Vikan - 11.01.1973, Qupperneq 7
MIG DREYMDI
KÁPA MEÐ GYLLTUM BRYDDINGUM
Kæri draumráðandi!
Mig langar til að leggja fyrir þig draum og biðja þig að
ráða fram úr honum.
Ég var stödd í stórum sal ásamt annarri stelpu, sem ég
man ekki hver var. Við vorum á tízkusýningu, og sýndur
var margs konar fatnaður. Þegar slá átti botninn í sýning-
una, var sýnd kápa, hvít og síð með gylltum bryddingum.
Ég varð alveg yfir mig hrifin af kápunni um leið og ég sá
hana. Síðan fannst mér koma margir fram á gólfið, bæði
karlmenn og kvenmenn, og allir voru klæddir svona káp-
um.
Ég talaði um það við stelpuna, sem var með mér, að mig
langaði fjarska mikið til að eignast þessa kápu. Hún sagð-
ist þá ætla að reyna að kaupa hana handa sjálfri sér.
Síðan fannst mér við fara til vinnu okkar. Það var sú
vinna, sem ég stunda í reyndinni. Mér fannst stelpan vinna
með mér.
Hún fór beint til yfirmanns okkar og bað hann um auka-
vinnu. Ég vissi, að það var til þess að eignast kápuna. É'g
kunni ekki við að biðja um aukavinnu líka, en fór þegjandi
og hljóðalaust að vinna þau verk, sem látin höfðu verið
sitja á hakanum. Fyrst fór ég að líma saman bréfsnepla,
og þeir mynduðu allir margar litlar smámyndir. Þvínæst
tók ég stóra segulbandsspólu, sem ég klippti alla niður og
kom fyrir á margar litlar spólur. Síðast tók ég að þurrka
af hillu og laga til á henni. Mér fannst aldrei hafa verið
snert við að þrífa hana, frá því hún var sett upp.
Þegar þessu var öllu lokið, og ég var í þann veginn að
stíga niður af stólnum, eftir að hafa þrifið hilluna, kom
yfirmaður minn til mín með kápuna og gaf mér hana.
Hin stelpan fékk enga kápu.
Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Dísa.
Ef mann dreymir fallega og þykka kápu, er það talið
vera fyrir vel launaðri og góðri atvinnu. Nú kemur atvinna
þín talsvert við sögu í draumi þínum, svo að við ráðum
hann þannig, að þú vinnir áfram á sama stað, en njótir þar
aukinnar velgengni. Þér verður sýndur meiri trúnaður en
áður, og laun þín hækka verulega.
MILLI HÆÐA
Kæri þáttur!
Ég ætla að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig
dreymdi fyrir stuttu.
Mér fannst ég vera með strák, sem var kvæntur og átti
tvö börn. Ég fór með honum heim til hans. Hann átti stórt
hús og var flugríkur.
Þegar við fórum inn til hans, mætti ég konunni hans.
Þau fóru þegar í stað að rífast, og ósköpin enduðu á því,
að hann rak hana út úr húsinu. Konan hans var dökkhærð.
Að því búnu gengum við upp margar tröppur og fórum
loks í lyftu framhjá tveimur hæðum. Á annarri hæðinni
sáum við ljóshærða stelpu. Við stöðvuðum lyftuna, og hann
biður mig að bíða í henni, á meðan hann sæki stelpuna.
Hurð lyftunnar var úr gleri, svo að ég gat fylgzt með
því, sem gerðist. Hann tók stelpuna í fang sér og talaði
eitthvað við hana. Síðan fór hún út um gluggann.
Draumurinn varð ekki lengri. Ég man ekki, hvernig
þessi strákur leit út og veit ekki einu sinni hvað hann
heitir.
Ég vona, að þú getir ráðið þennan draum fyrir mig.
Svo þakka ég ykkur fyrir allt gamalt og gott.
Ein sem dreymir sjaldan.
Þessi draumur er líklega fyrir því, að þú kynnist manni
og verður í fyrstu hrifin af honum. En við nánari kynni
veldur hann þér vonbrigðum, svo að þú slítur sambandinu
við hann, sjáifri þér að sársaukalausu. Hins vegar mun hann
sitja eftir með sárt enni, þar sem hann hafði fórnað öðrum
tækifærum þín vegna.
ORMAR 1 ÚTILEGU
Kæra Vika!
Ég vil fyrst þakka þér allt gamalt og gott, en aðalástæð-
an fyrir þessum skrifum mínum er draumur, sem mig
dreymdi síðastliðna nótt, og olli mér hálfgerðum óhugnaði.
Mér fannst ég vera stödd í samkomusal skóla eins hér í
borg, þar sem fram fór einhvers konar fagnaður.
Þegar allt var um garð gengið, fórum við nokkrir krakk-
ar upp í langferðabíl og ókum út á land. Þar slógum við
upp tjöldum, og var mjög glatt á hjalla.
Krakkarnir hópuðust inn í ákveðið tjald á svæðinu, —
öll nema ég. É’g settist alein í þétt gras skammt frá og
raulaði og spilaði á gítar.
Allt í einu er kominn dagur. Þá tók ég eftir, að ég var
öll í einhverju kviku. Ég tók að tína þetta af mér. Mér
virtist helzt, að þetta væru einhvers konar ormar, hring-
ormar eða grasormar. Þeir voru mjög ógeðslegir. Verst
fannst mér að hafa sofið með þennan óþverra á mér um
nóttina.
Ég vaknaði við, að við sátum allur hópurinn og tíndum
af mér þessa orma.
Kæri draumráðandi! Þetta er sennilega bara pvæla, en
draumurinn var mjög skýr, og mig dreymir sjaldan.
Með fyrirfram þökk fyrir ráðningu. G.J.
Þaff er vel skiljanlegt, aff þér hafi lioið hálf illa, þegar
þú vaknaffir. En þessi draumur boffar samt engin ógnvæn-
leg tíffindi. Viff ráffum hann á þann hátt, aff ein vinkona
þín reynist þér fláráff og viffsjál. Þegar upp kemst um at-
hæfi hennar, muntu hins vegar eiga vísa vináttu og tryggff
annarra félaga þinna.
Á SJÚKRAHÚSI
Kæri draumráðandi!
Ég er mjög hrifin af strák, en hann er svolítið eldri en
ég. Um daginn dreymdi mig draum, sem var svona:
Mér fannst ég vera að leita að stráknum. Hann var á
sjúkrahúsi, þegar ég fann hann loksins. Ég gaf honum tvö
kort, en á þeim báðum stóð ekki hans nafn, heldur nafn
einhvers annars manns. Hann þóttist ekki taka eftir þessu,
en ég afsakaði það.
Allt í einu var ég komin í faðm hans, og hann sagðist
elska mig. Síðan fór ég til vinkonu minnar, og hún sagðist
vilja heimsækja hann ásamt vinkonu sinni. En ég vildi það
ekki. — Kærar fyrirfram þakkir fyrir birtinguna.
Dúlla.
Á sjúkraliúsi aff vera táknar hjónaband, svo aff þessi
draumur mundi vera fyrir áframhaldandi og varanlegu
sambandi ykkar.