Vikan


Vikan - 30.11.1972, Síða 47

Vikan - 30.11.1972, Síða 47
ig í fjandanum stendur á að hún er hérna? — Hann hefur líklega sleppt henni út. Komdu nú, við verð- um að flýta okkur. — Bíddu andartak, hún er með band um fótinn. Ég kallaði aftur: — Klem- ens! Klemens! Við erum í kjallaranum! Við gátum ekki séð þá og við heyrðum Axel segja eitt- hvað og síðan Klemens svara snöggt: — Nei, ég þarf að athuga þetta nánar. Svo heyrðum við að hann togaði í hurðina. Hann kallaði: — Dyrnar eru læstar. Komdu og hjálpaðu mér, Axel, bíddu, okkur liggur ekkert á. Við heyrðum bílhurðinni skellt og svo var vélin ræst. Einhver kom á harða hlaupum og andartaki síðar var hurðin rifin upp og við flýttum okk- ur út í sólskinið. — Malin, hvað er um að vera? spurði Klemens. — Hvað er að ske, í herrans nafni . . . ! — Við vorum lokuð inni í kjallaranum, við áttum að deyja þar. Það var Axel frændi sem gerði það. Er það ekki, Malin? sagði Claes, sem nú var að leysa bandið af skjaldbök- unni. — Malin! Rödd Klemens var hrjúf og spyrjandi. — Þú, þú hefðir ekki átt að láta bróður þinn aka burt, muldraði ég. Ég gat ekki litið upp á hann, gat ekki sagt þetta með skýrari orðum. — Komdu, við getum ekki staðið hér. En hann stóð samt kyrr eins og hann væri fros- inn við jörðina. — Þetta getur ekki verið. Axel . . . En hann ók eins og brjálaður maður . . . Það var greinilegt að hann skildi hvorki upp né niður. — Vera Dickman . . . það var þá hann, sem . . . Við heyrðum áreksturinn, en enginn gat hreyft sig. Ekki fyrr en Lund kom æðandi út á veröndina. — Það hefur orðið slys! Sendiherrann! f trjágöngun- um! Það var hringt frá hest- húsinu! — Hringið eftir sjúkrabíl! Og farið inn með börnin! Við tókum til fótanna. Við Klemens vorum ein hjá hon- um, þegar hann dó. Fólkið hafði hópazt saman, en Klem- ens veifaði þeim í burtu og lagðist á kné við hlið bróður , síns. Hann hafði kastazt út úr bílnum og ég sé strax að hann var með innvortis blæðingar. Klemens lyfti honum upp. — Hvers vegna gerirðu þetta, Axel? — Hún — Vera Dickman — hún sá okkur — okkur Gabri- ellu, hvíslaði hann með erfið- ismunum. — Hún vildi fá pen- inga — ég hefði aldrei losnað. ’Ég gat ekki — tekið þá áhættu ■— þegar ég var svo nálægt tak- markinu. — Gabriella? sagði Klemens vantrúaður. — En það eru tutt- ugu ár síðan. Þú lofaðir pabba —■ Getur maður lofað — að hætta að elska? Hún veit ekk- ert. Lofaðu mér . . . Klemens, segðu henni það ekki. Hún hef- ur haft nóga erfiðleika. Við gátum — ekki gert að þessu ... Fyrirgefðu, Klemens, enginn skal fá að vita þetta. Axel sagði ekkert meira. Þegar sjúkrabíllinn kom, var hann látinn. Við mættum doktor Renfeldt og Gabriellu á leiðinni. Þau höfðu hlaupið og voru bæði móð og óttaslegin. Þegar Ga- briella sá svipinn á Klemens, fór hún að gráta og Klemens tók hana í faðm sér. — Hvernig gat þetta skeð, Klemens? spurði doktor Ren- feldt með skjálfandi rödd. — Hvernig gat þetta skeð? — Hann var orðinn seinn fyrir og ók of hratt, svaraði Klemens lágt. — Hann hlýtur að hafa misst vald á bílnum. Ég laumaði mér burt frá þeim, það eina sem ég gat gert, var að sinna börnunum. 48.TBL. VIKAN 47

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.