax tekið eftir því. — Hvað hefur gengið á hér? — Ég var bara að leika við Djaga. Boltinn hans lenti í speglinum. Djaga er stoltur eigandi að gömlum tennisbolta, 34 VIKAN 28. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.