Vikan - 30.11.1972, Side 43
KONUNGLEG
HNEYKSLI
Framhald af bls. 10.
Og þetta kalla þeir ástarbréf.
Þetta er bókstaflega hlægilegt.
Og svo þetta: „Má ég koma í
heimsókn síðdegis á sunnu-
dag?“ Ég er nú fegin að þú
skrifaðir mér skemmtilegri
ástarbréf en þetta, Bertie!
Hlátur hennar hljómaði í
litla matsalnum í Marlborough
House, og þjónarnir hristu höf-
uðin og dáðust að prinsessunni.
Svo hélt hún glaðlega áfram:
— Þú kemur fyrir rétt í dag og
þá fá allir að vita sannleikann
og allt verður gott á ný.
Þennan morgun kom hann
fyrr rétt og var yfirheyrður af
sínum eigin lögmanni.
— Mér hefur skilizt að yðar
konunglega tign hafi lengi
þekkt Moncrieffe fjölskylduna?
(Moncrieffe var fjölskyldunafn
lafði Mordaunt).
— Já.
— Þekktuð þér lafði Mor-
daunt áður en hún giftist?
— Já.
— Senduð þér henni bréf
og brúðargjöf, þegar hún gifti
sig?
— Já.
, — Kom hún oft í heimsókn
til Marlborough House, áður en
hún giftist, þegar þér og prin-
sessan af Wales voru þar?
— Það gerði hún.
— Okkur er tjáð að hún hafi
gift sig síðast á árinu 1866. Sá-
uð þér hana oft árið 1867?
— Já.
Að lokum kom að þeirri
spurningu, sem allir biðu eftir
— Ég þarf aðeins að ónáða
yðar konunglegu tign með einni
spurningu ennþá. Hafa nokkurn
tíma verið einhver kynni milli
ykkar, sem stangast á við al-
mennt velsæmi.
— Aldrei!
Áheyrendur klöppuðu ósjálf-
rátt, en allur hávaði var fljót-
lega þaggaður niður. Herra
Serjeaut Ballantine óskaði ekki
Létt í spori
Singer 438 hefur einnig: innbyggðan, sjálfvirkan hnappagata-
saum tvöfalda nál, QjÞ öryggishnapp (gott þar sem börn eru),
GA fjölbreyttan skrautsaum og marga fleiri kosti.
Þessi Singer saumavél kostar
aðeins kr. 18.669,00, en hefur
flesta kosti dýrari saumavéla
og þann kost fram yfir að hún
vegur aðeins 6 kíló og er þess
vegna mjög létt í meðförum.
Þegar þér saumið úr hinum
nýju tízkuefnum getið þér valið
úr mörgum teygjusaumum, m.
a. „overlock", svo að engin
hætta er á að þráðurinn slitni
þó að togni á efninu.
SÖLU- OG SÝNINGARSTAÐIR:
Liverpool, Laugavegi 18A, Domus, Laugavegi 91, Gefjun, Austurstræti,
Dráttarvélar, Hafnarstræti 23, Véladeild SÍS, Ármúla 3 og Kaupfélögin um land allt.
SAMBAND iSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA
$ Veladeild
ÁRMULA 3 REYKJAVÍK. SIMI 38900
Tökum gamlar vélar sem greiðslu upp í nýjar
48. TBL. VIKAN 43