Vikan - 30.11.1972, Side 22
VÍSNAÞÁTTUR VIKUNNAR
Harkan dvínar, þróttur þver . . .
Póstinum barst bréf snemma í
haust, þar sem óskað var eftir, að
vísnaþátturinn yrði tekinn upp að
nýju, og þá sérstaklega botnakeppn-
in. Skömmu síðar barst annað bréf,
þar sem tekið var undir þessa ósk
og sendur fyrripartur um landhelg-
ismálið. Þegar hafa borizt nokkrir
botnar við þennan fyrripart og
sýnir það, svo að ekki verður um
villzt, að lausavísan á sér enn marga
aðdáendur.
Fyrriparturinn um landhelgina
var nokkuð erfiður, og margir
þeirra, sem spreyttu sig á að botna
hann, áttuðu sig ekki á, að innrím
var í honum. Fyrriparturinn var
svona:
Lafðin fína lafhrædd er,
Lúðvík brýnir skærin.
Okkur fannst beztur botninn, sem
Jón Sigfinnsson frá Seyðisfirði
sendi, en hann er svona:
Harkan dvínar, þróttur þver,
þegar týnast færin.
En hér koma fáein sýnishorn af
f ramleiðslunni:
Ef togvírana tækið sker,
þá tapast veiðarfærin.
Konni í Vestmannaeyjum.
Fær hún borgið sjálfri sér,
sjái hann fögru lærin?
Gunnar frá Hofi.
Að enskir týni undan sér
í angist blínir mærin.
Innan línu ösla hér
erlend svín með færin.
Unz þeir tínast upp í ver
í Aberdín — með færin.
Guðmundur Valur Sigurðsson.
Bretar vilja beita her,
burt með þá og færin.
Landhelginnar lögbrotsher
leggur veiðarfærin.
Togarana tökum vér
og tætum veiðarfærin.
„Austri“.
Hann vill sýna Bretlandsher,
hvernig týnast færin.
Brezkir sýna klær á sér,
svo að týnast færin.
Sig. Magnússon.
Þegar skín á þjóin ber,
þokka sýnir mærin.
Að þurfa að sýna þjóin ber,
það er pína ærin.
Óli.
En við höldum áfrarn að botna,
og nú af meiri krafti en nokkru
sinni fyrr. Við eftirlátum lesendum
að glíma við þennan fyrripart um
veturinn og vonum, að hann reyn-
ist auðveldur viðfangs:
Skrýðist Iand þá skyggja fer
skjannahvítum feldi.
Svein Hannesson frá Elivogum er
óþarfi að kynna, en honum var hag-
mælska í blóð borin, þótt ekki nýtt-
ist hún sem skyldi vegna menntun-
arskorts. Auðunn Bragi Sveinsson
tók saman ágætan þátt um Svein,
sem birtist í Hjartaásnum fyrir
mörgum árum, og eru þar fengnar
vísur þær, sem hér fara á eftir.
Þessa vísu orti Sveinn um sjálfan
sig samt vísum um alla, sem
unnu við brúna á Eystri-Héraðs-
vötnum 1918:
Gjarna að rogast sóns á svið,
sótti fljótt til veiða,
æsti loga í orðaklið,
Elivoga kenndur við.
Ekki líkaði Sveini vel að vera
undir aðra gefinn:
Tíðum er ég ófarsæll
yfir að vera sjálfs míns herra,
en að gerast þrælsins þræll
þykir mér þó hálfu verra.
í eftirfarandi vísum lýsir Sveinn
á spaugilegan hátt íslenzka bónd-
anum:
Réð sér hjú og reisti bú,
rótað þúfum mörgum skyldi.
Batt svo trú við fagra frú,
flest var nú í æðsta gildi.
Ráðsnilld fúin reyndist nú,
rokknum snúið var til þrautar.
Ólétt frú og arðlaust bú
urðu hans trúu förunautar.
Hér má fagurt heyra víf
hróðrarlag af vörum mínum.
Bóndans saga og sveitalíf
sett í brag í átta línum.
Sveinn frá Elivogum fékk orð
fyrir að vera nokkuð níðskældinn
og fjalla eftirfarandi vísur um það:
Þó um vorið vandi ég óð
vill það enginn heyra,
en kveði ég sora- og kerskniljóð
kitlar sérhvert eyra.
Nær af manni ber ég blak
brosir enginn kjaftur,
en ef grannans bít ég bak
í bollann fæ ég aftur.
Hér eru að lokum nokkrar mann-
lýsingar eftir Svein og heldur
ófagrar:
Margan blekkti mannsins skraf,
miðlaði rógi í eyra.
Drengskap þekkti1 hann afspurn af,
ekki heldur meira.
Lítið var hans listapund,
lukku — gisnar — fjaðrir.
Enda bar hann stutta stund
stélið hærra en aðrir.
Sterkan bar og stóran skrokk,
stirður eins og kýrin.
Enda var hans braml og brokk
beint í ætt við dýrin.
Sig að verja sá ei kann
sýna ef skyldi hreysti,
en að berja bundinn mann
betur engum treysti.
22 VIKAN 48. TBL.
%