Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 11.01.1973, Qupperneq 17

Vikan - 11.01.1973, Qupperneq 17
Allir kannast við nafn Alfreds Nobel. Það er sagt að Nobelsverðlaunin séu liklega ein merkilegasta útflutningsvara Svia ... .. Samanlagt hafa 419 manns fengið þau verðlaun, siðan fyrst var farið að úthluta þeim, árið 1901 og þau eru samanlögð 56.135.992.87 sænskar krónur og aurar. Vandræðin með Sofie tóku mjög á Alfred Nobel: ......það er biturt eins og gall að þurfa að vera barnfóstra fullvaxinnar konu og vera hafður að háði meðal kunningja.” Bertha von Suttner var fædd Kinsky (1843-1914). Hón hafði alla þá hæfileika, ■em Nobel dáði hjá konum. Myndina af Andriettu, móður Nobels (1803-1889), máiaði Anders Zorn, tveim árum áður en hún lézt. Hún eignaðist átta börn, en aðeins fjögur náðu fullorðins aldri. Alfred Nobel varð aldrei persónulega hamingjusamur i lifi sinu. Hann var ókvæntur allt sitt lif. Rússneska yfirstéttar- konan var honum ætið hugstæð, kona sem gæti rætt um visindi og heimspeki eins og karlmenn. — Hversvegna eru ekki til slikar konur i Frakklandi eða Sviþjóð? spurði hann sjálfan sig og aðra. Lengi vel héldu menn að Andriette móðir hans væri eina konan, sem hafði haft áhrif á þennan innhverfa og merkilega mann. Hún átti trúnað hans, hún brást aldrei trausti hans. En það voru aðrar konur i lifi hans, — þrjár konur: Viðkvæm æskuást, en ástin hans dó ung. Og svo hitti hann konu, sem hefði getað orðið honum verðugur förunautur, en hún hafði gefið öðrum ást siná. Og svo varð það sambandið við einfalda Vinarstúlku, sem stóð i fimmtán ár, veitti honum stundum sælu, en venjulega bitur vonbrigði. Hann þurfti samt, sem betur fór, ekki að lifa mesta hneykslið — eftir lát hans reyndi hún fjárkúgun einu Sinni ennþá og hótaði að selja bréfin hans til birtingar. Hún var aðeins sextán ára. Æskuást siná hitti hann i Paris, áður en hann varð tvitugur. Faðir hans hafði sent hann út i heiminn, til að lita i kringum sig og kynnast mönnum og málefnum. í fyrsta sinn upplifði hann hina svimandi hamingjutilfinningu ástarinnar. Tilvera hans, sem honum hafði fram að þessu, verið sem uppþornuð eyðimörk, varð nú björt og skinandi fögur. Nú hafði lif hans einhvern til- gang, að vinna ástir ungu stúlkunnar. Þau áttu framtiðina fyrir sér. Unga stúlkan var aðeins sextán ára. Hún var sænsk og vann i lyfjabúð. Fyrir hugskoti hans var hún „ilmrik lifsins rós”. Hún endurgalt ást hans og þau voru „hvort öðru himnariki”. En stund hamingjunnar er hverful. Yfir hamingju þeirri klúkti dauðinn sjálfur á næsta leiti. Unga stúlkan var dauða- dæmd, hún hafði berkla á háu stigi og það var engin von um bata. Alfred Nobel var i Paris, þegar dauðann bar að garði. I fögru ljóði lýsti hann hinum stutta sælutima þeirra og kallaði ljóðið „Gátu lifsins”. Það er ekki mikið vitað nú um þennan stutta hamingjutima Framhald á bls. 40. 2 TBl. VIKAN 17

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.