Vikan

Tölublað

Vikan - 11.01.1973, Blaðsíða 15

Vikan - 11.01.1973, Blaðsíða 15
lögreglustjórinn áfram, — en við höfum rannsakað allar þiljurnar nákvæmlega og getum ekki fundið neitt holrúm undir þeim. — Það einfaldasta væri að rifa þær allar upp, sagði Bagshott. — Þetta eru sextándu aldar þiljur, sagði lögreglustjórinn i óánægjutón. Hann hafði áhuga á fornminjum. — Ég vildi helzt fara þangað strax ef ég má, sagði Bagshott. — Alveg sjálfsagt. Eg hef fengið vagn, sem þér getið haft til umráða. En lofiö mér að hvisla nokkru að ykkur, herrar minir. Hann Wayland lávarður — ágætis maður af góðri ætt, sem hefur verið hér i margar kynslóðir — og með heiðarlegan vitnisburð úr hernum — en er bara dálitið erfiður með köflum. Hefur til- hneigingu til einveru........ — Ha? sagði Bagshott. — Já, til að lifa eins og einbúi. Bitur af sér alla gesti. Þarf að fara að honum m.eð lagni. Sannast að segja.............og lögreglustjórinn hreyfði sig eins og hann bæri glas að munninum. — Já, einmitt, sagði Bagshott. — Þakka yður fyrir, lögreglustjóri. — Svo er hann að veiða, sagði lögreglustjórinn. Bagshott var i hálfgerðum vandræðum að skilja þetta, en þá var tilkynnt, að billinn væri til- búinn og fundinum lauk. — Já, herra minn, sagði Morris dauflega. — Og það hafa orðið fleiri breytingar á honum. Hann setur skóna sina öfugu megin við dyrnar. Hann var vanur að skrifa smá—orðsendingar til okkar þjónustufólksins, að kvöldi, ef við áttum að gera eitthvað i bitið að morgni, en nú pikkar hann þetta á nýju ritvélina sina, og ég veit ekki einusinni, hvernig hún er hingað komin. Og svo er hann alveg hættur við sildina. — Ja hérna: sagði Tommy i meðaumkunartón. — Jæja, það þýðir nú ekkert að fara aö biða hérna núna, þar sem hann er að heiman. En viltu segja honum, að ég ætli að koma seinna. — Allt i lagi, herra minn. Hambledon flýtti sér af stað til þess að gá að Bagshott og fann hann i hálfdimmum Stórasalnum að horfa á skuggana, sem lengdust i sifellu. — Þetta er ekki nema satt hjá þeim, sagði hann. — Þetta er óhugnanlegur staður og hér er ekkert rafmagnsljós, að minnsta kosti ekki i þessum hluta hússins. — Komdu með mér, sagði Hambledon og dró hann yfir salargólfið að litilli hurð lengst i burtu. — Ég vil sýna þér útsýnið út yfir sjóinn, áður en dimmir. — Útsýnið..........? byrjaði Bagshott. — Stórkostlegt útsýni. Komdu og horfðu beint út á sjóinn. A leiðinni spurði Bagshott: — Hvað er langt siöan þú hittir Wayland lávarð siðast? — Það er þó nokkuð langt, sagði Tommy kæruleysislega. — Dimmir ekki fljótt hérna norður- frá? — Jú, þáð er talsvert dimmt i skammdeginu. Þeir óku beinustii leið til Barebreak Hall, sem var harðneskjuleg og fráhrindandi útlits i nóvemberkuldanum. Höllin var byggð um húsagarð á þrjár hliðar og Stórisalurinn var beint framundan þeim, þegar þeir óku inn i húsagaröinn. Þarna var lögregluþjónn á verði við úti- dyrnar, en þó spölkorn frá þeim, tók Bagshott eftir, og hafði orð á þvi. , — Vertu ekki að lá honum það. Hann langar ekki til að hverfa. Égheld ég verði að byrja á þvi að tala við Wayland. Hambledon gekk að útidyrunum á suðurálmunni — eina hluta hússins, sem búið var i — og greip i bjölluhandfang. Dyrnar opnuðust og fornlegur þjónn kom fram og horfði á hann tortrygginn. — Gott kvöld, Morris, sagði Hambledon. — Munið þér eftir mér. Ég heiti Hambledon. Ég var hér yfir eina helgi fyrir nokkrum árum. Gamli maðurinn rýndi á Hambledon og svo lifnaði ofurlitið yfir andlitinu á honum. — Afsakið, herra minn. Ég hefði átt að þekkja yður, en sjónin er bara farin að bila hjá mér. — Er Wayland lávaröur heima? Morris hörfaði aftur á bak. — Hans hágöfgi tekur ekki á móti gestum. — Hann tekur móti mér, sagði Tommy hressilega. — Ég skal segja honum, að þér hafið komið, sagði Morris dræmt, — en mér hefur verið skipað að segja, að hans hágöfgi taki ekki móti neinum. — Hann tekur móti mér, endur- tók Tommy. Morris kom út á tröppurnar og talaði nú laumulega. — Ég vildi óska, að svo væri, en ég efast bára um það. Hann sem talar varla við mig. — Virkilega? Hvað gengur að honum? — Ég vildi óska, að ég vissi það. Hann er búinn að vera svo skritinn i nokkra daga — eða siðan hann kom úr veiðinni. — Er hann ekki heilbrigður? — Jú, það held ég hann sé, en hann er bara .... breyttur. Jæja, farðu bara og biddu hann að tala við mig, þá ertu vænn. — Það get ég ekki rétt eins og er. Hans hágöfgi er úti að veiða. Veiða? — Já, úti á bryggjusporðinum. Og beitir möðkum. Hann gróf þá upp sjálfur og