Vikan

Issue

Vikan - 11.01.1973, Page 6

Vikan - 11.01.1973, Page 6
OG ÞÁ OFLÉK FROST Orkan og hreystin, sem geislar af Da- vid Frost í sjónvarpsþáttum hans, ent- ist honum skammt, þegar á knatt- spyrnuvöllinn kom. Hann tók nýlega þátt í knattspyrnukappleik í góðgerða- skyni ásamt ýmsum þekktum persón- um, og í þetta skipti oflék hann. Lík- lega hefði honum ekki veitt af að stunda lyftingar með Roger Moore. GINA í NYJU HLUTVERKI Það líður æ lengra á milli stóru hlut- verkanna hjá Ginu Lollo-brigidu. Við og við fær hún þó að sýna sig, eins og í spaghettívestranum „Margar millj- ónir dollara“, sem meðfylgjandi mynd er úr. En Gina hin fagra hefur fundið sjálfa sig í öðru hlutverki, nefnilega sem áhugaljósmyndari. Nýlega gaf hún út bók með fjölda fallegra mynda, sem hún tók sjálf víðs vegar á Italíu, og gagnrýnendur hafa tekið bókinni mjög vel. Tevje vinur okkar úr „Fiðlaranum á þakinu" hefði ekki slegið hendinni á móti svolitlu broti af þeim auðæfum, sem Christina Onassis veður í. En svo er ekki að sjá né heyra, að þau færi henni nokkra hamingju. Fyrir nokkr- um mánuðum skildi hún við ameríska milljónamæringinn Joseph Bolter, sem hún giftist þvert ofan í vilja föður, síns, og nú stundar hún ljúfa lífið af kappi með óánægjusvip á andlitinu. Nýlega var Tina í París, og þá sótti hún næturklúbba á hverju kvöldi, al- drei með sama fylgdarsveininum. Og Ari pabbi er yfirleitt á móti öllum, sem hún leggur lag sitt við. MEÐ GAGNLEG GLER- AUGU A NEFINU Sænska kvikmyndastjarnán Britt Ek- land hefur löngum haft gaman af skrýtnum og skemmtilegum uppá- tækjum. Og ekki verður annað sagt en að hér sýni hún sig með gagnleg gleraugu á nefinu. Þau eru nefnilega með þurrkum, sem ganga fyrir lítilli rafhlöðu. Britt var nýlega í London við töku myndarinnar „The Boy“. DÝRLINGURINN DÝRMÆTI Dýrlingurinn okkar, hann Roger Moore, varð að hækka líftryggingu sína upp í fimm milljónir dollara, þegar taka myndarinnar „Live and let die“ hófst. Hann verður nefnilega sjálfur að leika sína rullu sem James Bond, án allra staðgengla, og auðvitað taka þátt í mörgum hættulegum atriðum. Hann bjó sig undir hlutverkið með því að grenna sig, æfa lyftingar og klippa hárið. Þau Luise, kona hans, voru glaðleg, þegar þau lögðu af stað til Bandaríkjanna til kvikmyndatökunnar. VESALINGS RlKA STÚLKAN SÍÐAN SÍÐAST

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.