Vikan


Vikan - 13.07.1972, Blaðsíða 35

Vikan - 13.07.1972, Blaðsíða 35
sem er grjótharður, og gæti hæglega brotið einn spegil. Þessi afsökun mín var full- frambærileg. — Einmitt, sagði Robert. — Og hvenær skeði þetta? — í morgun, um klukkan tiu. — í morgun fór Karl með Djaga til dýralæknisins. Varstu búin að gleyma því? Eg get gert svona bölvaðar vitleysur, en aðeins ef smávegi- legir hlutir eru annars vegar. En það er nú ekki hægt að fara að snökkta eins og krakki, þó að maður sér gripinn í lygi, svo að ég ákvað að vera djörf. — Var dr. Albers grafinn 'upp? Robert er — með alla spít- alareynsluna sina — ýmsu van- ur, en þessi spurning kom samt illa við hann. Ég sá stríkka á vöðvunum í kinnunum á hon- um, og æðarnar i gagnaugun- um bóignuðu upp. — Grafinn upp? spurði hann, einkennilega hárri röddu. — Já, grafinn upp aftur, ef þú skilur það betur. — Ég er ekki almennilega með á nótunum. — Það er stundum gert ef grunur leikur á, að glæpur hafi verið framinn. Ég talaði við Robert eins og smákrakka. — Þér hefur versnað, Vera, sagði hann. — Þú þyrftir að fá nýju meðferðina okkar. Hún er alveg sársaukalaus. Við er- um núna að . . . — Það varðar mig ekkert um. Ég vil bara fá að vita, hvort dr. Albers dó eðlilegum dauðdaga. — Vitanlega gerði hann það. Hvers vegna efastu um það? — Af því að hann efast sjálf- ur um það, hraut út úr mér. Mikið gat ég verið vitlaus! Ég beit í tunguna í reiði minni og dró djúpt andann. Það var af- leitt, að ég skyldi þurfa að fara að svitna svona og fara að hríðskjálfa. — Þú hefur aldrei sagt mér, að þú þekktir dr. Albers. Ro- bert. Þú kannaðist við vindl- ingaveskið, var það ekki? Þú hafðir séð það hjá dr. Albers. Hvers vegna varð þér svona bilt við? Ég verð að fá að vita það. Þetta hafði hrokkið út úr mér. Sannarlega vildi ég ekki segja það. Það var heimsku- legt. Robert var rólegur. Næstum of rólegur. Hann svaraði: — Fyrst fannst mér ég kann- ast við veskið. Það vafðist fyr- ir mér, af því að ég gat ekki gert mér grein fyrir því, þar sem ég sá aldrei hann föður þinn. En svo hélt ég, að mér hefði skjátlazt, að þetta gæti ekki verið. Ég leyndi þig ekki viljandi kynnum mínum við dr. Albers. Til hvers hefði það verið? Þú sagðir mér heldur aldrei, að þú þekktir hann, barnið gott. Við höfum einfald- lega aldrei nefnt hann á nafn. Og annars þekkti ég hann ekki nema lítið. Ég velti fyrir mér svari Ro- berts. Það var ósköp eðlilegt og sannfærandi, — eins og allt, sem Robert segir. Já, þetta hefði vel getað verið alveg eins og ég vildi láta það vera: Ro- bert hlýtur að hafa verið í vafa og sagt við sjálfan sig: „Ég hef séð vindlingaveski hjá dr. Albers, það var mjög líkt þessu, en þarf ekki að hafa verið það sama.“ Ég hafði fórnað veskinu hans pabba. hiklaust, af því að áletrunin hefði komið öllu upp. Nú hafði þessi fórn verið til einskis færð, en að undanteknum öðr- um smávægilegum mistökúm, voru þessi það eina, þar sem ég komst i mótsögn við sjálfa mig, og það var bara þessi hræðilega grunsemd, sem hafði komið mér úr jafnvægi. — Um hvað ertu að hugsa? sagði Robert. — Hann dr. Albers. Hann var læknirinn hans pabba. — Svo að pabbi þinn gaf honum þetta veski. Já, og svo erfði ég það eftir Albers frænda. Það gæti verið skýring á öllu saman. Ef þú átt í svona erfiðleikum oftar — og hann leit á brotna spegilinn um leið — þá komdu til mín tafarlaust, Vera, trúðu mér fyrir öllu og fáðu einhverja meðferð, því að ég hef miklar áhyggjur af þessu öllu. En sjálfa langaði mig ekkert til að vera fengur með áhyggj- ur. Ef út í það er farið, er draumur ekki annað en draum- ur, sagði ég við sjálfa mig — sama hvað Freud segir. Robert hafði vissulega neitað þvi að hafa viljað taka eiturskápinn undir sitt persónulega eftirlit, en það hlaut að vera einhver meinlaus skýring jafnvel á þeirri lygi. Kannski hafði hann bara gengið lengra en hann hafði vald til, í þetta sinn. Hin- ar hræðilegu grunsemdir voru 'horfnar, ég hafði bara ímyndað mér allt þetta voðalega, já, al- veg áreiðanlega var það ekki annað en ímyndun. Ég kyssti Robert og iangaði til að bæta fyrir þessa tortryggni mína, en viðbrögð hans eru stundum svo mikil vonbrigði. — Hvar er veskið núna? spurði hann og hörfaði frá mér. Veskið? Það veit ég ekki. Eg hef víst glutrað því ein- hvers staðar. —■ Hvar er það. Vera? — Á árbotninum. Ég yppti öxium kæruleysislega. — En hvers vegna? Það voru svo margar sorg- legar endurminningar við það bundnar, svaraði ég, því að auðvitað gat ég ekki sagt hon- um réttu ástæðuna. Robert gekk út að glugganum og stóð þar gleitt, með hendur í vös- um, niðursokkinn i að athuga grasvöllinn, sem hallaði niður að veginum — rétt eins og þar væri eitthvað eftirtektarvert að sjá. Ég gægðist út, en að und- anteknum nokkrum hýasintum, bar þar ekkert nýtt fyrir auga. Robert sneri að mér baki, og þetta bak hans hrinti mér ein- hvern veginn frá sér. Ég lædd- ist út úr stofunni, eins og lam- inn hundur. Ég hafði ekkert nefnt bréf Roberts í forstofunni hjá dr. Albers. Og sannast að segja, var það ekkert mikilvægt lengur. Hvers vegna ætti ekki Robert að skrifa honum, úr því að hann þekkti hann? Ég gekk inn í herbergið mitt og lagðist á rúmið. Hendurnar á mér voru þvalar og ískaldar, og ég hafði ákafan hjartslátt. Við hlið mér sat Vera II. Hún dinglaði fal- legu fótunum ósvífnislega, og Frarnhald á bls. 48. 10. hluti Glerbrotin duttu glymjandi á gólfið og svo varð þögn. Engin hreyfing í öllu húsinu. Hann var dáinn í annað sinn. 28. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.