setti þá i dós. — Hjálpi mér. sagði Hambledon. Þeir gengu gegn um litlu dyrnar út á breiðan garðhjalla, sem var lagður stéttarhellum og náði fram með allri hliðinni á húsinu. Þeir gengu yfir hann og hölluðu sér fram á riðið að framan. — Dásamlegt, finnst þér ekki? hélt Hambledon áfram. — Þetta er þverhniptur hamar, tvö hundruð fet á hæð, niður að þessari fjörurönd fyrir neðan og svo tekur við endalaus Norður- sjórinn, rauðblár i aftanskininu og lyftir sér svo mjúklega, að maöur gæti aldrei .... jæja, allt i lagi, sagði hann og leit á Bagshott. — En við höfun nú annars nógan tima. Og svo lengst til vinstri, sérðu sporðinn á dálitilli bryggju og á henni mótar fyrir fiskimanni. — Ég sé manninn, en hann er ekkert að fiska. — Hann hefur verið að þvi. Með fnaðki, Bagshott, með venjulegum ánamaðkii sjó. Nú er hann að taka saman dótið sitt, til þess að fara heim, þvi að það er farið að kólna og bráðum verður orðið dimmt. Þetta þarna er einka-bryggja fyrir húsið hérna, og eina leiðin þaðan er brattar tröppur, sem koma upp við hinn endann á þessum hjalla. Tvö hundruð sjötiu og fimm tröppur og aðeins tveir sléttir pallar til að hvila lúin bein. Ég sagði honum Wayland — en nú er fiski- maöurinn iíorfinn, eigum við að ganga yfir að tröppunum og hitta hann? Ég sagði honum Wayland að hann ætti að setja þarna lyftu, þvi að annars yrðu kálfarriir á honum bólgnir eins og á list- dansara. — En það hefur hann væntan- lega ekki gert, sagði Bagshott og lagði hægt af stað eftir hjallanum við hlið Hambledons. — Hver er þessi fiskimaður, sem þú hefur svona mikinn áhuga á? Er það Wayland sjálfur, eða hvað? — Birtan er orðin of dauf til þess að geta þekkt mann almennilegt, þegar hann er tvö hundruð feta leið fyrir neðan mann. En mér var sagt rétt áðan, þegar ég kom i húsiö, að hús- bóndinn hefði farið að veiða, svo að ég geng út frá, að þetta sé hann. Þú þekkir hann ekki, eða hvaö, Bagshott? — Nei. Aldrei séð hann. Allt i einu fór fótatak að nálgast og maöur kom i ljós, sem gekk þreytulega, eins og við mátti búast af manni, sem hefur keifað upp tvö hundruð sjötiu og fimm, niu þumlunga háar tröppur. Hann lét ekki i ljós neina undrun að sjá tvn menn á garðhjallanum sinum, heldur hélt hann beint áfram og kinkaði aðeins kolli til þeirra, án þess að á honum sæist, að hann kannaðist neitt við þá. Hambledon varpaði engum orðum á manninn, sem hélt áfram, án þess að lita um öxl. — Var þetta þá loksins ekki Wayland lávarður? spurði Bagshott. — Það var nauðalikt honum. — En hann kannaðist ekkert við Þig — Nú, gerði hann það ekki? sagði Hambledon og fylgdi manninum með augunum, þangað til hann hvarf sjónum fyrir hitt hornið. Bagshott leit á Hambledon og sá, að svipurinn á honum var hörkulegur og djúpar hrukkur við munnvikin. — Jæjaþá. Hvað nú? — Við skulum gefa honum tiu minútur til að þvo sér hendurnar og biðja um te — og sild, og svo býst ég við að við förum og náum tali af honum. Hambledon, með Bagshott i för með sér, togaði i járnhringinn við dyrnar I norðurálmunni og djúpróma bjalla svaraði og svo kom Morris til dyra. En nú varð Bagshott fyrri til og hann gekk fram og rétti Morris nafnspjaldið sitt. — Bagshott yfir-lögreglufulltrúi óskar viðtals við Wayland lávarð, sagöi hann i embættistón. — Hans hágöfgi tekur ekki móti gestum, sagði Morris. — Farið með nafnspjaldið mitt til hans, sagði Bagshott og gekk svo valdsmannlega fram, að Morris fann, að hann var búinn að hleypa báðum mönnunum inn, áöur en hann vissi, hvaðan á sig stæði veðrið. Hann sagði „Guð minn góður” i hálfum hljóðum og lokaði siðan útidyrunum. Hann bað þá að biða andartak og brokkaði siðan frá þeim, eftir ganginum. Þeir heyrðu, að hann barði á eina hurðina og opnaði hana siðan. Nú kom Morris til baka. — Gerið svo vel, herrar minir. Þeir eltu hann eftir ganginum og inn i vistlega stofu þar sem allt var fullt af bókum og leður- klæddum hægindastólum, og þarna var lika stórt borð og við það sat maður og sneri að þeim. Hann leit upp þegar þeir komu inn og Hambledon athugaði hann vandlega. Þetta var vafalaust Wayland. Sama litlausa hárið yfir háu enni, sama ljósleita hörundið, en útitekið af veðrum og vindi, sama bogna nefið, margar kinnar og skarpleg haka, ljósblá augu og þunnar varir. Annað eyrað var útstæöara en hitt — þetta stóð allt heima. En samt þekkti hann ekki Hambledon -þegar hann leit á hann. — Wayland lávarður? sagði Bagshott i spurnartón. Framhald. á bls. 36. 2. TBL. VIKAN !5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.