Vikan - 30.11.1972, Side 32
FRAMHALDSSAGA EFTIR
W. D. ROBERTS
12. HLUTI, SÖGULOK
Hvar voru börnin? Hvers vegna svöruðu þau
ekki? jafnvel þótt eitthvað hefði komið
fyrir Claes, þá hefði ég alltaf átt að heyra í
Ann... En það var hljótt í kjallarahvelfingunni.
Hljótt eins og í grafhýsi...
Fyrsta viðbragð mitt var eig-
inlega hlægilegt, — mér létti
stórlega. Þetta var þá ekki
Claes. En hvar voru börnin?
Það var dauðaþögn og enginn
svaraði, hvernig sem ég kall-
aði. En þau hlutu að vera þarna
einhvers staðar og sá, sem hafði
lokað mig inni, hann hafði líka
lokað þau inni, það hlaut að
vera eina erindið, sem hann
gat átt í vínkjallarann? Það
var karlmaður, það vat mér
Ijóst, það var engin kona svona
þungstíg. Og tóbakslyktin, það
var ekki af sígarettureyk, það
vr annaðhvort af vindli eða úr
pípu.
Vindli. Það var aðeins einn
af heimamönnum, sem reykti
vindla. Axel. Já, það hlaut að
vera Axel. Hann sem hafði
ekki hug á öðru en mannvirð-
ingum og átti í vændum eitt af
æðstu embættum heimsins,
stöðu aðalritara hjá Samein-
uðu þjóðunum. Og ekki mátti
falla nokkurt rykkorn á heið-
ur hans, það gat orðið örlaga-
ríkt . . .
— Claes! Hvar ertu Claes?
Ann! Claes!
Orð mín bergmáluðu í kjall-
araganginum, sem var eins kon-
ar hvelfing, dimmur og skugga-
legur. Geislinn frá vasaljósinu
féll á hrjúfa steinveggi, græna
af myglu og í hvelfingunni fyr-
ir ofan mig voru göt, sem dags-
ljósið náði aldrei að skína í
cepnum. Dyrnar voru fyrir
löngu fallnar af fúa, en járn-
slár og kengir héngu þar í ein-
hverjum slitrum. Lyktin var
ofboðsleg og það setti að mér
hroll í rökum kuldanum.
Hvar voru börnin? • Hvers
vegna svöruðu þau ekki?
Hvers vegna var Claes svo
hættulegur Axel Renfeldt að
hann varð að ryðja honum úr
vegi? Það var annars eðlis með
Veru Dickman. Hún gat hafa
komizt að einhverju og hótað
að segja frá því . . . það var
ekki ósennilegt, þegar ég hugs-
aði til biturleika hennar gagn-
vart fjölskyldunni. En Claes
var aðeins barn! Hann hafði
séð Axel taka hundablístruna,
eða hélt Axel að hann hefði séð
það? En einhvern veginn féll
þett ekki rétt saman. Vera
Dickman var á lífi í fyrra skipt-
ið sem geitungarnir voru í her-
bergi Claes. Og kökurnar — þá
var Axel í Ameríku. Hafði
þetta allt snúizt í kollinum á
mér?
Ég sneri inn í gang til vinstri
og lýsti inn í öll skot, kallaði
aftur og aftur, en þögnin var
svo djúp að ég fann fyrir henni
á hljóðhimnunum. Höfðu þau
komizt út einhvers staðar? Ég
hafði ekki áhyggjur af sjálfri
mér, fyrr eða síðar myndi ein-
hver heyra til mín þegar ég
kailaði. Það var svo margt
þjónustufólk, sem myndi fara
á kreik um morguninn.
Þetta var blindgangur og ég
hörfaði til baka.
Hvernig gat greindum manni
eins og Axel dottið í hug að
hann kæmist upp með annað
eins og þetta, — að loka mig
inni í kjallarahverfingunni?
Hann hlaut að gruna að ég
myndi gera allt til að komast
út. Eða var það ég, sem var
svona heimsk? Sem hélt að
einhver myndi trúa orðum mín-
um ef ég sakaði ambassadör-
inn um annað eins athæfi, til-
vonandi aðalritara. Ef ég sak-
aði hann um að reyna að myrða
bróðurson sinn.
Ég sneri inn í annan gang og
kallaði aftur. .
Myndi Klemens trúa mér?
Eða doktor Renfeldt? Ég gat
vel ímyndað mér viðbrögð
hans: Góða systir Malin, við
skiljum vel að þetta hefur ver-
ið erfitt og gengið alltof nærri
yður. Það skilur sonur minn
mætavel og hann ásakar yður
ekki. Þér hafið ekki verið hér
svo lengi að þér þekkið Lund
gamla og alla hans dynti. Hann
er gamall maður og ég sé ekki
ofsjónum yfir það að hann
skvetti svolítið í sig. En hann
er dyggur þjónn og hann veit
að dyrnar eiga alltaf að vera
læstar'. Hann hefur beinlínis
ekki getað ímyndað sér að ein-
hverjum hafi dottið í hug að
fara þarna niður í kjallarann.
Ég skil mætavel að þér hafið
orðið skelkuð og við, ég á við
fjölskylduna, höfum komið
okkur saman um að ekki sé
rétt að nota okkur lengur hæfi-
leika yðar. Að sjálfsögðu bæt-
um við ykkur þetta á einhvern
hátt og þér getið reiknað með
álitlegri upphæð . . .
Hvað var þetta, var það ekki
ljósbrot sem ég sá? — Claes!
Ann! kallaði ég aftur.
Það var Ann sem svaraði: —
Malin! Þetta er Malin, Claes!
Hún hefur fundið okkur.
Ég tók til fótanna.
Og þar sátu þau í hnipri,
hvort upp að öðru, á þrepi svo
nálægt dyrunum, sem þau
komust. Andlit þeirra voru
társtokkinn og mjög óhrein.
— Claes líður ekki vel. Það
er ekki hægt að opna dyrnar.
En það kemur svolítið loft inn
um rifuna þarna, svo hann get-
ur andað því að sér.
Ég heyrði hrygluna í honum
og að hann gat ekki talað, én
það var samt betra en ég gat
búizt við. Ég flýtti mér að ná í
úðunarglasið og sprautuna.
Hann andaði að sér á meðan ég
fyllti sprautuna.
— Hvers vegna svöruðuð þið
mér ekki? Heyrðuð til ekki til
mín?
— Jú, en við vissum ekki
að það varst þú. Röddin var
svo skrítin. Claes vildi ekki að
ég svaraði.
Þau voru bæði í sloppum,
en þeim var mjög kalt.
-—■ Ertu reið? spurði Claes,
þegar hann fékk málið aftur.
— Ekki eins og er, en bíddu
bara, þangað til við sleppum
út héðan, sagði ég og þrýsti
þeim báðum að mér.
— Nú get ég gengið, sagði
Claes. •— Ég vil ekki vera hér
lengur. Ég get ábyggilega geng-
ið.
— Hinar dyrnar eru líka
læstar, við verðum að vera hér
til morguns. Það skellti ein-
hver í lás á eftir mér.
Claes var ekki með gleraug-
un og augu hans voru ótrúlega
stór og andlitið társtokkið
— Þarna sérðu, sagði hann.
— Það er einhver að reyna að
drepa mig. Við komumst al-
drei út. Við verðum að dúsa
hérna og sveltum í hel.
— Nei, nei, það er engin
hætta á því. við verðum að-
eins að bíða til mórguns, þá
köllum við, þangað til einhver
32 VIKAN 48.TBL.