Vikan

Útgáva

Vikan - 11.01.1973, Síða 9

Vikan - 11.01.1973, Síða 9
NálstunguaðferSin svokallaða, sem upprunnin er í Austur-Asíu og hefur verið notuð þar til lækninga í tvö þúsund ár eða lengur, hefur nú náð miklum vinsældum á Vesturlöndum, enda þótt enn séu margir tortryggnir á gildi hennar. Nils Björkman, sænskur prófessor í líffærafræði, lætur í þessari grein í Ijós álit sitt á þessum lækna- vísindum að austan. sókna hvort sjúklingurinn trú- ir á aðferðina eða ekki. Ein rannsókn á þessum hugrænu áhrifum var framkvæmd á þann hátt, að allmörgum sjúkl- ingum voru eftir meiriháttar skurðaðgerðir gefnar sprautur, ýmist með morfíni eða upp- lausn, sem var að vísu mein- laus, en gagnslaus líka. Hvorki sjúklingarnir né þeir, sem sprauturnar gáfu, höfðu hug- mynd um hvað var í hverri. Áttatíu af hundraði þeirra, sem morfínið höfðu fengið, til- kynntu að kvalirnar hefðu horfið, en líka sextíu af hundr- aði þeirra, sem engar kvala- stillandi sprautur höfðu feng- ið. Hér er um að ræða það, að sjúklingurinn er talinn á að trúa því, að sú meðferð, sem hann hefur óskað eftir og feng- ið, hafi tilætluð áhrif. Nálaaðferðin er bæði sárs- aukafull og fyrirhafnarsöm. Ekki er óhugsandi að læknandi áhrif hennar séu sumpart und- ir því komin, hversu trúaður sjúklingurinn er á hana. En nú hendir það líka að sumir þeir sjúkdómar og krankleikar, sem kvað mega lækna með nál- stunguaðferðinni, læknast af sjálfu sér, svo sem andlitslöm- un. Kenningunni gömlu um röra- kerfið í líkamanum er ekki mikið haldið fram nú á dögum. Þó eru margir staðir á líkam- anum, sem hafa má áhrif á gegnum annað svæði líkamans. Þannig er það með vinstra handlegg og hjarta, herðarnar og þindina, eyrun og rófuna á hundinum, og svo frarnvegis. Skýringarinnar á þessu er að leita í taugakerfinu og við- brögðum þess. Þessarar vitn- eskju er til dæmis oft neytt við Framhald á bls. 45. {X- & jtfí & $’■> -fi f & 9' ” jic- 'K Hsú Sjang hét maður, sem var mikill meistari í nálstunguaðferðinni á ríkisárum Súng-ættarinnar f Kína, en sú ætt ríkti þar frá árinu 960 til 1279. Hann gerði þessa teikn- ingu af rörakerfi manns- líkamans til að sýna stað- ina, sem stinga mætti á. 2. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.